Perez kom fyrstur í mark og Verstappen þarf að bíða eftir titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 16:48 Sergio Perez fagnaði sigri í Singapúr í dag. Edmond So/Eurasia Sport Images/Getty Images Sergio Perez, liðsmaður Red Bull, kom fyrstur í mark þegar kappaksturinn í Singapúr í Formúlu 1 fór fram í dag. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, hefði getað tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð með sigri í dag, en hann endaði sjöundi og þarf því að bíða með fagnaðarlætin. Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi. Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi.
Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira