„Tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 20:30 Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn. Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í körfubolta leikur einn sinn mikilvægasta leik í sögunni gegn Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins annað kvöld. Með sigri færist íslenska liðið skrefi nær lokakeppni heimsmeistsramótsins. „Ég held að við séum allir bara stemmdir og klárir í verkefnið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag. „Þetta verður auðvitað erfitt eins og allir þessir leikir. Við erum komnir það langt að samkepnin verður erfiðari. En við erum allir bara klárir og ætlum allavega að gefa okkur alla í þetta og ég held að það muni koma okkur helvíti langt.“ „Við erum aldrei að fara að mæta einhverjum auðveldum andstæðingi, en við erum líka bara flottir og þá sértaklega hérna heima. Þannig við verðum svolítið að treysta á það að við verðum klárir. Þetta verður erfitt, vissulega, en ég held að við séum í góðu færi.“ Klippa: Einn mikilvægasti leikur körfuboltalandsliðsins annað kvöld Haukur Helgi Pálsson, sem glímt hefur við meiðsli, er klár í slaginn gegn Georgíu annað kvöld og verðu með íslenska liðinu. „Ég fékk í nárann fyrir þremur vikum á einni æfingunni og það er aðeins búið að vera að plaga mig. En Valdi er búinn að vera að sjá vel um mig þannig ég er bara góður,“ sagði Haukur. Haukur hefur þurft að glíma við mikil meiðsli á ferli sínum og Gaupi grínaðist með það að hann hafi verið heill í um sex ár af ellefu ára landsliðsferli sínum. „Já það er eitthvað svoleiðis,“ sagði Haukur léttur. „Ég er búinn að vera svolítið í brasi með líkamann á mér. En þetta eru orðin ellefu ár, það er ágætur tími.“ En hvernig leggst þessi leikur gegn Georgíu í Hauk? „Það er náttúrulega alltaf einhver pressa sem fylgir, þetta eru náttúrulega risaleikir. En við höfum alveg spilað svona leiki áður þannig séð og þetta er bara eins og hver annar leikur. En tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik,“ sagði Haukur að lokum. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Ég held að við séum allir bara stemmdir og klárir í verkefnið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag. „Þetta verður auðvitað erfitt eins og allir þessir leikir. Við erum komnir það langt að samkepnin verður erfiðari. En við erum allir bara klárir og ætlum allavega að gefa okkur alla í þetta og ég held að það muni koma okkur helvíti langt.“ „Við erum aldrei að fara að mæta einhverjum auðveldum andstæðingi, en við erum líka bara flottir og þá sértaklega hérna heima. Þannig við verðum svolítið að treysta á það að við verðum klárir. Þetta verður erfitt, vissulega, en ég held að við séum í góðu færi.“ Klippa: Einn mikilvægasti leikur körfuboltalandsliðsins annað kvöld Haukur Helgi Pálsson, sem glímt hefur við meiðsli, er klár í slaginn gegn Georgíu annað kvöld og verðu með íslenska liðinu. „Ég fékk í nárann fyrir þremur vikum á einni æfingunni og það er aðeins búið að vera að plaga mig. En Valdi er búinn að vera að sjá vel um mig þannig ég er bara góður,“ sagði Haukur. Haukur hefur þurft að glíma við mikil meiðsli á ferli sínum og Gaupi grínaðist með það að hann hafi verið heill í um sex ár af ellefu ára landsliðsferli sínum. „Já það er eitthvað svoleiðis,“ sagði Haukur léttur. „Ég er búinn að vera svolítið í brasi með líkamann á mér. En þetta eru orðin ellefu ár, það er ágætur tími.“ En hvernig leggst þessi leikur gegn Georgíu í Hauk? „Það er náttúrulega alltaf einhver pressa sem fylgir, þetta eru náttúrulega risaleikir. En við höfum alveg spilað svona leiki áður þannig séð og þetta er bara eins og hver annar leikur. En tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik,“ sagði Haukur að lokum.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira