Ekki hlusta á Lilju Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. júlí 2022 12:01 „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun. Þegar Lilja varð utanríkisráðherra 2016 voru laun ráðherra 1.257 þús. kr. á mánuði. Nú er Lilja með 2.231 þús. kr. í laun, eins og aðrir ráðherra. Laun Lilju hafa hækkað um 974 þús. kr. á þessum sex árum. Og hún hefur verið í ríkisstjórn í fimm ár af þessum sex og ekkert gert í þessu nema fagnað bættum eigin hag. Á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 hafa lágmarkslaun hækkað mikið, enda aðaláhersla félaga innan Alþýðusambandsins að lina þjáningar fátækasta fólksins á vinnumarkaði. 2016 voru lágmarkslaunin 260 þús. kr. en eru í dag 368 þús. kr., hafa hækkað um 106 þús. kr. á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 þús. kr. Lilja hefur fengið 9,2 falda hækkun lágmarkslauna og kannast þó enginn við að átak væri í gangi við að bjarga henni frá fátækt. Áherslan á krónutöluhækkanir í samningum var til að koma í veg fyrir launaskrið upp eftir launastiganum. 5% hækkun á lægstu laun eru t.d. 18 þús. kr. en 5% hækkun til ráðherra 116 þús. kr. En vandinn liggur ekki í þessu. Ráðherrarnir hafa ekki bara fengið hærri krónutöluhækkun heldur hærri prósentuhækkun. Laun Lilja hafa hækkað um 75% á sex árum á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 41%. Ójöfnuðurinn hefur því vaxið, ekki bara í krónum talið, heldur hlutfallslega. Þegar Lilja varð ráðherra var hún með 4,8 föld lágmarkslaun. Nú eru laun hennar 6,1 föld lágmarkslaun. Hver var að biðja um þetta? Kannist þið við kröfugöngur um betri kjör ráðherra og annarra í valdastéttinni? Hafið þið sent tölvupóst á ríkisstjórnina og grátbeðið hana að hækka laun ráðherra, eins og öryrkjar hafa gert í von um að eiga fyrir mat út mánuðinn? Hafið þið orðið vör við bænaskjöl, heyrt fólk hringja inn í símatímann á Útvarpi Sögu eða sambærilegan vettvang á twitter, lesið greinar um bága stöðu ráðherra? Nei, auðvitað ekki. Lilja og ráðherrarnir hafa hækkað launin sín þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það er í takt við annað sem ríkisstjórnin gerir. Hún rekur flest sín mál þvert á vilja meginþorra almennings. Svo mæta ráðherrarnir í viðtöl og reyna að höfða til almennings um að sætta sig við litlar eða engar launahækkanir. Þeir boða að almenningur eigi að taka á sig verðbólguna með skertum kaupmætti. 8 prósent verðbólga mun keyra fólk á lægst launa fólkið dýpra niður í fátækt ef það fær verðbólguna ekki bætta með launahækkunum. Lilja og ráðherrarnir munu ekki finna fyrir verðbólgunni, þau fengu hana bætta fyrir fram. Það gerðist jafnvel þótt rekja megi verðbólguna að stóru leyti til hagstjórnarmistaka ráðherranna. Kona á lágmarkslaunum sem á eitt barn og borgar 200 þús. kr. í húsaleigu vantar 66 þús. kr. til að ná endum saman miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara, þrátt fyrir meðlag, barnabætur og húsnæðisbætur. Ráðherra í sömu stöðu á 885 þús. kr. eftir þegar allur sami kostnaður hefur verið greiddur, þótt engar fái hann bæturnar úr skattinum. Þetta er aðstöðumunurinn. Það er því stjarnfræðilega ósvífið af Lilju að stíga fram og krefjast þess að láglaunafólk horfi í eigin barm og reyni að finna þar sök vegna vaxandi verðbólgu. Þar er engan sök að finna. Lilja sjálf ber hins vegar alla ábyrgð, bæði með mislukkaðri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og með því fordæmi sem hún og aðrir í valdastéttinni hafa gefið; um að hrifsa til sín allt sem þau geta án þess að hugsa eitt augnablik um annað fólk. Það væri möguleiki að fólk hlustaði á Lilju ef hún og aðrir ráðherrar lækkuðu laun sín. Þó ekki væri nema niður í 1.779 þús. kr. svo launin væru nú sama hlutfall lágmarkslauna og þegar Lilja varð ráðherra fyrir sex árum. Þetta yrði launalækkun upp á 452 þús. kr. á mánuði, 5,4 m.kr. á ári. Þá upphæð sem kalla mætti oftekin laun ráðherra í tíð Lilju Alfreðsdóttur. Þar til Lilja skilar þessum launum er fráleitt að hlusta á hana messa yfir öðru fólki. Fólk sem tekur sér hærri laun en aðrir, tekur til meiri hækkanir en aðrir; fólk sem lifir á kjörum sem eru svo langt yfir kjörum venjulegs fólks að almenningur á erfitt með að ímynda sér þau; slíkt fólk á ekki að segja öðru fólki að líta í eigin barm og finna þar sök. Hvað sem þið gerið í dag, ekki hlusta á Lilju Alfreðsdóttur. Hún hefur ekki unnið til þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Kjaramál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
„Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun. Þegar Lilja varð utanríkisráðherra 2016 voru laun ráðherra 1.257 þús. kr. á mánuði. Nú er Lilja með 2.231 þús. kr. í laun, eins og aðrir ráðherra. Laun Lilju hafa hækkað um 974 þús. kr. á þessum sex árum. Og hún hefur verið í ríkisstjórn í fimm ár af þessum sex og ekkert gert í þessu nema fagnað bættum eigin hag. Á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 hafa lágmarkslaun hækkað mikið, enda aðaláhersla félaga innan Alþýðusambandsins að lina þjáningar fátækasta fólksins á vinnumarkaði. 2016 voru lágmarkslaunin 260 þús. kr. en eru í dag 368 þús. kr., hafa hækkað um 106 þús. kr. á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 þús. kr. Lilja hefur fengið 9,2 falda hækkun lágmarkslauna og kannast þó enginn við að átak væri í gangi við að bjarga henni frá fátækt. Áherslan á krónutöluhækkanir í samningum var til að koma í veg fyrir launaskrið upp eftir launastiganum. 5% hækkun á lægstu laun eru t.d. 18 þús. kr. en 5% hækkun til ráðherra 116 þús. kr. En vandinn liggur ekki í þessu. Ráðherrarnir hafa ekki bara fengið hærri krónutöluhækkun heldur hærri prósentuhækkun. Laun Lilja hafa hækkað um 75% á sex árum á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 41%. Ójöfnuðurinn hefur því vaxið, ekki bara í krónum talið, heldur hlutfallslega. Þegar Lilja varð ráðherra var hún með 4,8 föld lágmarkslaun. Nú eru laun hennar 6,1 föld lágmarkslaun. Hver var að biðja um þetta? Kannist þið við kröfugöngur um betri kjör ráðherra og annarra í valdastéttinni? Hafið þið sent tölvupóst á ríkisstjórnina og grátbeðið hana að hækka laun ráðherra, eins og öryrkjar hafa gert í von um að eiga fyrir mat út mánuðinn? Hafið þið orðið vör við bænaskjöl, heyrt fólk hringja inn í símatímann á Útvarpi Sögu eða sambærilegan vettvang á twitter, lesið greinar um bága stöðu ráðherra? Nei, auðvitað ekki. Lilja og ráðherrarnir hafa hækkað launin sín þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það er í takt við annað sem ríkisstjórnin gerir. Hún rekur flest sín mál þvert á vilja meginþorra almennings. Svo mæta ráðherrarnir í viðtöl og reyna að höfða til almennings um að sætta sig við litlar eða engar launahækkanir. Þeir boða að almenningur eigi að taka á sig verðbólguna með skertum kaupmætti. 8 prósent verðbólga mun keyra fólk á lægst launa fólkið dýpra niður í fátækt ef það fær verðbólguna ekki bætta með launahækkunum. Lilja og ráðherrarnir munu ekki finna fyrir verðbólgunni, þau fengu hana bætta fyrir fram. Það gerðist jafnvel þótt rekja megi verðbólguna að stóru leyti til hagstjórnarmistaka ráðherranna. Kona á lágmarkslaunum sem á eitt barn og borgar 200 þús. kr. í húsaleigu vantar 66 þús. kr. til að ná endum saman miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara, þrátt fyrir meðlag, barnabætur og húsnæðisbætur. Ráðherra í sömu stöðu á 885 þús. kr. eftir þegar allur sami kostnaður hefur verið greiddur, þótt engar fái hann bæturnar úr skattinum. Þetta er aðstöðumunurinn. Það er því stjarnfræðilega ósvífið af Lilju að stíga fram og krefjast þess að láglaunafólk horfi í eigin barm og reyni að finna þar sök vegna vaxandi verðbólgu. Þar er engan sök að finna. Lilja sjálf ber hins vegar alla ábyrgð, bæði með mislukkaðri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og með því fordæmi sem hún og aðrir í valdastéttinni hafa gefið; um að hrifsa til sín allt sem þau geta án þess að hugsa eitt augnablik um annað fólk. Það væri möguleiki að fólk hlustaði á Lilju ef hún og aðrir ráðherrar lækkuðu laun sín. Þó ekki væri nema niður í 1.779 þús. kr. svo launin væru nú sama hlutfall lágmarkslauna og þegar Lilja varð ráðherra fyrir sex árum. Þetta yrði launalækkun upp á 452 þús. kr. á mánuði, 5,4 m.kr. á ári. Þá upphæð sem kalla mætti oftekin laun ráðherra í tíð Lilju Alfreðsdóttur. Þar til Lilja skilar þessum launum er fráleitt að hlusta á hana messa yfir öðru fólki. Fólk sem tekur sér hærri laun en aðrir, tekur til meiri hækkanir en aðrir; fólk sem lifir á kjörum sem eru svo langt yfir kjörum venjulegs fólks að almenningur á erfitt með að ímynda sér þau; slíkt fólk á ekki að segja öðru fólki að líta í eigin barm og finna þar sök. Hvað sem þið gerið í dag, ekki hlusta á Lilju Alfreðsdóttur. Hún hefur ekki unnið til þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun