Grosse Freiheit: Mikil refsing Heiðar Sumarliðason skrifar 7. ágúst 2022 11:27 Hans og Leo hjúfra sig upp að hvor öðrum. Grosse Freiheit var frumsýnd á RIFF en Bíó Paradís hefur nú tekið hana til almennra sýninga. Það var í raun algjör tilviljun að ég gekk svo gott sem beint inn í Bíó Paradís eftir að hafa verið viðstaddur gleðigönguna og settist inn í sal 1 og horfði á Grosse Freiheit. Þetta er þó mjög viðeigandi enda er aðalpersónan, Hans Hoffmann, samkynhneigður Þjóðverji sem þarf að þola gegnumgangandi fangelsisvist vegna samneytis með öðrum karlmönnum. Hann er inn og út úr fangelsi, fyrst eru það nasistar sem húðflúra hann og setja í fangabúðir og svo er hann handtekinn á almenningsklósetti sem samkynhneigðir menn hittast á. Það var hin grimma lagagrein 175 í þýskum lögum sem gerði kynferðissamneyti á milli karlmanna ólöglegt. Henni var komið á árið 1871 og var ekki fyllilega afnumin fyrr en árið 1994, þó hún hafi verið að mestu aflögð árið 1969. Það var þó mestmegnis á valdatíma nasista sem lagagerðinni var framfylgt af offorsi og náði hápunkti skömmu fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldar, líkt og sjá má á línuritinu að neðan. Talað er um þann tíma sem mest ofsóknatímabil gagnvart samkynhneigðum körlum í sögu heimsins. Nasistar einbeittu sér m.a. að því að fangelsa samkynhneigða karlmenn. Nýkominn úr gleðigöngunni Hafandi verið nýkominn inn úr gleðigöngunni var ég hálfpartinn með samviskubit þegar ég kom út af myndinni, því mér fannst hún svo yfirgengilega...já, leiðinleg. Ef markmið Sebastian Meise var að láta mér líða líkt og ég væri með Hoffmann í fangelsinu, þá gekk það allavega upp. Fangarnir fylgjast með tungl lendingu Bandaríkjamanna Ég hreinlega skil ekki sagnamennskuna sem hér er boðið upp á. Það er líkt og Meise hafi enga þekkingu á því hvernig skal halda áhorfendum við efnið, eða hreinlega hafi ekki áhuga á því. Lítur höfundurinn á það þannig að umfjöllunarefnið sé svo alvarlegt að það megi ekki beita neinum stílbrögðum sem mögulega geti fengið áhorfendur til að gleyma stund og stað. Alltof lengi reynir hann hvorki að skapa samhygð eða eftirvæntingu, svo geymir hann þær senur sem hafa áhrif þar til í síðasta fjórðungi. Það var hins vegar orðið of seint, hann var fyrir löngu búinn að tapa mér. Gjá milli þings og þjóðar Einkunn myndarinnar á Metacritic er heilir 89, því er ég hugsi yfir því hvað þeir gagnrýnendur eru að sjá og hvort ég sé að missa af einhverju. Kannski þykir sumum rýnum nóg að kvikmynd sé vönduð, því það verður ekki tekið af Grosse Freiheit. Hún er ótrúlega vel leikin, kvikmynduð og klippt. Svo raunveruleg er hún að mér leið hreinlega eins og ég væri þarna með þeim í fangelsinu, en mikið ógurlega leiddist mér. Það er reyndar oft þannig að evrópskar kvikmyndir sem fá dóma sem eru í kringum 90 á Metacritic eiga það sameiginlegt að vera hrútleiðinlegar. Það er einhver kreðsa þarna úti sem kann að meta það sem er á boðstólum. Ég er bara ekki einn þeirra og ég held að þorri fólks sé sömu skoðunar, sem sennilega sannaðist á því að við vorum bara þrjú í salnum. Það vill reyndar oft vera þegar gjá er milli áhorfendaeinkunnar og einkunna gagnrýnenda, að það er vegna þess að stórum hluta áhorfenda leiðist (a.m.k. samkvæmt minni óvísindalegu rannsókn), en áhorfendaeinkunnin á Imdb.com er 7,5. Þó er það þannig miðað við heildar gagnrýnendadómana sem Grosse Freiheit hefur fengið, að hún er greinilega fyrir einhverja, ég bara veit ekki hverja, né hvað þeir sjá við hana. Ég efast um að hún hefði fengið þá styrki og fjármögnun sem raun ber vitni ef erindið væri ekki svona mikið, því skemmtanagildið er ekkert. Það er að minnsta kosti mín skoðun að kvikmyndir eigi draga áhorfandann inn, svo hann gleymi stund og stað, það er því miður lítið um slíkt hér. Þetta er umfjöllunarefni sem á skilið áhugaverðari meðferð. Niðurstaða: Grosse Freiheit nær ekki tengingu. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það var í raun algjör tilviljun að ég gekk svo gott sem beint inn í Bíó Paradís eftir að hafa verið viðstaddur gleðigönguna og settist inn í sal 1 og horfði á Grosse Freiheit. Þetta er þó mjög viðeigandi enda er aðalpersónan, Hans Hoffmann, samkynhneigður Þjóðverji sem þarf að þola gegnumgangandi fangelsisvist vegna samneytis með öðrum karlmönnum. Hann er inn og út úr fangelsi, fyrst eru það nasistar sem húðflúra hann og setja í fangabúðir og svo er hann handtekinn á almenningsklósetti sem samkynhneigðir menn hittast á. Það var hin grimma lagagrein 175 í þýskum lögum sem gerði kynferðissamneyti á milli karlmanna ólöglegt. Henni var komið á árið 1871 og var ekki fyllilega afnumin fyrr en árið 1994, þó hún hafi verið að mestu aflögð árið 1969. Það var þó mestmegnis á valdatíma nasista sem lagagerðinni var framfylgt af offorsi og náði hápunkti skömmu fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldar, líkt og sjá má á línuritinu að neðan. Talað er um þann tíma sem mest ofsóknatímabil gagnvart samkynhneigðum körlum í sögu heimsins. Nasistar einbeittu sér m.a. að því að fangelsa samkynhneigða karlmenn. Nýkominn úr gleðigöngunni Hafandi verið nýkominn inn úr gleðigöngunni var ég hálfpartinn með samviskubit þegar ég kom út af myndinni, því mér fannst hún svo yfirgengilega...já, leiðinleg. Ef markmið Sebastian Meise var að láta mér líða líkt og ég væri með Hoffmann í fangelsinu, þá gekk það allavega upp. Fangarnir fylgjast með tungl lendingu Bandaríkjamanna Ég hreinlega skil ekki sagnamennskuna sem hér er boðið upp á. Það er líkt og Meise hafi enga þekkingu á því hvernig skal halda áhorfendum við efnið, eða hreinlega hafi ekki áhuga á því. Lítur höfundurinn á það þannig að umfjöllunarefnið sé svo alvarlegt að það megi ekki beita neinum stílbrögðum sem mögulega geti fengið áhorfendur til að gleyma stund og stað. Alltof lengi reynir hann hvorki að skapa samhygð eða eftirvæntingu, svo geymir hann þær senur sem hafa áhrif þar til í síðasta fjórðungi. Það var hins vegar orðið of seint, hann var fyrir löngu búinn að tapa mér. Gjá milli þings og þjóðar Einkunn myndarinnar á Metacritic er heilir 89, því er ég hugsi yfir því hvað þeir gagnrýnendur eru að sjá og hvort ég sé að missa af einhverju. Kannski þykir sumum rýnum nóg að kvikmynd sé vönduð, því það verður ekki tekið af Grosse Freiheit. Hún er ótrúlega vel leikin, kvikmynduð og klippt. Svo raunveruleg er hún að mér leið hreinlega eins og ég væri þarna með þeim í fangelsinu, en mikið ógurlega leiddist mér. Það er reyndar oft þannig að evrópskar kvikmyndir sem fá dóma sem eru í kringum 90 á Metacritic eiga það sameiginlegt að vera hrútleiðinlegar. Það er einhver kreðsa þarna úti sem kann að meta það sem er á boðstólum. Ég er bara ekki einn þeirra og ég held að þorri fólks sé sömu skoðunar, sem sennilega sannaðist á því að við vorum bara þrjú í salnum. Það vill reyndar oft vera þegar gjá er milli áhorfendaeinkunnar og einkunna gagnrýnenda, að það er vegna þess að stórum hluta áhorfenda leiðist (a.m.k. samkvæmt minni óvísindalegu rannsókn), en áhorfendaeinkunnin á Imdb.com er 7,5. Þó er það þannig miðað við heildar gagnrýnendadómana sem Grosse Freiheit hefur fengið, að hún er greinilega fyrir einhverja, ég bara veit ekki hverja, né hvað þeir sjá við hana. Ég efast um að hún hefði fengið þá styrki og fjármögnun sem raun ber vitni ef erindið væri ekki svona mikið, því skemmtanagildið er ekkert. Það er að minnsta kosti mín skoðun að kvikmyndir eigi draga áhorfandann inn, svo hann gleymi stund og stað, það er því miður lítið um slíkt hér. Þetta er umfjöllunarefni sem á skilið áhugaverðari meðferð. Niðurstaða: Grosse Freiheit nær ekki tengingu.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira