Cloé Eyja á leið á stórmót með kanadíska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 12:00 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki fyrir Benfica í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. EPA-EFE/Adam Ihse Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse er á leiðinni á stórmót eins og íslensku landsliðskonurnar en þó ekki með íslenska landsliðinu. Lacasse hefur verið valin í 22 manna hóp kanadíska landsliðsins fyrir Concacaf keppnina þar sem keppa lið frá Norður- og Mið-Ameríku. Concacaf keppnin í ár, sú ellefta í sögunni, fer fram í Mexíkó frá 4. til 18. júlí. Kanada er í riðli með Kosta Ríka, Panama og Trínidad og Tóbagó. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Kandaíska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari frá því í Tókýó í fyrra en liðið vann síðast Concacaf keppnina árið 2010. Í síðustu keppni fór kanadíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Bandaríkjunum. Cloé Eyja er ein af sjö framherjum í hópnum en frægastar af þeim eru hin 39 ára gamla Christine Sinclair sem hefur skorað 188 mörk fyrir landsliðið, hin 29 ára gamla Adriana Leon sem var markahæst í síðustu Concacaf keppni árið 2018 og svo hin 21 árs gamla Jordyn Huitema sem yfirgaf nýverið franska liðið Paris Saint-Germain. Það er því mikil samkeppni fyrir Cloé Eyju sem á enn eftir að skora eftir sex landsleiki fyrir Kanada. Cloé Eyja hefur farið á kostum með portúgalska liðinu Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019 og er alls með 67 mörk í 88 leikjum fyrir félagið. Cloé skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild með ÍBV og varð bikarmeistari með liðinu árið 2017. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2019. KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana þegar velja átti hana í landsliðið og á endanum vann hún sér í staðinn sæti í kandadíska landsliðinu. Cloé er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Lacasse hefur verið valin í 22 manna hóp kanadíska landsliðsins fyrir Concacaf keppnina þar sem keppa lið frá Norður- og Mið-Ameríku. Concacaf keppnin í ár, sú ellefta í sögunni, fer fram í Mexíkó frá 4. til 18. júlí. Kanada er í riðli með Kosta Ríka, Panama og Trínidad og Tóbagó. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Kandaíska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari frá því í Tókýó í fyrra en liðið vann síðast Concacaf keppnina árið 2010. Í síðustu keppni fór kanadíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Bandaríkjunum. Cloé Eyja er ein af sjö framherjum í hópnum en frægastar af þeim eru hin 39 ára gamla Christine Sinclair sem hefur skorað 188 mörk fyrir landsliðið, hin 29 ára gamla Adriana Leon sem var markahæst í síðustu Concacaf keppni árið 2018 og svo hin 21 árs gamla Jordyn Huitema sem yfirgaf nýverið franska liðið Paris Saint-Germain. Það er því mikil samkeppni fyrir Cloé Eyju sem á enn eftir að skora eftir sex landsleiki fyrir Kanada. Cloé Eyja hefur farið á kostum með portúgalska liðinu Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019 og er alls með 67 mörk í 88 leikjum fyrir félagið. Cloé skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild með ÍBV og varð bikarmeistari með liðinu árið 2017. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2019. KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana þegar velja átti hana í landsliðið og á endanum vann hún sér í staðinn sæti í kandadíska landsliðinu. Cloé er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira