Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 07:41 Bandaríkjamaðurinn Yvon Chouinard stofnaði útivistarfatnaðarframleiðandann Patagonia árið 1973. Hér er hann í einni verslun sinni árið 1993. Getty Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. Hinn 83 ára Chouinard segist vona að með þessu nýja eigendafyrirkomulagi verði hægt að tryggja að allur hagnaður fyrirtækisins, sem fari ekki í uppbyggingu þess, renni til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Áætlar hann að um 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar íslenskra króna, muni þannig renna til baráttunnar á ári hverju. BBC segir frá því að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1973 og að tekjur þess á síðasta ári hafi numið um 1,5 milljarði Bandaríkjadala. Þá er talið að auðævi Chouinard hafi numið um 1,2 milljarði Bandaríkjadala, um 168 milljarðar íslenskra króna. „Þrátt fyrir mikilleika þess þá eru auðlindir jarðar ekki óendanlegar, og það má ljóst vera að við höfum gengið umfram þanþol,“ sagði Chouinard þegar hann rökstuddi ákvörðun sína að gefa fyrirtækið frá sér. „Í stað þess að kreista verðmæti úr náttúrunni og umbreyta í auð, þá erum við að nýta þann auð sem Patagonia skapar til að vernda uppsprettuna.“ Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, hefur síðustu ár gefið um prósent af árlegum hagnaði til grasrótarsamtaka sem vinna að sjálfbærni. Bandaríkin Tíska og hönnun Fjallamennska Loftslagsmál Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hinn 83 ára Chouinard segist vona að með þessu nýja eigendafyrirkomulagi verði hægt að tryggja að allur hagnaður fyrirtækisins, sem fari ekki í uppbyggingu þess, renni til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Áætlar hann að um 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar íslenskra króna, muni þannig renna til baráttunnar á ári hverju. BBC segir frá því að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1973 og að tekjur þess á síðasta ári hafi numið um 1,5 milljarði Bandaríkjadala. Þá er talið að auðævi Chouinard hafi numið um 1,2 milljarði Bandaríkjadala, um 168 milljarðar íslenskra króna. „Þrátt fyrir mikilleika þess þá eru auðlindir jarðar ekki óendanlegar, og það má ljóst vera að við höfum gengið umfram þanþol,“ sagði Chouinard þegar hann rökstuddi ákvörðun sína að gefa fyrirtækið frá sér. „Í stað þess að kreista verðmæti úr náttúrunni og umbreyta í auð, þá erum við að nýta þann auð sem Patagonia skapar til að vernda uppsprettuna.“ Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, hefur síðustu ár gefið um prósent af árlegum hagnaði til grasrótarsamtaka sem vinna að sjálfbærni.
Bandaríkin Tíska og hönnun Fjallamennska Loftslagsmál Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira