The Gray Man: Netflix kveikir í peningum Heiðar Sumarliðason skrifar 24. júlí 2022 14:56 Ryan Gosling skorinn, eins og svo oft áður. Netflix var ekkert að tvínóna við hlutina þegar gefið var grænt ljós á nýja mynd Russo-bræðra, sem hafa verið stórtækir leikstjórar í Avengers-heiminum. Heilum 200 milljónum dollara var splæst á herlegheitin og það sést hvert þær fóru, í sprengingar. Eftir á að hyggja hefði þó ekki verið slæm hugmynd að eyða eilítið meiri tíma og fé í að vinna handritið. Stöðugur straumur fanga í CIA Sagan fjallar um fanga, leikinn af Ryan Gosling, sem boðið er að gerast CIA-morðingi í skiptum fyrir að vera sleppt úr fangelsi; söguþráður sem er algjör faraldur í Hollywood þessa dagana (Black Bird frá Apple TV+ er þó að segja slíka sögu frábærlega). Eftir tilboðið er ekki staldrað við, heldur farið fram í tímann og okkar maður, sem hefur nú fengið nafnið Six, er við störf að drepa mann og annan fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna líkt og um var samið. Öllum að óvörum er hann hins vegar geggjað almennilegur náungi, sem drepur bara vonda menn, og neitar að skjóta fórnarlambið sem búið var að eyrnamerkja þar sem barn gæti orðið fyrir skoti í leiðinni. Þetta fer illa í hina raunverulegu vondu kalla, þessa hjá CIA (auðvitað eru þeir vondir), en þar sem Six er sá besti sem um getur nær hann samt að fella sinn mann (og ef ske kynni að við áttum okkur ekki á að hann sé sá besti, þá segja aðrar persónur okkur það ítrekað). Ana de Armas leikur einnig í myndinni. Það er auðvitað maðkur í mysunni, þar sem skotmarkið er annar launmorðingi á vegum CIA, sem Leyniþjónustan vill sjálf fella. Rétt áður en hann deyr lætur hann Six í té upplýsingar um hve vondir yfirmenn hans eru í raun og veru. Nú eru góð ráð dýr og Six kominn í sömu spor og maðurinn sem hann var að enda við að drepa. Þetta er ekki frumleg hugmynd, en það er úrvinnslan sem skiptir máli, hins vegar er ekki að finna einn þráð í handritinu sem ekki er illa endurunnið efni úr öðrum myndum. Ég veit ekki hvort þetta sé leti eða kjánaskapur af hálfu þeirra sem skrifa myndina, hvað sem það er þá er úrvinnslan fyrir neðan allar hellur. Avengers-teymi Joe Russo hefur dregið með sér Avengers-höfundana Christopher Marcus og Stephen McFeely í verkefnið. Þeir eru hér að gera mynd sem á að heiðra James Bond, Mission Impossible og 80´s hasarmyndir. Það er hins vegar ekki nóg, kvikmynd þarf að hafa eitthvað til brunns að bera sem er aðeins hennar eigið. Þetta kallar Six þriðjudag. Stærsti gallinn liggur í hvernig Six, persóna Goslings, er úr garði gerð. Það er líkt og höfundarnir séu svo hræddir við að okkur muni líka illa við persónuna að hún er sett í algjöra spennitreyju í upphafi sögunnar. Það felur í sér að við vitum ekkert um hana of lengi, svo er stráð örlítið af klisjum um fortíð hennar til að skapa samhygð (sem gengur ekki). Slík persónusköpun er á við það að leggja af stað í langferð upp á hálendi með bensínljósið blikkandi. Fyrsti leikþáttur kvikmynda er notaður til að skapa taug milli aðalpersónu og áhorfenda. Það er ekki hægt að gera það á miðri leið upp á fjall (ef mér leyfist að halda áfram með fjallaferðasamlíkinguna mína). Það er ofar mínum skilningi hvernig mönnum með, að því virðist, svona litla þekkingu á grundvallaratriðum persónusköpunar var fengið að skrifa handrit að jafn dýrri kvikmynd og þessari. Ég hálfpartinn trúi því varla. Það væri því áhugavert að sjá hvernig lokaútgáfa þeirra af handritinu leit út og hvort myndin hafi hreinlega verið klippt í spað eftir að tökum lauk. Það hefur svo sem gerst áður. 200 milljónirnar sjást The Gray Man er auðvitað ótrúlega vel gerð kvikmynd, enda ekki hægt að flaska á slíku með 200 milljónir dollara í farteskinu. Þegar ein af ótrúlega fallegum sviðsetningum myndarinnar átti sér stað hugsaði ég með mér hvað ég vildi óska þess að mér væri ekki algjörlega sama um allar persónurnar á skjánum. Það er t.d. stórkostlegur sekvens um miðja mynd, þar sem Six er hundeltur af alls kyns hyski í gegnum stræti Prag-borgar, sem lét mig um stund gleyma því hve slöpp kvikmynd The Gray Man er. Svo kláraðist hasarinn, persónurnar fóru aftur að tala saman og ég var á ný dreginn niður á jörðina (eða í svaðið). Það er aldrei góðs viti þegar kvikmynd sekkur um leið og persónurnar opna munninn. Það er líkt og handritið hafi verið skrifað á hundavaði og höfundarnir ætlað að gera eitthvað gott við það síðar, en gleymt því. Í hverri kringumstæðu fyrir sig er allt sem persónurnar láta út úr sér það ófrumlegasta og slappasta sem ég get ímyndað mér að þær geti sagt. Þó svo mögulegt sé að myndin hafi verið skemmd í klippinu, þá geta höfundarnir ekki falið sig bakvið það þegar kemur að hræðilegum díalógskrifum. Netflix í frjálsu falli The Gray Man fellur í flokk gjörsamlegra sálarlausra Netflix-hasarmynda með t.d. Extraction, Project Power og öllum Ryan Reynolds-myndunum sem streymis risinn hefur framleitt. Netflix-fólk þarf annað hvort að hysja upp um sig brækurnar, eða stjórn fyrirtækisins hreinlega að skipta út fólki, því mér dettur helst í hug að almennilegt gæðaeftirlit og miðstýringu skorti. Ef við berum t.d. saman Netflix við HBO, þá heyrir undatekninga til ef efni HBO er ekki í hæsta gæðaflokki, en er öfugt farið hjá Netflix; til undantekninga heyrir ef efnið frá þeim er yfir meðallagi. Það er því ekki skrítið að Netflix blæði áskrifendum. The Gray Man er líklegri til að skila fleiri uppsögnum á áskriftum en nýjum áhorfendum. Niðurstaða: Betur má ef duga skal, The Gray Man er ótrúlega flott, en heldur tilgangslaus og leiðinleg. Þessi mynd Russo-bræðra er vatn á myllu HBO Max, Apple TV+ og Disney+. Netflix er í frjálsu falli. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Eftir á að hyggja hefði þó ekki verið slæm hugmynd að eyða eilítið meiri tíma og fé í að vinna handritið. Stöðugur straumur fanga í CIA Sagan fjallar um fanga, leikinn af Ryan Gosling, sem boðið er að gerast CIA-morðingi í skiptum fyrir að vera sleppt úr fangelsi; söguþráður sem er algjör faraldur í Hollywood þessa dagana (Black Bird frá Apple TV+ er þó að segja slíka sögu frábærlega). Eftir tilboðið er ekki staldrað við, heldur farið fram í tímann og okkar maður, sem hefur nú fengið nafnið Six, er við störf að drepa mann og annan fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna líkt og um var samið. Öllum að óvörum er hann hins vegar geggjað almennilegur náungi, sem drepur bara vonda menn, og neitar að skjóta fórnarlambið sem búið var að eyrnamerkja þar sem barn gæti orðið fyrir skoti í leiðinni. Þetta fer illa í hina raunverulegu vondu kalla, þessa hjá CIA (auðvitað eru þeir vondir), en þar sem Six er sá besti sem um getur nær hann samt að fella sinn mann (og ef ske kynni að við áttum okkur ekki á að hann sé sá besti, þá segja aðrar persónur okkur það ítrekað). Ana de Armas leikur einnig í myndinni. Það er auðvitað maðkur í mysunni, þar sem skotmarkið er annar launmorðingi á vegum CIA, sem Leyniþjónustan vill sjálf fella. Rétt áður en hann deyr lætur hann Six í té upplýsingar um hve vondir yfirmenn hans eru í raun og veru. Nú eru góð ráð dýr og Six kominn í sömu spor og maðurinn sem hann var að enda við að drepa. Þetta er ekki frumleg hugmynd, en það er úrvinnslan sem skiptir máli, hins vegar er ekki að finna einn þráð í handritinu sem ekki er illa endurunnið efni úr öðrum myndum. Ég veit ekki hvort þetta sé leti eða kjánaskapur af hálfu þeirra sem skrifa myndina, hvað sem það er þá er úrvinnslan fyrir neðan allar hellur. Avengers-teymi Joe Russo hefur dregið með sér Avengers-höfundana Christopher Marcus og Stephen McFeely í verkefnið. Þeir eru hér að gera mynd sem á að heiðra James Bond, Mission Impossible og 80´s hasarmyndir. Það er hins vegar ekki nóg, kvikmynd þarf að hafa eitthvað til brunns að bera sem er aðeins hennar eigið. Þetta kallar Six þriðjudag. Stærsti gallinn liggur í hvernig Six, persóna Goslings, er úr garði gerð. Það er líkt og höfundarnir séu svo hræddir við að okkur muni líka illa við persónuna að hún er sett í algjöra spennitreyju í upphafi sögunnar. Það felur í sér að við vitum ekkert um hana of lengi, svo er stráð örlítið af klisjum um fortíð hennar til að skapa samhygð (sem gengur ekki). Slík persónusköpun er á við það að leggja af stað í langferð upp á hálendi með bensínljósið blikkandi. Fyrsti leikþáttur kvikmynda er notaður til að skapa taug milli aðalpersónu og áhorfenda. Það er ekki hægt að gera það á miðri leið upp á fjall (ef mér leyfist að halda áfram með fjallaferðasamlíkinguna mína). Það er ofar mínum skilningi hvernig mönnum með, að því virðist, svona litla þekkingu á grundvallaratriðum persónusköpunar var fengið að skrifa handrit að jafn dýrri kvikmynd og þessari. Ég hálfpartinn trúi því varla. Það væri því áhugavert að sjá hvernig lokaútgáfa þeirra af handritinu leit út og hvort myndin hafi hreinlega verið klippt í spað eftir að tökum lauk. Það hefur svo sem gerst áður. 200 milljónirnar sjást The Gray Man er auðvitað ótrúlega vel gerð kvikmynd, enda ekki hægt að flaska á slíku með 200 milljónir dollara í farteskinu. Þegar ein af ótrúlega fallegum sviðsetningum myndarinnar átti sér stað hugsaði ég með mér hvað ég vildi óska þess að mér væri ekki algjörlega sama um allar persónurnar á skjánum. Það er t.d. stórkostlegur sekvens um miðja mynd, þar sem Six er hundeltur af alls kyns hyski í gegnum stræti Prag-borgar, sem lét mig um stund gleyma því hve slöpp kvikmynd The Gray Man er. Svo kláraðist hasarinn, persónurnar fóru aftur að tala saman og ég var á ný dreginn niður á jörðina (eða í svaðið). Það er aldrei góðs viti þegar kvikmynd sekkur um leið og persónurnar opna munninn. Það er líkt og handritið hafi verið skrifað á hundavaði og höfundarnir ætlað að gera eitthvað gott við það síðar, en gleymt því. Í hverri kringumstæðu fyrir sig er allt sem persónurnar láta út úr sér það ófrumlegasta og slappasta sem ég get ímyndað mér að þær geti sagt. Þó svo mögulegt sé að myndin hafi verið skemmd í klippinu, þá geta höfundarnir ekki falið sig bakvið það þegar kemur að hræðilegum díalógskrifum. Netflix í frjálsu falli The Gray Man fellur í flokk gjörsamlegra sálarlausra Netflix-hasarmynda með t.d. Extraction, Project Power og öllum Ryan Reynolds-myndunum sem streymis risinn hefur framleitt. Netflix-fólk þarf annað hvort að hysja upp um sig brækurnar, eða stjórn fyrirtækisins hreinlega að skipta út fólki, því mér dettur helst í hug að almennilegt gæðaeftirlit og miðstýringu skorti. Ef við berum t.d. saman Netflix við HBO, þá heyrir undatekninga til ef efni HBO er ekki í hæsta gæðaflokki, en er öfugt farið hjá Netflix; til undantekninga heyrir ef efnið frá þeim er yfir meðallagi. Það er því ekki skrítið að Netflix blæði áskrifendum. The Gray Man er líklegri til að skila fleiri uppsögnum á áskriftum en nýjum áhorfendum. Niðurstaða: Betur má ef duga skal, The Gray Man er ótrúlega flott, en heldur tilgangslaus og leiðinleg. Þessi mynd Russo-bræðra er vatn á myllu HBO Max, Apple TV+ og Disney+. Netflix er í frjálsu falli.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira