Heitustu trendin: Crocs skór, fallhlífarbuxur og bensínstöðvarsólgleraugu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. október 2022 07:00 Crocs skór, fallhlífabuxur, legghlífar, ballerínuskór og mokkasíur eru á meðal þess sem þær Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir í Teboðinu spá að verði heitt á næstunni. Áreynslulaust og afslappað virðast vera einkennisorð tískunnar um þessar mundir, ef marka má tískudrottningarnar Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Líf Ólafsdóttur. Fallhlífabuxur, blazer jakkar af kærastanum og sólgleraugu keypt á bensínstöð eru á meðal þess sem stelpurnar spá að verði heitt á næstunni. Þær Sunneva og Birta halda úti hlaðvarpinu Teboðið. Í nýjum þætti fóru þær yfir heitustu trendin í tískuheiminum. Stelpurnar eru þekktar fyrir það að vera með puttann á púlsinum er viðkemur tísku og því er vert að taka saman það sem þær telja að verði inn á næstunni. Of stórir blazer jakkar „Okkar góði besti oversized blazer, hann er ekki farinn,“ segja stelpurnar. En slíkir jakkar hafa verið vinsælir í dágóðan tíma og virðist ekkert lát vera á þeim vinsældum. Blazer jakka er að finna í flestum tískufataverslunum í hinum ýmsu sniðum og ættu því allir að geta fundið sér slíkan jakka við sitt hæfi. Í dag þykir þó sérstaklega smart að vera í blazer jakka sem er nokkrum númerum of stór, eða jafnvel úr herradeildinni til þess að sniðið sé extra afslappað. Lykilatriðið er að jakkinn sé ekki of aðsniðinn. Stelpurnar benda á að gera megi góð kaup á blazer jökkum á nytjamörkuðum eða í öðrum verslunum sem selja notaðan fatnað. Stórir blazer jakkar hafa verið vinsælir í þó nokkurn tíma.Getty/Edward Berthelot Hægt er að finna flotta blazer jakka á nytjamörkuðum eða í verslunum sem selja notaðan fatnað.Getty/Edward Berthelot Sumar konur geta ef til vill fundið hinn fullkomna blazer jakka í fataskáp kærastans.GETTY/DAVE STARBUCK Stórir blazer jakkar eru sérstaklega töff við upphá stígvél.Getty/Christian Vierig Stígvél „Það er bara the hottest shit! Svona ýkt stígvél, kúrekastígvél og svoleiðis.“ Sjá einnig: Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta Stígvél geta til dæmis verið einstaklega töff með blazer jakka. Þá er „afslappað“ enn og aftur lykilhugtak. Sunneva segir laus stígvél sem ná upp að hnjám vera inn, en níðþröng klofstígvél aftur á móti alls ekki vera málið. „Ég vil ekki sjá það. Það má bara setja þetta aftur ofan í kassa og senda þetta til 2018!“ Upphá stígvél voru á meðal þess sem gestir klæddust á tískuvikunni í Mílanó í haust.Getty/Christian Vierig Þessi töffari klæddist brúnum kúrekastígvélum á tískuvikunni í New York í haust.Getty/Daniel Zuchnik Kúrekastígvél og önnur ýkt stígvél eru það allra heitasta um þessar mundir.Getty/Jose Luis Pelaez Crocs skór og klossar Crocs skór hafa verið nokkuð áberandi í tískuheiminum undanfarin misseri. Sunneva er mikill aðdáandi og á hún þó nokkur pör. Hún segist nota þá við hin ýmsu tilefni; hún fer í þeim í ræktina, göngutúra og mætir jafnvel í þeim á fundi. „Þeir eru náttúrlega coming in hot. Þeir eru ekki að fara neitt, annars fer ég með þeim.“ Þá spáir hún því einnig að gömlu góðu klossarnir eigi eftir að ryðja sér til rúms í tískuheiminum á næstunni. „Þetta er bara eins og þetta var í gamla daga, nema núna er þetta orðið meira svona „fashionable“ með smá hæl og platformi.“ Fyrir nokkrum árum hefðu eflaust fáir trúað því að Crocs skór kæmust í tísku.Getty/Jeremy Moeller Sunneva Einars telur að gömlu góðu klossarnir verði með endurkomu á næstunni.Getty/Jeremy Moeller Þessi flotta dama klæddist hvítum Crocs á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.Getty/Edward Berthelot Látlausir bolir Þegar kemur að bolum virðast einfaldleiki og gæði vera aðalmálið. Bæði ermalausir bolir og venjulegir hlýrabolir eru heitir um þessar mundir. Hægt er að leika sér að því að klæða þá bæði upp og niður fyrir hvaða tilefni sem er. Birta bendir á að hvítir hlýrabolir hafi verið afar áberandi á nýlegum viðburði PRADA tískurisans. „Þetta er klassík. Þetta er bara svona flík sem þú þarft að eiga í skápnum þínum, einn svartan, einn hvítan og kannski einn beige.“ Þessir hvítu hlýrabolir voru áberandi á PRADA viðburði í London fyrr í mánuðinum.Getty/Dave Benett Hailey Bieber klæðist gjarnan hlýrabolum.Getty/Rachpoot Kim Kardashian framleiðir látlausa boli undir fatamerki sínu SKIMS og njóta þeir gífurlegra vinsælda.Getty/Mega Bensínstöðvasólgleraugu Eins og áður segir er „áreynslulaust“ eitt af einkennisorðum tískunnar núna og þar eru sólgleraugun engin undantekning. Sunneva segir að svokölluð „bensínstöðvasólgleraugu“ séu það heitasta um þessar mundir. Þá er markmiðið að þú lítir út fyrir að hafa gripið sólgleraugun á næstu bensínstöð. „Bara svona draslsólgleraugu. Ég gerði ekki annað þegar ég var úti á Spáni og Grikklandi í sumar að fara á alla svona markaði og finna ljót sólgleraugu. Það er hot.“ Þá hafa stjörnur á borð við Kim Kardashian, Rihanna og Hailey Bieber einnig sést skarta slíkum sólgleraugum, þó svo þau hafi vissulega alls ekki verið keypt á bensínstöð. Tískurisar á borð við Balenciaga, Gucci, Givenchy og Celine eru nefnilega farnir að framleiða sólgleraugu með þessu eftirsótta ódýra lúkki, þó svo verðið sé síður en svo ódýrt. Hér má sjá sólgleraugu sem hafa þetta eftirsóknarverða bensínstöðvaútlit, þrátt fyrir að þessi tilteknu séu frá lúxusmerkinu Balenciaga.Getty/Christian Vierig Hailey Bieber sést oft með þessi sólgleraugu.Getty/pierre suu Ætli Kim hafi fengið þessi í Balenciaga eða á Olís?Getty/Dimitrios Kambouris Ofurfyrirsætan Bella Hadid með bensínstöðvasólgleraugu. Takið einnig eftir ballerínuskónum!Getty/Marc Piasecki Mjóir treflar og bindi „Það er eitt sem mig langar í og það eru svona ógeðslega mjóir treflar,“ segir Sunneva. Slíkir treflar eru vissulega ekki hannaðir fyrir íslenskt veðurfar, heldur einungis hugsaðir fyrir lúkkið. Þá spá þær því að mjó bindi muni jafnvel komast í tísku á næstunni. Íslendingar geta þó andað léttar, því stelpurnar segja að stórir, hlýir treflar verði áfram í tísku. Sunneva og Birta spá því að bindi gætu komist í tísku á næstunni.Getty/Edward Berthelot Mjóir treflar voru eitt af einkennum ofurfyrirsætunnar Kate Moss á tíunda áratugnum.Getty/Dave Benett Töff á tískuvikunni í París.Getty/Edward Berthelot Legghlífar og ballerínuskór Annað trend sem myndi koma sér einstaklega vel í íslenskri veðráttu eru legghlífar. Sunneva spáði því fyrr á árinu að gömlu góðu legghlífarnar væru að fara vera með endurkomu. Það hefur ekki ennþá gerst en hún segist ennþá standa við þau orð. Sjá: Legghlífar og litaðar strípur gætu orðið næstu trend Nokkrar tískudrottningar sáust klæðast legghlífum á tískuvikunni í París fyrir skömmu og því aldrei að vita nema spá Sunnevu reynist rétt. Legghlífarnar eru þá gjarnan notaðar við svokallaða ballerínuskó sem Sunneva spáir einnig að muni eiga sterka innkomu á næstunni, þrátt fyrir að hún hafi sjálf sterkar skoðanir á slíkum skóm. „Ég kvíði fyrir því að sjá fólk í þessu. Þetta er það ljótasta sem ég hef séð á ævinni og þetta er að koma aftur,“ segir hún og bætir því við að slíkir skór ættu aðeins að sjást á ballerínum eða litlum börnum, að hennar mati. Eru ballerínuskór næsta trend?Getty/Edward Berthelot Þó nokkrar flottar konur klæddust ballerínuskóm ásamt legghlífum eða uppháum sokkum á tískuvikunni í París.Getty/Edward Berthelot Hvað finnst þér um þetta trend?Getty/Edward Berthelot Það er ítalski hátískuframleiðandinn MIU MIU sem framleiðir þessa tilteknu skó.Getty/Jeremy Moeller Mokkasíur og háir sokkar Í haust hefur borið mikið á svokölluðum „loafers“ eða mokkasíum. Þær getur verið sérstaklega flott að para saman með uppháum sokkum, samsetning sem minnir á skólabúning. „Hailey Bieber var með alveg geggjað lúkk. Hún var í loafers, háum sokkum og skyrtu við.“ Hailey Bieber þykir ein best klædda unga kona í heimi.Getty/BG020 Mokkasíur hafa verið vinsælar í haust.Getty/Edward Berthelot Það þykir sérstaklega flott að para mokkasíurnar með uppháum sokkum.Getty/Christian Vierig Rykfrakkar og bomber jakkar Annað sem stelpurnar nefna eru rykfrakkar (e. trenchcoats) sem virðast aldrei detta úr tísku. „Það passar við allt. Alltaf flott. Alltaf skemmtilegt.“ Þá nefna þær einnig að svokallaðir bomber jakkar muni eiga sterka endurkomu á næstunni. Rykfrakkar eru klassík sem aldrei fer úr tísku.Getty/Jeremy Moeller Stelpurnar spá því að svokallaðir bomber jakkar séu að koma sterkir inn.Getty/Edward Berthelot Flott í rykfrakka á tískuvikunni í París.Getty/Edward Berthelot Bomber jakkar eru einstaklega töff.Getty/Jeremy Moeller Vesti og fallhlífabuxur Vesti verða einnig heit á næstunni og þá er sama hvort um er að ræða dúnvesti, hekluð vesti, blazer vesti eða gallavesti. „Þetta gefur svona smá strúktúr á skyrturnar þínar. Ég elska að setja korsett eða vesti yfir skyrtu, það gefur rosa flott lúkk.“ Þá hafa svokallaðar fallhlífabuxur (e. parachute pants) verið áberandi undanfarin misseri. Um er að ræða afar víðar buxur úr efni sem líkist fallhlíf og eru buxurnar ekki ósvipaðar vindbuxum. „Að vera í parachute pants og vindjakka, með sleiktan snúð og sólgleraugu. Það er svona mitt fullkomna lúkk akkúrat núna,“ segir Sunneva. Draumalúkk Sunnevu er ekki ósvipað þessu lúkki sem Kim Kardashian klæddist á dögunum.Getty/MEGA Svokallaðar fallhlífabuxur hafa verið mjög vinsælar síðustu mánuði, hjónin Justin og Hailey Bieber vita það vel.Getty/Gotham Flott í fallhlífabuxum og mokkasíum.Getty/Edward Berthelot Þessi er með allt á hreinu: fallhlífabuxur, bensínstöðvasólgleraugu og vesti!Getty/Jeremy Moeller „Svona eins og þú hafir ekki hugsað neitt út í þetta“ Sunneva og Birta eru sammála um það að tískan í dag líti út fyrir að vera afslöppuð og áreynslulaus, þó svo að oftast búi að baki mikil fyrirhöfn og miklar pælingar. „Svona eins og þú hafir bara hoppað í of stóran blazer af kærastanum þínum og hafir ekki nennt að þrífa á þér hárið, þannig þú settir það bara í sleikan snúð. Þetta er svona eins og þú hafir ekki hugsað neitt út í þetta, þegar þú í raun hugsaðir alveg út í þetta.“ Hér að neðan má hlusta á Teboðið í heild sinni. Tíska og hönnun Teboðið Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Sjá meira
Þær Sunneva og Birta halda úti hlaðvarpinu Teboðið. Í nýjum þætti fóru þær yfir heitustu trendin í tískuheiminum. Stelpurnar eru þekktar fyrir það að vera með puttann á púlsinum er viðkemur tísku og því er vert að taka saman það sem þær telja að verði inn á næstunni. Of stórir blazer jakkar „Okkar góði besti oversized blazer, hann er ekki farinn,“ segja stelpurnar. En slíkir jakkar hafa verið vinsælir í dágóðan tíma og virðist ekkert lát vera á þeim vinsældum. Blazer jakka er að finna í flestum tískufataverslunum í hinum ýmsu sniðum og ættu því allir að geta fundið sér slíkan jakka við sitt hæfi. Í dag þykir þó sérstaklega smart að vera í blazer jakka sem er nokkrum númerum of stór, eða jafnvel úr herradeildinni til þess að sniðið sé extra afslappað. Lykilatriðið er að jakkinn sé ekki of aðsniðinn. Stelpurnar benda á að gera megi góð kaup á blazer jökkum á nytjamörkuðum eða í öðrum verslunum sem selja notaðan fatnað. Stórir blazer jakkar hafa verið vinsælir í þó nokkurn tíma.Getty/Edward Berthelot Hægt er að finna flotta blazer jakka á nytjamörkuðum eða í verslunum sem selja notaðan fatnað.Getty/Edward Berthelot Sumar konur geta ef til vill fundið hinn fullkomna blazer jakka í fataskáp kærastans.GETTY/DAVE STARBUCK Stórir blazer jakkar eru sérstaklega töff við upphá stígvél.Getty/Christian Vierig Stígvél „Það er bara the hottest shit! Svona ýkt stígvél, kúrekastígvél og svoleiðis.“ Sjá einnig: Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta Stígvél geta til dæmis verið einstaklega töff með blazer jakka. Þá er „afslappað“ enn og aftur lykilhugtak. Sunneva segir laus stígvél sem ná upp að hnjám vera inn, en níðþröng klofstígvél aftur á móti alls ekki vera málið. „Ég vil ekki sjá það. Það má bara setja þetta aftur ofan í kassa og senda þetta til 2018!“ Upphá stígvél voru á meðal þess sem gestir klæddust á tískuvikunni í Mílanó í haust.Getty/Christian Vierig Þessi töffari klæddist brúnum kúrekastígvélum á tískuvikunni í New York í haust.Getty/Daniel Zuchnik Kúrekastígvél og önnur ýkt stígvél eru það allra heitasta um þessar mundir.Getty/Jose Luis Pelaez Crocs skór og klossar Crocs skór hafa verið nokkuð áberandi í tískuheiminum undanfarin misseri. Sunneva er mikill aðdáandi og á hún þó nokkur pör. Hún segist nota þá við hin ýmsu tilefni; hún fer í þeim í ræktina, göngutúra og mætir jafnvel í þeim á fundi. „Þeir eru náttúrlega coming in hot. Þeir eru ekki að fara neitt, annars fer ég með þeim.“ Þá spáir hún því einnig að gömlu góðu klossarnir eigi eftir að ryðja sér til rúms í tískuheiminum á næstunni. „Þetta er bara eins og þetta var í gamla daga, nema núna er þetta orðið meira svona „fashionable“ með smá hæl og platformi.“ Fyrir nokkrum árum hefðu eflaust fáir trúað því að Crocs skór kæmust í tísku.Getty/Jeremy Moeller Sunneva Einars telur að gömlu góðu klossarnir verði með endurkomu á næstunni.Getty/Jeremy Moeller Þessi flotta dama klæddist hvítum Crocs á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.Getty/Edward Berthelot Látlausir bolir Þegar kemur að bolum virðast einfaldleiki og gæði vera aðalmálið. Bæði ermalausir bolir og venjulegir hlýrabolir eru heitir um þessar mundir. Hægt er að leika sér að því að klæða þá bæði upp og niður fyrir hvaða tilefni sem er. Birta bendir á að hvítir hlýrabolir hafi verið afar áberandi á nýlegum viðburði PRADA tískurisans. „Þetta er klassík. Þetta er bara svona flík sem þú þarft að eiga í skápnum þínum, einn svartan, einn hvítan og kannski einn beige.“ Þessir hvítu hlýrabolir voru áberandi á PRADA viðburði í London fyrr í mánuðinum.Getty/Dave Benett Hailey Bieber klæðist gjarnan hlýrabolum.Getty/Rachpoot Kim Kardashian framleiðir látlausa boli undir fatamerki sínu SKIMS og njóta þeir gífurlegra vinsælda.Getty/Mega Bensínstöðvasólgleraugu Eins og áður segir er „áreynslulaust“ eitt af einkennisorðum tískunnar núna og þar eru sólgleraugun engin undantekning. Sunneva segir að svokölluð „bensínstöðvasólgleraugu“ séu það heitasta um þessar mundir. Þá er markmiðið að þú lítir út fyrir að hafa gripið sólgleraugun á næstu bensínstöð. „Bara svona draslsólgleraugu. Ég gerði ekki annað þegar ég var úti á Spáni og Grikklandi í sumar að fara á alla svona markaði og finna ljót sólgleraugu. Það er hot.“ Þá hafa stjörnur á borð við Kim Kardashian, Rihanna og Hailey Bieber einnig sést skarta slíkum sólgleraugum, þó svo þau hafi vissulega alls ekki verið keypt á bensínstöð. Tískurisar á borð við Balenciaga, Gucci, Givenchy og Celine eru nefnilega farnir að framleiða sólgleraugu með þessu eftirsótta ódýra lúkki, þó svo verðið sé síður en svo ódýrt. Hér má sjá sólgleraugu sem hafa þetta eftirsóknarverða bensínstöðvaútlit, þrátt fyrir að þessi tilteknu séu frá lúxusmerkinu Balenciaga.Getty/Christian Vierig Hailey Bieber sést oft með þessi sólgleraugu.Getty/pierre suu Ætli Kim hafi fengið þessi í Balenciaga eða á Olís?Getty/Dimitrios Kambouris Ofurfyrirsætan Bella Hadid með bensínstöðvasólgleraugu. Takið einnig eftir ballerínuskónum!Getty/Marc Piasecki Mjóir treflar og bindi „Það er eitt sem mig langar í og það eru svona ógeðslega mjóir treflar,“ segir Sunneva. Slíkir treflar eru vissulega ekki hannaðir fyrir íslenskt veðurfar, heldur einungis hugsaðir fyrir lúkkið. Þá spá þær því að mjó bindi muni jafnvel komast í tísku á næstunni. Íslendingar geta þó andað léttar, því stelpurnar segja að stórir, hlýir treflar verði áfram í tísku. Sunneva og Birta spá því að bindi gætu komist í tísku á næstunni.Getty/Edward Berthelot Mjóir treflar voru eitt af einkennum ofurfyrirsætunnar Kate Moss á tíunda áratugnum.Getty/Dave Benett Töff á tískuvikunni í París.Getty/Edward Berthelot Legghlífar og ballerínuskór Annað trend sem myndi koma sér einstaklega vel í íslenskri veðráttu eru legghlífar. Sunneva spáði því fyrr á árinu að gömlu góðu legghlífarnar væru að fara vera með endurkomu. Það hefur ekki ennþá gerst en hún segist ennþá standa við þau orð. Sjá: Legghlífar og litaðar strípur gætu orðið næstu trend Nokkrar tískudrottningar sáust klæðast legghlífum á tískuvikunni í París fyrir skömmu og því aldrei að vita nema spá Sunnevu reynist rétt. Legghlífarnar eru þá gjarnan notaðar við svokallaða ballerínuskó sem Sunneva spáir einnig að muni eiga sterka innkomu á næstunni, þrátt fyrir að hún hafi sjálf sterkar skoðanir á slíkum skóm. „Ég kvíði fyrir því að sjá fólk í þessu. Þetta er það ljótasta sem ég hef séð á ævinni og þetta er að koma aftur,“ segir hún og bætir því við að slíkir skór ættu aðeins að sjást á ballerínum eða litlum börnum, að hennar mati. Eru ballerínuskór næsta trend?Getty/Edward Berthelot Þó nokkrar flottar konur klæddust ballerínuskóm ásamt legghlífum eða uppháum sokkum á tískuvikunni í París.Getty/Edward Berthelot Hvað finnst þér um þetta trend?Getty/Edward Berthelot Það er ítalski hátískuframleiðandinn MIU MIU sem framleiðir þessa tilteknu skó.Getty/Jeremy Moeller Mokkasíur og háir sokkar Í haust hefur borið mikið á svokölluðum „loafers“ eða mokkasíum. Þær getur verið sérstaklega flott að para saman með uppháum sokkum, samsetning sem minnir á skólabúning. „Hailey Bieber var með alveg geggjað lúkk. Hún var í loafers, háum sokkum og skyrtu við.“ Hailey Bieber þykir ein best klædda unga kona í heimi.Getty/BG020 Mokkasíur hafa verið vinsælar í haust.Getty/Edward Berthelot Það þykir sérstaklega flott að para mokkasíurnar með uppháum sokkum.Getty/Christian Vierig Rykfrakkar og bomber jakkar Annað sem stelpurnar nefna eru rykfrakkar (e. trenchcoats) sem virðast aldrei detta úr tísku. „Það passar við allt. Alltaf flott. Alltaf skemmtilegt.“ Þá nefna þær einnig að svokallaðir bomber jakkar muni eiga sterka endurkomu á næstunni. Rykfrakkar eru klassík sem aldrei fer úr tísku.Getty/Jeremy Moeller Stelpurnar spá því að svokallaðir bomber jakkar séu að koma sterkir inn.Getty/Edward Berthelot Flott í rykfrakka á tískuvikunni í París.Getty/Edward Berthelot Bomber jakkar eru einstaklega töff.Getty/Jeremy Moeller Vesti og fallhlífabuxur Vesti verða einnig heit á næstunni og þá er sama hvort um er að ræða dúnvesti, hekluð vesti, blazer vesti eða gallavesti. „Þetta gefur svona smá strúktúr á skyrturnar þínar. Ég elska að setja korsett eða vesti yfir skyrtu, það gefur rosa flott lúkk.“ Þá hafa svokallaðar fallhlífabuxur (e. parachute pants) verið áberandi undanfarin misseri. Um er að ræða afar víðar buxur úr efni sem líkist fallhlíf og eru buxurnar ekki ósvipaðar vindbuxum. „Að vera í parachute pants og vindjakka, með sleiktan snúð og sólgleraugu. Það er svona mitt fullkomna lúkk akkúrat núna,“ segir Sunneva. Draumalúkk Sunnevu er ekki ósvipað þessu lúkki sem Kim Kardashian klæddist á dögunum.Getty/MEGA Svokallaðar fallhlífabuxur hafa verið mjög vinsælar síðustu mánuði, hjónin Justin og Hailey Bieber vita það vel.Getty/Gotham Flott í fallhlífabuxum og mokkasíum.Getty/Edward Berthelot Þessi er með allt á hreinu: fallhlífabuxur, bensínstöðvasólgleraugu og vesti!Getty/Jeremy Moeller „Svona eins og þú hafir ekki hugsað neitt út í þetta“ Sunneva og Birta eru sammála um það að tískan í dag líti út fyrir að vera afslöppuð og áreynslulaus, þó svo að oftast búi að baki mikil fyrirhöfn og miklar pælingar. „Svona eins og þú hafir bara hoppað í of stóran blazer af kærastanum þínum og hafir ekki nennt að þrífa á þér hárið, þannig þú settir það bara í sleikan snúð. Þetta er svona eins og þú hafir ekki hugsað neitt út í þetta, þegar þú í raun hugsaðir alveg út í þetta.“ Hér að neðan má hlusta á Teboðið í heild sinni.
Tíska og hönnun Teboðið Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Sjá meira