Fimmtán leikir eftir en strax búið að bæta áhorfendametið á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 12:00 Íslenska stuðninsmannasveitin hefur staðið sig með prýði. James Gill - Danehouse/Getty Images Evrópumótið sem nú fer fram á Englandi er nú þegar orðið fjölsóttasta EM kvenna frá upphafi, þrátt fyrir að enn séu fimmtán leikir eftir af mótinu. Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik. EM 2022 í Englandi Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira