Dótturfélag Hyundai nýtti sér barnaþrælkun í Alabama Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2022 23:02 Höfuðstöðvar Hyundai á heimsvísu eru í höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl. EPA/Jeon Heon-Kyun Fyrirtækið SMART Alabama LLC nýtti sér barnaþrælkun við gerð parta fyrir bíla bifreiðaframleiðandans Hyundai. Í sumum tilvikum voru starfsmenn fyrirtækisins einungis tólf ára gamlir. Hyundai Motor Co, fyrirtækið sem framleiðir Hyundai-bílanna, er meirihlutaeigandi í SMART. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Alabama-ríki líkt og nafnið gefur til kynna, framleiðir parta fyrir Hyundai-bíla sem notaðir eru í Hyundai-verksmiðjunni í Montgomery í Alabama. Fréttaveita Reuters greinir frá því að starfsmenn SMART hafi sumir hverjir verið allt að tólf ára gamlir þegar þeir störfuðu fyrir fyrirtækið. Lögreglan í Alabama rannsakar nú málið. „Við líðum ekki nýtingu ólöglegs vinnuafls neins staðar hjá Hyundai. Við erum með reglugerðir sem krefjast þess að farið sé eftir öllum lögum,“ segir í tilkynningu frá Hyundai sem send var út eftir að upp komst um málið. Samkvæmt Reuters uppgötvaðist þetta þegar fjórtán ára stelpa frá Gvatemala, búsett í Alabama, hvarf af heimili sínu. Í ljós kom að hún og tveir bræður hennar, tólf og fimmtán ára gamlir, voru að vinna í verksmiðjunni og gengu ekki í skóla. Samkvæmt faðir barnanna voru þau ekki þau einu börnin sem störfuðu í verksmiðjunni. Fyrirtækið hafi stundað þetta í nokkur ár. Bílar Börn og uppeldi Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hyundai Motor Co, fyrirtækið sem framleiðir Hyundai-bílanna, er meirihlutaeigandi í SMART. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Alabama-ríki líkt og nafnið gefur til kynna, framleiðir parta fyrir Hyundai-bíla sem notaðir eru í Hyundai-verksmiðjunni í Montgomery í Alabama. Fréttaveita Reuters greinir frá því að starfsmenn SMART hafi sumir hverjir verið allt að tólf ára gamlir þegar þeir störfuðu fyrir fyrirtækið. Lögreglan í Alabama rannsakar nú málið. „Við líðum ekki nýtingu ólöglegs vinnuafls neins staðar hjá Hyundai. Við erum með reglugerðir sem krefjast þess að farið sé eftir öllum lögum,“ segir í tilkynningu frá Hyundai sem send var út eftir að upp komst um málið. Samkvæmt Reuters uppgötvaðist þetta þegar fjórtán ára stelpa frá Gvatemala, búsett í Alabama, hvarf af heimili sínu. Í ljós kom að hún og tveir bræður hennar, tólf og fimmtán ára gamlir, voru að vinna í verksmiðjunni og gengu ekki í skóla. Samkvæmt faðir barnanna voru þau ekki þau einu börnin sem störfuðu í verksmiðjunni. Fyrirtækið hafi stundað þetta í nokkur ár.
Bílar Börn og uppeldi Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira