„Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2022 19:13 Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Árásin var gerð fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í mars. Meðal sönnunargagna í málinu voru myndbönd af árásinni sem birt voru í fjölmiðlum. Nú fyrir helgi var svo árásarmaðurinn, Daniel Zambrana Aquilar 23 ára, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás - og samverkamaður hlaut þriggja mánaða skilorð. Miskunnarlaus andlit árásarmannanna Daníel var hins vegar sýknaður af tilraun til manndráps. Bjarnheiði Öldu Lárusdóttur, móður unga mannsins sem ráðist var á, blöskrar sú niðurstaða. Hún lítur á árásina sem hreina manndrápstilraun. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ segir Bjarnheiður Alda. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Viðtalið við Bjarnheiði Öldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Bolurinn sem sonur Bjarnheiðar Öldu klæddist þegar ráðist var á hann. „Heldur ekki vatni“ Bjarnheiður Alda telur allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hafi verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá bendir hún á að dómari hafi talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni.“ Hún spyr hvaða skilaboð verið sé að senda út í samfélagið að veita árásarmönnunum ekki þyngri dóm. Hún skorar á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar. „Það gerir mig bara reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona með þessum dómi.“ Reykjavík Dómsmál Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Árásin var gerð fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í mars. Meðal sönnunargagna í málinu voru myndbönd af árásinni sem birt voru í fjölmiðlum. Nú fyrir helgi var svo árásarmaðurinn, Daniel Zambrana Aquilar 23 ára, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás - og samverkamaður hlaut þriggja mánaða skilorð. Miskunnarlaus andlit árásarmannanna Daníel var hins vegar sýknaður af tilraun til manndráps. Bjarnheiði Öldu Lárusdóttur, móður unga mannsins sem ráðist var á, blöskrar sú niðurstaða. Hún lítur á árásina sem hreina manndrápstilraun. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ segir Bjarnheiður Alda. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Viðtalið við Bjarnheiði Öldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Bolurinn sem sonur Bjarnheiðar Öldu klæddist þegar ráðist var á hann. „Heldur ekki vatni“ Bjarnheiður Alda telur allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hafi verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá bendir hún á að dómari hafi talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni.“ Hún spyr hvaða skilaboð verið sé að senda út í samfélagið að veita árásarmönnunum ekki þyngri dóm. Hún skorar á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar. „Það gerir mig bara reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona með þessum dómi.“
Reykjavík Dómsmál Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26