Umfjöllun: Hörður-KA 27-31 | Fyrsti heimaleikur Harðar í efstu deild endaði með tapi Jón Már Ferro skrifar 22. september 2022 20:42 KA vann góðan fjögurra marka sigur í fyrsta leiknum á Ísafirði í efstu deild í handbolta. Vísir/Vilhelm Hörður á Ísafirði spilaði sinn fyrsta heimaleik í efstu deild er KA mætti í heimsókn vestur á firði í kvöld. Gestirnir höfðu forystuna frá upphafi til enda og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-31. Fyrsta mark leiksins skoruðu heimamenn, þar var að verki Mikel Aristi. Eftir það komust gestirnir fljótlega í forystu sem þeir áttu eftir að halda til leiksloka. KA náði 5 marka forystu eftir 12.mínútur og juku hana í 7 mörk þegar 17.mínútur voru búnar, 7 – 14 var staðan orðin. Heimamenn áttu erfitt með að brúa það bil en fóru þó einungis 5 mörkum undir inn í hálfeik, 15 – 20. Varnarleikur þeirra var langt frá því að vera nógu góður í fyrri hálfleiknum.Heimamenn komu út í seinni hálfleikinn mun ákveðnari í varnarleik sínum og því þurftu gestirnir að hafa meira fyrir hverju marki. Þá var sóknarleikurinn að vefjast fyrir Ísfirðingum, því eftir tæpar 20.mínútur í seinni hálfleik voru þeir einungis búnir að skora 5 mörk og staðan orðin 20 – 28 fyrir KA. Þarna var orðið ljóst að heimamenn þyrftu á kraftaverki að halda ætluðu þeir sér að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild á heimavelli. Það gerðu þeir ekki en löguðu þó markamuninn og á endanum unnu gestirnir einungis fjögurra marka sigur, 27 – 31. Afhverju vann KA? Hörður varðist ekki nógu vel í kvöld til að eiga möguleika á sigri gegn sterkum KA-mönnum. Gestirnir sýndu á köflum mikil gæði og gerðu það sem til þurfti til að fara með stigin tvö heim til Akureyrar. Hverjir stóðu upp úr? Í liði heimamanna voru það Mikel Aristi og Jón Ómar sem skoruðu báðir 6 mörk. Svo var markmaðurinn Ronalds Lebedevs einnig fínn með 9 varða bolta og tókst meira að segja að skora í lok leiks. Hjá gestunum var Einar Rafn Eiðsson bestur og skoraði 9 mörk. Dagur Gautason lagði einnig sitt af mörkum fyrir KA og skoraði 7 mörk. Í marki KA var Nicholas Satchwell góður og var með meira en 40% markvörslu og gerði nýliðunum erfitt fyrir. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að tapa leiknum ekki með meiri mun þá var varnarleikurinn ekki að ganga hjá heimamönnum sem fengu allt of mörg mörk á sig í fyrri hálfleik. Síðan klúðruðu heimamenn einnig góðum færum á tímapunktum sem þeir hefðu getað komist nær KA. Hvað gerist næst? KA fer í heimsókn á Hlíðarenda fimmtudaginn 29.september og mætir þar Val klukkan 18:00. Sama dag fer Hörður í heimsókn í Skógarselið og mætir ÍR klukkan 19:40. Olís-deild karla Hörður KA
Hörður á Ísafirði spilaði sinn fyrsta heimaleik í efstu deild er KA mætti í heimsókn vestur á firði í kvöld. Gestirnir höfðu forystuna frá upphafi til enda og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-31. Fyrsta mark leiksins skoruðu heimamenn, þar var að verki Mikel Aristi. Eftir það komust gestirnir fljótlega í forystu sem þeir áttu eftir að halda til leiksloka. KA náði 5 marka forystu eftir 12.mínútur og juku hana í 7 mörk þegar 17.mínútur voru búnar, 7 – 14 var staðan orðin. Heimamenn áttu erfitt með að brúa það bil en fóru þó einungis 5 mörkum undir inn í hálfeik, 15 – 20. Varnarleikur þeirra var langt frá því að vera nógu góður í fyrri hálfleiknum.Heimamenn komu út í seinni hálfleikinn mun ákveðnari í varnarleik sínum og því þurftu gestirnir að hafa meira fyrir hverju marki. Þá var sóknarleikurinn að vefjast fyrir Ísfirðingum, því eftir tæpar 20.mínútur í seinni hálfleik voru þeir einungis búnir að skora 5 mörk og staðan orðin 20 – 28 fyrir KA. Þarna var orðið ljóst að heimamenn þyrftu á kraftaverki að halda ætluðu þeir sér að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild á heimavelli. Það gerðu þeir ekki en löguðu þó markamuninn og á endanum unnu gestirnir einungis fjögurra marka sigur, 27 – 31. Afhverju vann KA? Hörður varðist ekki nógu vel í kvöld til að eiga möguleika á sigri gegn sterkum KA-mönnum. Gestirnir sýndu á köflum mikil gæði og gerðu það sem til þurfti til að fara með stigin tvö heim til Akureyrar. Hverjir stóðu upp úr? Í liði heimamanna voru það Mikel Aristi og Jón Ómar sem skoruðu báðir 6 mörk. Svo var markmaðurinn Ronalds Lebedevs einnig fínn með 9 varða bolta og tókst meira að segja að skora í lok leiks. Hjá gestunum var Einar Rafn Eiðsson bestur og skoraði 9 mörk. Dagur Gautason lagði einnig sitt af mörkum fyrir KA og skoraði 7 mörk. Í marki KA var Nicholas Satchwell góður og var með meira en 40% markvörslu og gerði nýliðunum erfitt fyrir. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að tapa leiknum ekki með meiri mun þá var varnarleikurinn ekki að ganga hjá heimamönnum sem fengu allt of mörg mörk á sig í fyrri hálfleik. Síðan klúðruðu heimamenn einnig góðum færum á tímapunktum sem þeir hefðu getað komist nær KA. Hvað gerist næst? KA fer í heimsókn á Hlíðarenda fimmtudaginn 29.september og mætir þar Val klukkan 18:00. Sama dag fer Hörður í heimsókn í Skógarselið og mætir ÍR klukkan 19:40.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik