„Það væri náttúrulega bara stórslys“ Snorri Másson skrifar 27. október 2022 08:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín. Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58