„Skýtur skökku við á meðan við erum með flokk í ríkisstjórn sem kallar sig flokk einkaframtaksins“ Snorri Másson skrifar 15. október 2022 07:01 Íslensk fyrirtæki glíma við mesta skort á starfsfólki frá því fyrir efnahagshrun. Framkvæmdastjóri Sky Lagoon kveðst vera í keppni við önnur fyrirtæki um að halda í starfsfólk. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það ósjálfbært að almenni markaðurinn sé að missa fólk til hins opinbera. Atvinnuleysi er í lægstu lægðum, 2,8%, en eins jákvætt og það er veldur það líka spennu á vinnumarkaði. Segja má að það sem áður voru starfsmenn að keppa um stöðu hjá góðu fyrirtæki séu nú fyrirtæki að keppa um góða starfsmenn. Sérfræðingavinnustaðir á borð við verkfræðistofuna EFLU kvarta undan því að fá ekki fólk í vinnu en ef eitthvað er, er staðan verri í þjónustugeiranum. Eins og til dæmis í Sky Lagoon. Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri lónsins segir ástandið líka helgast af miklum uppgangi í ferðaþjónustu, sem eðlilega dvíni eilítið að hausti, en það hefur ekki gerst nú. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.Aðsend Mynd „Við erum að reyna að ráða í nokkrar lausar stöður í framlínu og munurinn á milli ástandsins núna og í vor er gríðarlega mikill. Við fáum alveg umsóknir en það er bara ekki í sama magni og þær voru. Við erum að reyna að reka hérna mjög flott þjónustufyrirtæki þannig að við höfum miklar kröfur gagnvart því fólki sem kemur hingað inn. Þannig að það er bæði fjöldi umsókna og gæði, og af því að það er svo mikil atvinna leggur fólk ekkert það mikið í umsóknirnar og gæðin fara niður,“ segir Dagný. Dagný segir vinnustaði klárlega keppast sín á milli um starfsfólk. „Við finnum alveg fyrir því, að það er verið að bjóða starfsfólki hér sem er að veita frábæra þjónustu hjá kannski öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Það er kannski dálítið sárt,“ segir Dagný. Opinberi geirinn stækkar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir þetta ástand áhyggjuefni og telur skýringarnar bæði trega stjórnvalda til að taka við vinnufúsum höndum að utan, hvort sem er sérfræðingum eða hælisleitendum, og svo nefnir Sigmar of mikil umsvif hins opinbera. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Það sem er náttúrulega áhugavert er að opinberi geirinn hefur stækkað um 19% í tíð þessarar ríkisstjórnarinnar á meðan einkageirinn hefur stækkað um 5%. Það er auðvitað ekki sjálfbær þróun og skýtur auðvitað svolítið skökku við á meðan við erum með flokk í ríkisstjórn sem talar um sig sem flokk einkaframtaksins,“ segir Sigmar. „Við heyrum það úr atvinnulífinu að það virðist vera í erfiðleikum með að keppa stundum um starfsfólk til hins opinbera. Við verðum auðvitað að snúa þeirri þróun við en við gerum það ekki með því að lækka laun þeirra sem eru í opinbera geiranum, heldur bara með því að kannski ekki síst að fá fleira fólk hingað til landsins,“ segir Sigmar. „Ef við ætlum að standa undir velferð okkar bæði í einkageiranum og opinbera geiranum vantar okkur bara fleira fólk til Íslands. Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á því af hverju fólk amast svona mikið við því að fá hingað fólk frá útlöndum til að vinna, því að við þurfum svo sannarlega á því að halda.“ Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sky Lagoon Tengdar fréttir Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. 14. október 2022 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Atvinnuleysi er í lægstu lægðum, 2,8%, en eins jákvætt og það er veldur það líka spennu á vinnumarkaði. Segja má að það sem áður voru starfsmenn að keppa um stöðu hjá góðu fyrirtæki séu nú fyrirtæki að keppa um góða starfsmenn. Sérfræðingavinnustaðir á borð við verkfræðistofuna EFLU kvarta undan því að fá ekki fólk í vinnu en ef eitthvað er, er staðan verri í þjónustugeiranum. Eins og til dæmis í Sky Lagoon. Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri lónsins segir ástandið líka helgast af miklum uppgangi í ferðaþjónustu, sem eðlilega dvíni eilítið að hausti, en það hefur ekki gerst nú. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.Aðsend Mynd „Við erum að reyna að ráða í nokkrar lausar stöður í framlínu og munurinn á milli ástandsins núna og í vor er gríðarlega mikill. Við fáum alveg umsóknir en það er bara ekki í sama magni og þær voru. Við erum að reyna að reka hérna mjög flott þjónustufyrirtæki þannig að við höfum miklar kröfur gagnvart því fólki sem kemur hingað inn. Þannig að það er bæði fjöldi umsókna og gæði, og af því að það er svo mikil atvinna leggur fólk ekkert það mikið í umsóknirnar og gæðin fara niður,“ segir Dagný. Dagný segir vinnustaði klárlega keppast sín á milli um starfsfólk. „Við finnum alveg fyrir því, að það er verið að bjóða starfsfólki hér sem er að veita frábæra þjónustu hjá kannski öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Það er kannski dálítið sárt,“ segir Dagný. Opinberi geirinn stækkar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir þetta ástand áhyggjuefni og telur skýringarnar bæði trega stjórnvalda til að taka við vinnufúsum höndum að utan, hvort sem er sérfræðingum eða hælisleitendum, og svo nefnir Sigmar of mikil umsvif hins opinbera. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Það sem er náttúrulega áhugavert er að opinberi geirinn hefur stækkað um 19% í tíð þessarar ríkisstjórnarinnar á meðan einkageirinn hefur stækkað um 5%. Það er auðvitað ekki sjálfbær þróun og skýtur auðvitað svolítið skökku við á meðan við erum með flokk í ríkisstjórn sem talar um sig sem flokk einkaframtaksins,“ segir Sigmar. „Við heyrum það úr atvinnulífinu að það virðist vera í erfiðleikum með að keppa stundum um starfsfólk til hins opinbera. Við verðum auðvitað að snúa þeirri þróun við en við gerum það ekki með því að lækka laun þeirra sem eru í opinbera geiranum, heldur bara með því að kannski ekki síst að fá fleira fólk hingað til landsins,“ segir Sigmar. „Ef við ætlum að standa undir velferð okkar bæði í einkageiranum og opinbera geiranum vantar okkur bara fleira fólk til Íslands. Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á því af hverju fólk amast svona mikið við því að fá hingað fólk frá útlöndum til að vinna, því að við þurfum svo sannarlega á því að halda.“
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sky Lagoon Tengdar fréttir Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. 14. október 2022 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. 14. október 2022 17:09