Samtökin '78 rekin á yfirdráttarláni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 21:00 Daníel er framkvæmdastjóri samtakanna. egill aðalsteinsson Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur. Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“ Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“
Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira