Fimm góð haustráð Anna Eiríks skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Anna Eiríks er pistlahöfundur á Lífinu á Vísi. Anna Eiríks Haustið er aldeilis að leika við okkur með dásamlegu veðri dag eftir dag sem léttir lundina og hvetur okkur til meiri útiveru. Mörgum finnst þessi tími samt erfiður, það er farið að kólna í veðri, aðeins meira myrkur á morgnana og örlítið erfiðara að koma sér í gang. Hérna eru fimm góð ráð til að hjálpa ykkur að komast þægilega inn í veturinn með góða heilsu í fyrirrúmi. 1. Hreyfum okkur reglulega Stöðugleiki er besta leiðin til þess að halda hreyfingu inni í okkar daglegu venjum og þess vegna mikilvægt að hreyfa sig reglulega eða lágmark 3x í viku. Við megum ekki gleyma því að heilsan okkar er það dýrmætasta sem við eigum og nauðsynlegt að hlúa vel að henni með reglulegri hreyfingu sem þarf alls ekki að taka langan tíma til að skila árangri. 2. Nærum okkur vel Næringin skiptir alltaf gríðarlega miklu máli, reynið að borða litríka fæðu, eins hreina og hægt er og fjölbreytta til þess að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Forðist sykur og unnin matvæli eftir bestu getu eða haldið því allavega í miklu lágmarki. Gefum okkur tíma til þess að borða og njótum þess! 3. Setjum svefninn í forgang Svefn er undirstaða góðrar heilsu og því mikilvægt að passa vel upp á að ná lágmark 7-8 klst svefni á nóttu. Of lítill svefn getur haft neikvæð áhrif á daglegt líf okkar. 4. Stundum útiveru Þó farið sé að kólna í veðri þá er alveg ótrúlega hressandi og gott fyrir sálina að fara í góðan göngutúr og anda að sér ferska loftinu, sérstaklega ef við erum inni tímunum saman í vinnu eða skóla. 5. Höfum notalegt heima Finnum leiðir til að taka myrkrinu fagnandi með því að gera notalegt heima hjá okkur. Gerum þægilega stemningu með kertum og fallegri og notalegri lýsingu, gott að hafa mjúkt teppi í sófanum, förum í heitt bað eða heitan pott og reynum að láta okkur líða vel. Í lokin langaði mig að deila með ykkur uppáhalds hrákökunni minni en mér finnst æðislegt að eiga hana í frysti og næla mér í smá bita þegar sykurlöngunin hellist yfir mig. Njótið vel! EÐAL HRÁKAKA Fylgið mér endilega á Instagram ef þið viljið hvatningu, hugmyndir að æfingum, uppskriftir og fleira. www.instagram.com/aeiriks Heilsa Anna Eiríks Tengdar fréttir Fimm ráð til þess að komast í góðan æfingagír Ef þú ert ein/n af þeim sem ætlaðir að æfa af krafti í sumar en svo klikkaði það og þér finnst erfitt að koma þér aftur í gírinn, þá eru hér 5 góð ráð fyrir þig. 29. ágúst 2022 20:00 Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. 25. apríl 2022 17:30 Frábær 45 mínútna æfing án allra áhalda Anna Eiríksdóttir þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman mun skrifa reglulega pistla um ýmislegt tengt hreyfingu, heilsu og mat hér á Lífinu á Vísi. 14. apríl 2022 09:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Mörgum finnst þessi tími samt erfiður, það er farið að kólna í veðri, aðeins meira myrkur á morgnana og örlítið erfiðara að koma sér í gang. Hérna eru fimm góð ráð til að hjálpa ykkur að komast þægilega inn í veturinn með góða heilsu í fyrirrúmi. 1. Hreyfum okkur reglulega Stöðugleiki er besta leiðin til þess að halda hreyfingu inni í okkar daglegu venjum og þess vegna mikilvægt að hreyfa sig reglulega eða lágmark 3x í viku. Við megum ekki gleyma því að heilsan okkar er það dýrmætasta sem við eigum og nauðsynlegt að hlúa vel að henni með reglulegri hreyfingu sem þarf alls ekki að taka langan tíma til að skila árangri. 2. Nærum okkur vel Næringin skiptir alltaf gríðarlega miklu máli, reynið að borða litríka fæðu, eins hreina og hægt er og fjölbreytta til þess að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Forðist sykur og unnin matvæli eftir bestu getu eða haldið því allavega í miklu lágmarki. Gefum okkur tíma til þess að borða og njótum þess! 3. Setjum svefninn í forgang Svefn er undirstaða góðrar heilsu og því mikilvægt að passa vel upp á að ná lágmark 7-8 klst svefni á nóttu. Of lítill svefn getur haft neikvæð áhrif á daglegt líf okkar. 4. Stundum útiveru Þó farið sé að kólna í veðri þá er alveg ótrúlega hressandi og gott fyrir sálina að fara í góðan göngutúr og anda að sér ferska loftinu, sérstaklega ef við erum inni tímunum saman í vinnu eða skóla. 5. Höfum notalegt heima Finnum leiðir til að taka myrkrinu fagnandi með því að gera notalegt heima hjá okkur. Gerum þægilega stemningu með kertum og fallegri og notalegri lýsingu, gott að hafa mjúkt teppi í sófanum, förum í heitt bað eða heitan pott og reynum að láta okkur líða vel. Í lokin langaði mig að deila með ykkur uppáhalds hrákökunni minni en mér finnst æðislegt að eiga hana í frysti og næla mér í smá bita þegar sykurlöngunin hellist yfir mig. Njótið vel! EÐAL HRÁKAKA Fylgið mér endilega á Instagram ef þið viljið hvatningu, hugmyndir að æfingum, uppskriftir og fleira. www.instagram.com/aeiriks
Heilsa Anna Eiríks Tengdar fréttir Fimm ráð til þess að komast í góðan æfingagír Ef þú ert ein/n af þeim sem ætlaðir að æfa af krafti í sumar en svo klikkaði það og þér finnst erfitt að koma þér aftur í gírinn, þá eru hér 5 góð ráð fyrir þig. 29. ágúst 2022 20:00 Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. 25. apríl 2022 17:30 Frábær 45 mínútna æfing án allra áhalda Anna Eiríksdóttir þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman mun skrifa reglulega pistla um ýmislegt tengt hreyfingu, heilsu og mat hér á Lífinu á Vísi. 14. apríl 2022 09:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fimm ráð til þess að komast í góðan æfingagír Ef þú ert ein/n af þeim sem ætlaðir að æfa af krafti í sumar en svo klikkaði það og þér finnst erfitt að koma þér aftur í gírinn, þá eru hér 5 góð ráð fyrir þig. 29. ágúst 2022 20:00
Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. 25. apríl 2022 17:30
Frábær 45 mínútna æfing án allra áhalda Anna Eiríksdóttir þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman mun skrifa reglulega pistla um ýmislegt tengt hreyfingu, heilsu og mat hér á Lífinu á Vísi. 14. apríl 2022 09:00