Umfjöllun: Afturelding - Grótta 29-25 | Mosfellingar náðu loksins að brjóta ísinn Jón Már Ferro skrifar 29. september 2022 21:16 vísir/diego Afturelding vann Gróttu þegar líðin áttust við í hörkuleik í fjórðu umferð Olís deildar kara í handbolta að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 29 - 25 Aftureldingu í vil. Strax á fimmtu mínútu leiksins fékk Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, rautt spjald þegar hann braut á Þorsteini Leó Gunnarssyni, leikmanni Aftureldingar, er hann skoraði annað mark leiksins. Þorsteinn Leó lá óvígur eftir höggið og var skömmu seinna fluttur í burtu með sjúkrabíl. Þetta leit út fyrir að vera algjört óviljaverk hjá Birgi Steini sem var óumflýjanlega rekinn af velli. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var jafnræði með liðunum en heimamenn þó alltaf skrefi á undan. Undir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir þó yfir með einu marki og staðan var 12 – 13 í hálfleik. Áfram var jafnræði með liðunum rétt fram yfir 40. mínútu þegar heimamenn náðu forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Óumdeildur maður leiksins, Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar, sá til þess að gestirnir komust ekki nær heimamönnum en fjórum mörkum að lokum og fyrsti sigur Aftureldingar því staðreynd. Af hverju vann Afturelding? Brynjar Vignir, markmaður Aftureldingar varði oft á tíðum ótrúlega. Sérstaklega þegar leið á og endaði með yfir 40% markvörslu. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Vignir stóð upp úr án nokkurs vafa og á stóran þátt í sigri sinna manna. Í liði gestanna voru Lúðvík Ankelsson með 7 mörk og Theis Søndegård 6 mörk flottir en það dugði því miður ekki til fyrir Seltirninga. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að taka yfirhöndina framan af. Það gerðu þó Mosfellingar að lokum. Hvað gerist næst? Afturelding fer í Hafnarfjörðinn og mætir þar Haukum laugardaginn 8. október kl 18:00 á Ásvöllum. Grótta fer sömuleiðis í Hafnarfjörð og mætir FH í Kaplakrika kl 19:30 fimmtudaginn 6. október. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, var að vonum létt eftir fyrsta sigur sinna manna. „Þetta er léttir að brjóta ísinn. Ég skal alveg viðurkenna það, það er ekkert auðvelt að vera í spennu leikjum og vera ekki að fá það sem okkur finnst við eiga skilið.“ Þorsteinn Leó fór meiddur af velli þegar hann lenti illa eftir brot Birgis Steins. „Hann lendir illa, óviljaverk algjörlega. Ég auðvitað sé ekki brotið alveg nógu vel. Þetta er samt aðallega slæm lending. Þetta getur alveg verið smá tími sem hann er í burtu.“ Varnarleikur heimamanna var flottur eftir því sem leið á. Markvarslan var sömuleiðis frábær. Gunnar hrósaði sérstaklega Gunnari Malmqvist fyrir framgöngu sína varnarlega. „Það var frábært að fá Gunnar Malmqvist í vörnina. Það munaði miklu að fá hann þarna inn. Svo var Brynjar í markinu í seinni hálfleik. Hann kom okkur yfir hjallann að mínu mati og var stór þáttur í þessum sigri hjá okkur.“ Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum svekktur eftir leik. Hvað sagði hann um ástæðu tapsins? „Við lentum í smá basli sóknarlega að koma okkur í gegnum þá. Ég veit það eiginlega ekki, ég ætla ekki að fara þykjast vera búinn að kryfja þennan leik. Þetta var hetjuleg barátta hjá strákunum,“ sagði Róbert um leikinn. „Ég sagði við þá fyrir leikinn og ég mun segja það við þá fyrir hvern einasta leik að leggja sig alla fram í þetta. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði þjálfari Gróttu enn fremur. Að mati Róberts var varnarleikur liðsins ekki nógu þéttur. „Þeir ná að teigja okkur aðeins varnarlega. Við vorum ekki nógu þéttir og þeir fá aðeins of auðveld mörk. Í sóknarleiknum vantaði meira flæði. Það koma svona skorpur þar sem kemur gott flot á boltann,“ sagði hann. Róbert var spurður hvort hann væri með einhverjar lausnir sóknarlega fyrir næsta leik. Svar hans var einfalt. „Já.“ En vildi svo ekki gefa upp meira. „Ég ætla ekki að segja þér það.“ Handbolti Olís-deild karla Afturelding Grótta
Afturelding vann Gróttu þegar líðin áttust við í hörkuleik í fjórðu umferð Olís deildar kara í handbolta að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 29 - 25 Aftureldingu í vil. Strax á fimmtu mínútu leiksins fékk Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, rautt spjald þegar hann braut á Þorsteini Leó Gunnarssyni, leikmanni Aftureldingar, er hann skoraði annað mark leiksins. Þorsteinn Leó lá óvígur eftir höggið og var skömmu seinna fluttur í burtu með sjúkrabíl. Þetta leit út fyrir að vera algjört óviljaverk hjá Birgi Steini sem var óumflýjanlega rekinn af velli. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var jafnræði með liðunum en heimamenn þó alltaf skrefi á undan. Undir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir þó yfir með einu marki og staðan var 12 – 13 í hálfleik. Áfram var jafnræði með liðunum rétt fram yfir 40. mínútu þegar heimamenn náðu forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Óumdeildur maður leiksins, Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar, sá til þess að gestirnir komust ekki nær heimamönnum en fjórum mörkum að lokum og fyrsti sigur Aftureldingar því staðreynd. Af hverju vann Afturelding? Brynjar Vignir, markmaður Aftureldingar varði oft á tíðum ótrúlega. Sérstaklega þegar leið á og endaði með yfir 40% markvörslu. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Vignir stóð upp úr án nokkurs vafa og á stóran þátt í sigri sinna manna. Í liði gestanna voru Lúðvík Ankelsson með 7 mörk og Theis Søndegård 6 mörk flottir en það dugði því miður ekki til fyrir Seltirninga. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að taka yfirhöndina framan af. Það gerðu þó Mosfellingar að lokum. Hvað gerist næst? Afturelding fer í Hafnarfjörðinn og mætir þar Haukum laugardaginn 8. október kl 18:00 á Ásvöllum. Grótta fer sömuleiðis í Hafnarfjörð og mætir FH í Kaplakrika kl 19:30 fimmtudaginn 6. október. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, var að vonum létt eftir fyrsta sigur sinna manna. „Þetta er léttir að brjóta ísinn. Ég skal alveg viðurkenna það, það er ekkert auðvelt að vera í spennu leikjum og vera ekki að fá það sem okkur finnst við eiga skilið.“ Þorsteinn Leó fór meiddur af velli þegar hann lenti illa eftir brot Birgis Steins. „Hann lendir illa, óviljaverk algjörlega. Ég auðvitað sé ekki brotið alveg nógu vel. Þetta er samt aðallega slæm lending. Þetta getur alveg verið smá tími sem hann er í burtu.“ Varnarleikur heimamanna var flottur eftir því sem leið á. Markvarslan var sömuleiðis frábær. Gunnar hrósaði sérstaklega Gunnari Malmqvist fyrir framgöngu sína varnarlega. „Það var frábært að fá Gunnar Malmqvist í vörnina. Það munaði miklu að fá hann þarna inn. Svo var Brynjar í markinu í seinni hálfleik. Hann kom okkur yfir hjallann að mínu mati og var stór þáttur í þessum sigri hjá okkur.“ Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum svekktur eftir leik. Hvað sagði hann um ástæðu tapsins? „Við lentum í smá basli sóknarlega að koma okkur í gegnum þá. Ég veit það eiginlega ekki, ég ætla ekki að fara þykjast vera búinn að kryfja þennan leik. Þetta var hetjuleg barátta hjá strákunum,“ sagði Róbert um leikinn. „Ég sagði við þá fyrir leikinn og ég mun segja það við þá fyrir hvern einasta leik að leggja sig alla fram í þetta. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði þjálfari Gróttu enn fremur. Að mati Róberts var varnarleikur liðsins ekki nógu þéttur. „Þeir ná að teigja okkur aðeins varnarlega. Við vorum ekki nógu þéttir og þeir fá aðeins of auðveld mörk. Í sóknarleiknum vantaði meira flæði. Það koma svona skorpur þar sem kemur gott flot á boltann,“ sagði hann. Róbert var spurður hvort hann væri með einhverjar lausnir sóknarlega fyrir næsta leik. Svar hans var einfalt. „Já.“ En vildi svo ekki gefa upp meira. „Ég ætla ekki að segja þér það.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik