Rafíþróttir

Ljósleiðaradeildin í beinni: Fjögur lið í leit að sínum fyrsta sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
risi-ld-2022-games-1920x1080--ad888804-0932-4a3d-8896-d75a3689a667

Eins og önnur fimmtudagskvöld verður Ljósleiðaradeildin í CS:GO í beinni útsendingu hér á Vísi í kvöld. Alls fara fram þrjár viðureignir þar sem fjögur lið eru í leit að sínum fyrsta sigri.

Við hefjum leik klukkan 19:30 á viðureign LAVA og NÚ. LAVA er enn án sigurs eftir stórt tap gegn Þórsurum í fyrstu umferð, en NÚ vann nauman sigur gegn Fylki á sama tíma og er liðið því komið á blað.

Klukkan 20:30 er svo komið að viðureign Ármanns og nýliða Breiðabliks, en þar eru það nýliðarnir sem eru enn í leit að sínum fyrsta sigri eftir tap gegn Ljósleiaðaradeildarmeisturum Dusty í fyrstu umferð.

Það er svo viðureign Ten5ion og Fylkis sem lokar kvöldinu klukkan 21:30. Bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu, Ten5ion gegn SAGA og Fylkir gegn NÚ.

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.






×