Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 07:01 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, á ekki von á verðlækkunum á húsnæðismarkaði. Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum. Verðbólgan og fasteignaverð haldast áfram í hendur en verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí og hefur ekki verið hærri frá því í september 2009. Þá er viðbúið að hún hækki enn frekar, að sögn Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Íslandsbanka. „Við erum að gera ráð fyrir að hún nái hámarki núna í ágúst og september, verði svona þá í hæstu gildunum, og taki svo að hjaðna mjög hægt reyndar og verði svolítið mikil bara út spátímann. Við erum að spá út 2024,“ segir Bergþóra. Ólíklegt að húsnæðisverð lækki Þó húsnæðisverð hafi sömuleiðis hækkað hratt virðist sem dregið hafi úr hækkunartaktinum. Halldór Kári Sigurðarson, hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu, sagði ljóst í aðsendri grein á Vísi í dag að húsnæðisverðslækkanir væru raunhæfur möguleiki á seinna hluta ársins. Bergþóra segir þau ekki hafa áhyggjur af því, þó ekki sé hægt að útiloka neitt og nefnir til að mynda sömu dæmi og Halldór um lækkanir í Ástralíu og Svíþjóð. „En við teljum það vera frekar ólíklegt miðað við stöðuna hér í dag. Það gæti verið hins vegar að við sjáum einhverjar raunverðslækkanir á fasteignamarkaði þegar hann fer að hægja á sér og við erum enn þá með mikla verðbólgu,“ segir hún. Það verði þó líklega ekki til lengri tíma þar sem verðbólgan muni hjaðna þegar fasteignamarkaðurinn hægir á sér. „Þótt við sjáum mögulega einhverjar raunverðslækkanir í einhverja mánuði, þá skiptir það ekki máli í stóra samhenginu, við erum ekki að búast við því að fasteignamarkaðurinn sé að fara að lækka á ársgrundvelli, heldur mögulega bara einhverja mánuði,“ segir Bergþóra. Markaðurinn nái vonandi jafnvægi um mitt næsta ár Þá muni aðgerðir sem stjórnvöld gripu til á endanum hafa áhrif til að kæla markaðinn auk þess sem það er fyrirsjáanlegt að framboð muni fara að aukast strax í lok þessa árs. „Hertari lántökuskilyrði sem Seðlabankinn setti á, hærri vextir og svo aukið framboð, þetta svona hjálpar allt saman við að róa markaðinn og við erum svona að vonast til að hann komist í jafnvægi um mitt næsta ár,“ segir Bergþóra. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af bólu á markaðinum að svo stöddu. „Ef við náum tökum á fasteignamarkaðinum sem fyrst og hann fer svona aðeins að hægja á sér og róast, þá finnst okkur það alla vega frekar ólíklegt að fasteignamarkaðurinn taki dýfu,“ segir hún. Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Verðbólgan og fasteignaverð haldast áfram í hendur en verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí og hefur ekki verið hærri frá því í september 2009. Þá er viðbúið að hún hækki enn frekar, að sögn Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Íslandsbanka. „Við erum að gera ráð fyrir að hún nái hámarki núna í ágúst og september, verði svona þá í hæstu gildunum, og taki svo að hjaðna mjög hægt reyndar og verði svolítið mikil bara út spátímann. Við erum að spá út 2024,“ segir Bergþóra. Ólíklegt að húsnæðisverð lækki Þó húsnæðisverð hafi sömuleiðis hækkað hratt virðist sem dregið hafi úr hækkunartaktinum. Halldór Kári Sigurðarson, hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu, sagði ljóst í aðsendri grein á Vísi í dag að húsnæðisverðslækkanir væru raunhæfur möguleiki á seinna hluta ársins. Bergþóra segir þau ekki hafa áhyggjur af því, þó ekki sé hægt að útiloka neitt og nefnir til að mynda sömu dæmi og Halldór um lækkanir í Ástralíu og Svíþjóð. „En við teljum það vera frekar ólíklegt miðað við stöðuna hér í dag. Það gæti verið hins vegar að við sjáum einhverjar raunverðslækkanir á fasteignamarkaði þegar hann fer að hægja á sér og við erum enn þá með mikla verðbólgu,“ segir hún. Það verði þó líklega ekki til lengri tíma þar sem verðbólgan muni hjaðna þegar fasteignamarkaðurinn hægir á sér. „Þótt við sjáum mögulega einhverjar raunverðslækkanir í einhverja mánuði, þá skiptir það ekki máli í stóra samhenginu, við erum ekki að búast við því að fasteignamarkaðurinn sé að fara að lækka á ársgrundvelli, heldur mögulega bara einhverja mánuði,“ segir Bergþóra. Markaðurinn nái vonandi jafnvægi um mitt næsta ár Þá muni aðgerðir sem stjórnvöld gripu til á endanum hafa áhrif til að kæla markaðinn auk þess sem það er fyrirsjáanlegt að framboð muni fara að aukast strax í lok þessa árs. „Hertari lántökuskilyrði sem Seðlabankinn setti á, hærri vextir og svo aukið framboð, þetta svona hjálpar allt saman við að róa markaðinn og við erum svona að vonast til að hann komist í jafnvægi um mitt næsta ár,“ segir Bergþóra. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af bólu á markaðinum að svo stöddu. „Ef við náum tökum á fasteignamarkaðinum sem fyrst og hann fer svona aðeins að hægja á sér og róast, þá finnst okkur það alla vega frekar ólíklegt að fasteignamarkaðurinn taki dýfu,“ segir hún.
Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00