Rafíþróttir

Tilþrifin: Kláruðu lotuna hér og NÚ

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liðsmenn NÚ eiga Elko tilþrif kvöldsins frá því í gær.
Liðsmenn NÚ eiga Elko tilþrif kvöldsins frá því í gær.

Ljósleiðaradeildin í CS:GO er hafin á nýjan leik og Vísir mun birta Elko tilþrif dagsins eftir hvern keppnisdag í allan vetur.

Það eru liðsmenn NÚ sem eiga tilþrif dagsins frá því í gærkvöldi þegar liðið mætti LAVA. NÚ hafði haft gott forskot frá því snemma leiks og liðið leiddi 10-5 í hálfleik.

LAVA nálgaðist andstæðinga sína hins vegar hægt og rólega í upphafi síðari hálfleiks, en í stöðunni 12-8, NÚ í vil, tóku liðsmenn NÚ sig saman og felldu hvern andtæðinginn á fætur öðrum á örskotsstundu.

Klippa: Elko tilþrifin: Kláruðu lotuna hér og NÚ





×