„Stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 12:31 Baldur Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning þess efnis að starfa áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari næstu árin. vísir/Arnar Eftir að hafa verið einum sigri frá því að gera Tindastól að Íslandsmeistara í körfubolta í fyrsta sinn söðlaði Baldur Þór Ragnarsson um í sumar og tók til starfa hjá þýska stórliðinu Ratiopharm Ulm. Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira