Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 15:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ekkert danskt við súkkulaðihúðaðan lakkrís. Hann sé jafn íslenskur og álfar og jöklar. Vísir/Vilhelm/Lakrids by Bülow Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. Í gær fjallaði Vísir um kynningartexta sem danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow hefur stuðst við, þar sem sagði að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hefði árið 2009 fengið þá snjöllu hugmynd að blanda saman lakkrís og súkkulaði. Honum hafi verið sagt að það væri, einfaldlega, ekki hægt. Hann hafi hins vegar sýnt efasemdarmönnum í tvo heimana og gert nákvæmlega það. Bent hefur verið á að saga súkkulaðihúðaðs lakkríss sé ögn lengri en 13 ár. Það gerði framkvæmdastjóri Freyju, Pétur Thor Gunnarsson, meðal annars, og benti á að sambland lakkríss og súkkulaðis mætti kalla áratugagamla hefð hér á landi. Danir væru þarna að reyna að eigna sér heiðurinn af þeirri hefð. Í morgun birtist síðan tíst frá aðgangi danska sælgætisframleiðandans, þar sem gengist var við því að um væri að ræða íslenska nammihefð, og unnið væri að breytingum á kynningartextanum. Súkkulaði og lakkrís jafn íslenskt og jöklar og álfar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur nú blandað sér í málið. Í svari við tísti Lakrids by Bülow segir hann súkkulaðihúðaðan lakkrís vera jafn íslenskan og „jöklar og álfar, eldfjöll og fossar.“ „Ekkert danskt við það, með fullri virðingu. Prófið frekar að setja súkkulaði á ykkar ástkæra smurbrauð eða svínasteik, kæru dönsku vinir. Það gæti verið eitthvað,“ skrifar forsetinn á sínum opinbera reikningi. Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022 Ljóst er að forsetinn gat ekki látið það átölulaust að fólk velktist í vafa um uppruna súkkulaðihúðaðs lakkríss, miðað við þessi orð. Raunar herma heimildir fréttastofu að Guðni sé mikill aðdándi íslensks lakkríss, og hafi meðal annars boðið upp á hann í samkvæmum tengdum útgáfu á bókum hans. Því standi málið honum nær en ella. Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um kynningartexta sem danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow hefur stuðst við, þar sem sagði að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hefði árið 2009 fengið þá snjöllu hugmynd að blanda saman lakkrís og súkkulaði. Honum hafi verið sagt að það væri, einfaldlega, ekki hægt. Hann hafi hins vegar sýnt efasemdarmönnum í tvo heimana og gert nákvæmlega það. Bent hefur verið á að saga súkkulaðihúðaðs lakkríss sé ögn lengri en 13 ár. Það gerði framkvæmdastjóri Freyju, Pétur Thor Gunnarsson, meðal annars, og benti á að sambland lakkríss og súkkulaðis mætti kalla áratugagamla hefð hér á landi. Danir væru þarna að reyna að eigna sér heiðurinn af þeirri hefð. Í morgun birtist síðan tíst frá aðgangi danska sælgætisframleiðandans, þar sem gengist var við því að um væri að ræða íslenska nammihefð, og unnið væri að breytingum á kynningartextanum. Súkkulaði og lakkrís jafn íslenskt og jöklar og álfar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur nú blandað sér í málið. Í svari við tísti Lakrids by Bülow segir hann súkkulaðihúðaðan lakkrís vera jafn íslenskan og „jöklar og álfar, eldfjöll og fossar.“ „Ekkert danskt við það, með fullri virðingu. Prófið frekar að setja súkkulaði á ykkar ástkæra smurbrauð eða svínasteik, kæru dönsku vinir. Það gæti verið eitthvað,“ skrifar forsetinn á sínum opinbera reikningi. Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022 Ljóst er að forsetinn gat ekki látið það átölulaust að fólk velktist í vafa um uppruna súkkulaðihúðaðs lakkríss, miðað við þessi orð. Raunar herma heimildir fréttastofu að Guðni sé mikill aðdándi íslensks lakkríss, og hafi meðal annars boðið upp á hann í samkvæmum tengdum útgáfu á bókum hans. Því standi málið honum nær en ella.
Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27