Missti báða fótleggina eftir slys á Tröllaskaga Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 23:03 Fjallaskíðamaður í nágrenni Dalvíkur. Getty Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða. Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað. Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað.
Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07