Upprætum kerfisbundið vanmat á störfum kvenna Friðrik Jónsson og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 24. október 2022 07:31 Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu bæði femínísku hreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar eru konur enn með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali. Miðað við fullan vinnudag þýðir það að konur hafa unnið fyrir laununum sínum klukkan 15:15 í dag. Í aldaraðir hefur konum verið gert að niðurgreiða eigið vinnuframlag. Að veita afslátt af vinnu sinni, þjónustu og umhyggju án þess að hafa um það nokkuð val. Því verður að linna. Í dag er ein helsta ástæða kynbundins launamunar sú að fjöldi fólks sem starfar við umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun er illa launað. Við þekkjum öll hina hina hefðbundnu möntru að almenni markaðurinn haldi þeim opinbera uppi því hinn fyrrnefndi skapi verðmætin. Ef við tölum tæpitungulaust þýðir slíkt tal að þau verkefni sem sinnt er af hinu opinbera sé í raun til byrði en ekki uppbyggingar. Slík orðræða er röng. Þessi störf eru að stærstum hluta unnin af konum og eru grundvöllur hagsældar og hagvaxtar hér á landi. Þessi störf eru undirverðlögð. Störf kvenna eru ekki enn metin að verðleikum, hvorki hér á landi né annars staðar í heiminum. Sjötíu prósent opinberra starfsmanna eru konur. Aðilar á vinnumarkaði sem tala niður virði, tilgang og mikilvægi opinberrar þjónustu eru í raun og veru að tala gegn mikilvægi, verðmæti og réttu virðismati á vinnuframlagi og verðmætasköpun kvenna. Þessi söngur heldur linnulaust áfram. Þó hefur reynsla okkar af heimsfaraldri síðustu tvö árin sýnt og sannað að verðmætasköpun, hvort heldur sem á almennum eða opinberum markaði, sé algjörlega háð því að fólk, aðallega konur, haldi áfram að mæta til vinnu. Mæti þrátt fyrir veirur, smittölur, stöðu á gjörgæsludeildum og dánartíðni. Án kvennanna sem starfa við menntun, heilbrigðisþjónustu, umönnun og stjórnsýslu hefði þjóðfélagið stöðvast og staðnað. Á meðan faraldurinn geisaði hér á landi lifði samfélagið af tímabundið tap 20 þúsund starfa á almennum markaði. Þjóðin hefði hins vegar aldrei lifað af sambærilegt tap á opinberum markaði. Þar voru hreinlega mannslíf að veði, framtíð þjóðar og fullveldi. Það er löngu tímabært að við upprætum kynjamisrétti úr íslensku samfélagi. Öll þurfa að taka þátt í þeirri baráttu; við í verkalýðshreyfingunni, fulltrúar launagreiðenda og stjórnvöld. Tökum höndum saman og leiðréttum skakkt verðmætamat og hættum að gefa afslátt af störfum kvenna. Við verðum að meta störf kvenna að verðleikum í eitt skipti fyrir öll. Friðrik Jónsson, formaður BHM.Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu bæði femínísku hreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar eru konur enn með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali. Miðað við fullan vinnudag þýðir það að konur hafa unnið fyrir laununum sínum klukkan 15:15 í dag. Í aldaraðir hefur konum verið gert að niðurgreiða eigið vinnuframlag. Að veita afslátt af vinnu sinni, þjónustu og umhyggju án þess að hafa um það nokkuð val. Því verður að linna. Í dag er ein helsta ástæða kynbundins launamunar sú að fjöldi fólks sem starfar við umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun er illa launað. Við þekkjum öll hina hina hefðbundnu möntru að almenni markaðurinn haldi þeim opinbera uppi því hinn fyrrnefndi skapi verðmætin. Ef við tölum tæpitungulaust þýðir slíkt tal að þau verkefni sem sinnt er af hinu opinbera sé í raun til byrði en ekki uppbyggingar. Slík orðræða er röng. Þessi störf eru að stærstum hluta unnin af konum og eru grundvöllur hagsældar og hagvaxtar hér á landi. Þessi störf eru undirverðlögð. Störf kvenna eru ekki enn metin að verðleikum, hvorki hér á landi né annars staðar í heiminum. Sjötíu prósent opinberra starfsmanna eru konur. Aðilar á vinnumarkaði sem tala niður virði, tilgang og mikilvægi opinberrar þjónustu eru í raun og veru að tala gegn mikilvægi, verðmæti og réttu virðismati á vinnuframlagi og verðmætasköpun kvenna. Þessi söngur heldur linnulaust áfram. Þó hefur reynsla okkar af heimsfaraldri síðustu tvö árin sýnt og sannað að verðmætasköpun, hvort heldur sem á almennum eða opinberum markaði, sé algjörlega háð því að fólk, aðallega konur, haldi áfram að mæta til vinnu. Mæti þrátt fyrir veirur, smittölur, stöðu á gjörgæsludeildum og dánartíðni. Án kvennanna sem starfa við menntun, heilbrigðisþjónustu, umönnun og stjórnsýslu hefði þjóðfélagið stöðvast og staðnað. Á meðan faraldurinn geisaði hér á landi lifði samfélagið af tímabundið tap 20 þúsund starfa á almennum markaði. Þjóðin hefði hins vegar aldrei lifað af sambærilegt tap á opinberum markaði. Þar voru hreinlega mannslíf að veði, framtíð þjóðar og fullveldi. Það er löngu tímabært að við upprætum kynjamisrétti úr íslensku samfélagi. Öll þurfa að taka þátt í þeirri baráttu; við í verkalýðshreyfingunni, fulltrúar launagreiðenda og stjórnvöld. Tökum höndum saman og leiðréttum skakkt verðmætamat og hættum að gefa afslátt af störfum kvenna. Við verðum að meta störf kvenna að verðleikum í eitt skipti fyrir öll. Friðrik Jónsson, formaður BHM.Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun