Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júlí 2022 11:17 Lína með gleraugu Moxen og skjáskot af vefsíðu AliExpress af svipuðum gleraugum. Skjáskot/Vísir Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. Í gær birtist færsla á Twitter með skjáskotum af gleraugum úr nýrri sólgleraugnalínu Línu og Gumma, sem ber heitið Moxen Eyewear, og myndum af sólgleraugum sem eru til sölu á vefsíðunni AliExpress. Gleraugun eru ansi lík, ef ekki bara alveg eins. Önnur gleraugun á vefsíðu AliExpress kosta 1.606 krónur með sendingarkostnaði, og hin gleraugun einungis ellefu krónur með sendingarkostnaði. Nei, ég trúi þessu ekki. Þau hjá Ali bara búin að stela hönnun Línu Birgittu og Gumma kíró. pic.twitter.com/xshdxqZOTB— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 19, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Lína Birgitta að gleraugu Moxen séu ekki pöntuð á Ali. Hún segir að þau panti gleraugun frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiðir fyrir þekktar verslanir um allan heim. „Ég er búin að vera í viðskiptum í níu ár og maður er búinn að heyra svo oft eitthvað sem tengist AliExpress þegar einhver er að byrja með eitthvað. Maður er orðinn svo ónæmur. Ég væri ekki að fara að panta eitthvað af AliExpress,“ segir Lína. Senda hugmyndir á framleiðandann Hún segir að hún og Gummi velji stíla, ramma og linsur fyrir gleraugun sem þeim finnst passa Moxen-línunni. „Svo fylgjumst við með götutískunni og erum alltaf að skoða myndir af fólki sem við vistum og sendum á framleiðandann. Svo fáum við mismunandi „catalogues“ frá framleiðandanum sem hann er að framleiða nú þegar og þá getum við valið tegundir sem láta okkur hugsa: „Ú, þetta er Moxen“,“ segir Lína. View this post on Instagram A post shared by moxen eyewear (@moxeneyewear) Hún viðurkennir þó að gleraugun á Ali séu ansi lík gleraugunum í Moxen-línunni. Það sé þó hægt að kaupa eftirlíkingar af öllu á AliExpress. „Þetta eru bara týpur sem eru ógeðslega vinsælar. Ég votta hundrað prósent fyrir það, ég myndi ekki panta af AliExpress. Mér finnst svo leiðinlegt að ég þurfi að fara að verja mig fyrir það.“ Tíska og hönnun Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Í gær birtist færsla á Twitter með skjáskotum af gleraugum úr nýrri sólgleraugnalínu Línu og Gumma, sem ber heitið Moxen Eyewear, og myndum af sólgleraugum sem eru til sölu á vefsíðunni AliExpress. Gleraugun eru ansi lík, ef ekki bara alveg eins. Önnur gleraugun á vefsíðu AliExpress kosta 1.606 krónur með sendingarkostnaði, og hin gleraugun einungis ellefu krónur með sendingarkostnaði. Nei, ég trúi þessu ekki. Þau hjá Ali bara búin að stela hönnun Línu Birgittu og Gumma kíró. pic.twitter.com/xshdxqZOTB— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 19, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Lína Birgitta að gleraugu Moxen séu ekki pöntuð á Ali. Hún segir að þau panti gleraugun frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiðir fyrir þekktar verslanir um allan heim. „Ég er búin að vera í viðskiptum í níu ár og maður er búinn að heyra svo oft eitthvað sem tengist AliExpress þegar einhver er að byrja með eitthvað. Maður er orðinn svo ónæmur. Ég væri ekki að fara að panta eitthvað af AliExpress,“ segir Lína. Senda hugmyndir á framleiðandann Hún segir að hún og Gummi velji stíla, ramma og linsur fyrir gleraugun sem þeim finnst passa Moxen-línunni. „Svo fylgjumst við með götutískunni og erum alltaf að skoða myndir af fólki sem við vistum og sendum á framleiðandann. Svo fáum við mismunandi „catalogues“ frá framleiðandanum sem hann er að framleiða nú þegar og þá getum við valið tegundir sem láta okkur hugsa: „Ú, þetta er Moxen“,“ segir Lína. View this post on Instagram A post shared by moxen eyewear (@moxeneyewear) Hún viðurkennir þó að gleraugun á Ali séu ansi lík gleraugunum í Moxen-línunni. Það sé þó hægt að kaupa eftirlíkingar af öllu á AliExpress. „Þetta eru bara týpur sem eru ógeðslega vinsælar. Ég votta hundrað prósent fyrir það, ég myndi ekki panta af AliExpress. Mér finnst svo leiðinlegt að ég þurfi að fara að verja mig fyrir það.“
Tíska og hönnun Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira