Gott að þær gátu núna aðeins kúplað sig út úr áreitinu heima á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 08:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með undirbúning liðsins fyrir Evrópumótið. Vísir/Vilhelm Það er mikill áhugi á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eftir gott gengi síðustu ár og þátttöku á Evrópumóti í mekka fótboltans fram undan. Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira