„Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 08:31 Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Herði en ekkert sérstaklega sáttur með þann seinni. vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9. Í seinni hálfleik jöfnuðust leikar en sigur Valsmanna var aldrei í neinni einustu hættu og á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 38-28. „Ég er mjög ánægður hvernig við mættum til leiks og með fyrri hálfleikinn. Við gerðum of mörg mistök og hefðum getað verið með meiri forystu en að sama skapi er ég ekkert ánægður með seinni hálfleikinn. Við duttum niður á of lágt plan en þetta eru tvö stig og það var ekkert meira í boði,“ sagði Snorri við Vísi í leikslok. Valsmenn spiluðu 5-1 vörn í fyrri hálfleik með Aron Dag Pálsson fyrir framan. Það gaf góða raun og öflug vörn skilaði fimmtán hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleiknum. „Ég reyni að spila báðar varnir og það var engin svakaleg pæling á bak við það. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið. Auðvitað hafði ég kynnt mér það og fengið hjálp við það en þetta er óþægilegur andstæðingur í þeirra fyrsta leik,“ sagði Snorri. Harðarmenn áttu ekki möguleika í fyrri hálfleik en urðu betri eftir því sem á leið seinni hálfleikinn.vísir/hulda margrét Hann var ekki á því að einbeitingin hefði fjarað út hjá Valsmönnum í seinni hálfleik. „Menn voru allir af vilja gerðir. En við notuðum uppstillingar sem við erum kannski ekki vanir að nota og gáfum mönnum tækifæri. Þetta riðlaðist aðeins en þeir voru bara betri og kannski búnir að hlaupa af sér hornin,“ sagði Snorri. „Skrekkurinn var farinn og þeir sýndu líka góða takta. Við megum ekki taka það af þeim. Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur.“ Olís-deild karla Valur Hörður Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Sjá meira
Í seinni hálfleik jöfnuðust leikar en sigur Valsmanna var aldrei í neinni einustu hættu og á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 38-28. „Ég er mjög ánægður hvernig við mættum til leiks og með fyrri hálfleikinn. Við gerðum of mörg mistök og hefðum getað verið með meiri forystu en að sama skapi er ég ekkert ánægður með seinni hálfleikinn. Við duttum niður á of lágt plan en þetta eru tvö stig og það var ekkert meira í boði,“ sagði Snorri við Vísi í leikslok. Valsmenn spiluðu 5-1 vörn í fyrri hálfleik með Aron Dag Pálsson fyrir framan. Það gaf góða raun og öflug vörn skilaði fimmtán hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleiknum. „Ég reyni að spila báðar varnir og það var engin svakaleg pæling á bak við það. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið. Auðvitað hafði ég kynnt mér það og fengið hjálp við það en þetta er óþægilegur andstæðingur í þeirra fyrsta leik,“ sagði Snorri. Harðarmenn áttu ekki möguleika í fyrri hálfleik en urðu betri eftir því sem á leið seinni hálfleikinn.vísir/hulda margrét Hann var ekki á því að einbeitingin hefði fjarað út hjá Valsmönnum í seinni hálfleik. „Menn voru allir af vilja gerðir. En við notuðum uppstillingar sem við erum kannski ekki vanir að nota og gáfum mönnum tækifæri. Þetta riðlaðist aðeins en þeir voru bara betri og kannski búnir að hlaupa af sér hornin,“ sagði Snorri. „Skrekkurinn var farinn og þeir sýndu líka góða takta. Við megum ekki taka það af þeim. Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur.“
Olís-deild karla Valur Hörður Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik