Umfjöllun: KA/Þór - Gorche Petrov 23-34 | Norðankonur fengu slæman skell seinni rimmu liðanna Árni Gísli Magnússon skrifar 8. október 2022 21:23 KA/Þór er úr leik í Evrópukeppni að þessu sinni. Vísir/Hulda Margrét Norður-Makedónsku meistararnir í Gjorche Petrov unnu öruggan 11 marka sigur á KA/Þór í seinni leik liðanna í Evrópubikar kvenna í KA-heimilinu í kvöld. Liðin gerðu jafntefli í gær en gestirnir voru miklu betri í dag og náðu góðu forskoti strax í fyrri hálfleik. Lokatölur 34-23 og KA/Þór þar af leiðandi úr leik. Líkt og í gær tók það hátt í fimm mínútur að fá mark í leikinn og voru það heimakonur sem skoruðu fyrsta markið og komust í framhaldinu 3-1 yfir. Eftir þetta stigu leikmenn KA/Þór heldur betur af bensíngjöfinni og á meðan settu gestirnir frá Makedóníu í fimmta gír og keyrðu yfir heimakonur hvað eftir annað og voru skyndilega komnar 5 mörkum yfir. Sóknarleikur KA/Þór var einhæfur og lítið gekk upp. Gestirnir fengu nokkur ódýr hraðaupphlaup og þegar hálfleiksflautið gall var staðan 16-8 gestunum í vil og róðurinn þungur fyrir heimakonur. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik þar sem gestirnir héldu heimakonum áfram í góðri fjarlægð og varð munurinn mest 12 mörk. KA/Þór nýtti seinni hálfleikinn í að rúlla á hópnum og fengu ófár ungar stelpur að spila sínar fyrstu mínútur í Evrópuleik sem er auðvitað frábær reynsla fyrir þær. Leiknum lauk með 34-23 sigri Gjorche Petrov sem fer áfram í þriðju umerð keppninnar. Af hverju vann Gjorche Petrov? Þær voru miklu betri í dag og létu aldrei gott forskot sitt af hendi sem þær náðu seinni hluta fyrri hálfleiks. Hverjar stóðu upp úr? Emilijana Rizoska átti frábæran leik og skoraði 10 mörk úr 10 skotum. Næstar á eftir henni voru þær Ana Marija Kolarovska og Milica Nikolik með sex mörk hvor. Hjá KA/Þór var Nathlia Soares markahæst með sjö mörk. Hildur Lilja Jónsdóttir skoraði 6 mörk og átti flottan leik. Matea Lonac var eins og í gær flott í markinu og varði 14 bolta sem gerir 30% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA/Þór var afar flatur og einhæfur og þarf að bæta hann mikið fyrir veturinn framundan. Hvað gerist næst? Gjorche Petrov fer áfram í þriðju umferð keppninnar. KA/Þór er hins vegar dottið úr leik en næsti deildarleikur liðsins er laugardaginn 15. október í KA-heimilinu á móti Selfoss. Handbolti KA Þór Akureyri
Norður-Makedónsku meistararnir í Gjorche Petrov unnu öruggan 11 marka sigur á KA/Þór í seinni leik liðanna í Evrópubikar kvenna í KA-heimilinu í kvöld. Liðin gerðu jafntefli í gær en gestirnir voru miklu betri í dag og náðu góðu forskoti strax í fyrri hálfleik. Lokatölur 34-23 og KA/Þór þar af leiðandi úr leik. Líkt og í gær tók það hátt í fimm mínútur að fá mark í leikinn og voru það heimakonur sem skoruðu fyrsta markið og komust í framhaldinu 3-1 yfir. Eftir þetta stigu leikmenn KA/Þór heldur betur af bensíngjöfinni og á meðan settu gestirnir frá Makedóníu í fimmta gír og keyrðu yfir heimakonur hvað eftir annað og voru skyndilega komnar 5 mörkum yfir. Sóknarleikur KA/Þór var einhæfur og lítið gekk upp. Gestirnir fengu nokkur ódýr hraðaupphlaup og þegar hálfleiksflautið gall var staðan 16-8 gestunum í vil og róðurinn þungur fyrir heimakonur. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik þar sem gestirnir héldu heimakonum áfram í góðri fjarlægð og varð munurinn mest 12 mörk. KA/Þór nýtti seinni hálfleikinn í að rúlla á hópnum og fengu ófár ungar stelpur að spila sínar fyrstu mínútur í Evrópuleik sem er auðvitað frábær reynsla fyrir þær. Leiknum lauk með 34-23 sigri Gjorche Petrov sem fer áfram í þriðju umerð keppninnar. Af hverju vann Gjorche Petrov? Þær voru miklu betri í dag og létu aldrei gott forskot sitt af hendi sem þær náðu seinni hluta fyrri hálfleiks. Hverjar stóðu upp úr? Emilijana Rizoska átti frábæran leik og skoraði 10 mörk úr 10 skotum. Næstar á eftir henni voru þær Ana Marija Kolarovska og Milica Nikolik með sex mörk hvor. Hjá KA/Þór var Nathlia Soares markahæst með sjö mörk. Hildur Lilja Jónsdóttir skoraði 6 mörk og átti flottan leik. Matea Lonac var eins og í gær flott í markinu og varði 14 bolta sem gerir 30% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA/Þór var afar flatur og einhæfur og þarf að bæta hann mikið fyrir veturinn framundan. Hvað gerist næst? Gjorche Petrov fer áfram í þriðju umferð keppninnar. KA/Þór er hins vegar dottið úr leik en næsti deildarleikur liðsins er laugardaginn 15. október í KA-heimilinu á móti Selfoss.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik