Klay rekinn úr húsi í fyrsta skipti þegar meistararnir brenndu sig á Sólunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:31 Devin Booker spilaði frábæra vörn gegn Klay Thompson í nótt. NBA Hinn 32 ára gamli Klay Thompson var í nótt rekinn af velli þegar meistarar Golden State Warriors máttu þola stórt tap gegn Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Fyrir leikinn hafði hann aldrei verið rekinn af velli. Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94. Körfubolti NBA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Sjá meira
Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94.
Körfubolti NBA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Sjá meira