Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 14:47 Einar Ágústsson hlaut þungan fangelsisdóm fyrir að svíkja tugir milljóna út úr fjórum einstaklingum árið 2018. Mál hans verður nú tekið upp aftur í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms. Landsréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjanes yfir Einari í fjársvikamálinu í nóvember 2018. Einar var dæmdur þriggja ára og níu mánaða fangelsi og tl að greiða meira en sjötíu milljónir króna í bætur. Fjármunir úr þrotabúi Skajaquoda, félags Einars, voru teknir upp til að greiða skaðabótakröfur í málinu. Einar var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum. Fjórmenningarnir höfðu fengið Einari fé í þeirri trú að hann ræki fjárfestingarsjóðinn Skajaquoda Fund í Bandaríkjunum. Slegið var föstu í dómnum að sjóðurinn hefði í raun aldrei verið starfræktur. Einar var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brotin skipulögð og úthugsuð. Einn dómaranna í Landsrétti sem kvað upp dóminn var á meðal þeirra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, var talin hafa skipað ólöglega. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt árið 2017 hafi strítt gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Endurupptökudómur hefur þegar fallist á endurupptöku á nokkrum málum með vísan til dóms Mannréttindadómstólsins. Fórnarlömb fjársvikanna andmæltu endurupptöku Í beiðni sinni um endurupptöku vísaði Einar til dóms Mannréttindadómstólsins og að hann hefði verið ranglega sakfelldur. Ríkissaksóknari taldi ekki ástæðu til þess að skila umsögn um beiðnina í ljósi þess að endurupptökudómur hefur áður fallist á endurupptöku í málum þar sem eins stóð á. Hins vegar tjáðu ríkissaksóknari og lögmaður Einars sig sérstaklega um sjónarmið þeirra sem Einar var sakfelldur fyrir að svíkja fé út úr og gerðu einkaréttarkröfu í málinu. Kröfuhafarnir andmæltu endurupptöku málsins, sérstaklega að bótakröfur þeirra yrðu teknar upp aftur. Ríkissaksóknari taldi ekki annað hægt en að málið yrði tekið upp aftur í heild sinni enda væri beint samhengi á milli sakar í refsiþætti málsins og bótakrafnanna. Lögmaður Einars tók í sama streng, nauðsynlegt væri að dæma á ný um einkaréttarlegar kröfur samhliða öðrum þáttum. Endurupptökudómur var á sama máli og úrskurðaði að málið skyldi allt tekið upp aftur. Hins vegar ákvað hann að réttaráhrif upphaflega Landsréttardómsins hvað varðaði einkaréttarkröfurnar héldust þar til nýr dómur yrði kveðinn upp. Hluta dómsins sem laut að upptöku á fjármunum þrotabús Skajaquoda var ekki áfrýjað og því mun Landsréttur ekki fjalla um þann þátt þegar málið kemur aftur til kasta hans. Beiðni Einars fór fram á að nýr dómur yrði kveðinn upp um þennan þátt málsins jafnvel þó að honum hefði ekki verið áfrýjað til Landsréttar á sínum tíma. Einar og Ágúst Arnar Ágústsson bróðir hans voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi trúfélagsins Zuism í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Dómsmál Landsréttarmálið Zuism Tengdar fréttir Zúistabróðir fer fram á endurupptöku á þungum fjársvikadómi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem héldu úti trúfélaginu Zuism, hefur óskað eftir því að þungur fangelsisdómur sem hann hlaut fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt verði tekinn upp aftur. Þeir bræður eru ákærðir fyrir peningaþvætti og fjársvik vegna Zuism. 30. nóvember 2021 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Landsréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjanes yfir Einari í fjársvikamálinu í nóvember 2018. Einar var dæmdur þriggja ára og níu mánaða fangelsi og tl að greiða meira en sjötíu milljónir króna í bætur. Fjármunir úr þrotabúi Skajaquoda, félags Einars, voru teknir upp til að greiða skaðabótakröfur í málinu. Einar var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum. Fjórmenningarnir höfðu fengið Einari fé í þeirri trú að hann ræki fjárfestingarsjóðinn Skajaquoda Fund í Bandaríkjunum. Slegið var föstu í dómnum að sjóðurinn hefði í raun aldrei verið starfræktur. Einar var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brotin skipulögð og úthugsuð. Einn dómaranna í Landsrétti sem kvað upp dóminn var á meðal þeirra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, var talin hafa skipað ólöglega. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt árið 2017 hafi strítt gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Endurupptökudómur hefur þegar fallist á endurupptöku á nokkrum málum með vísan til dóms Mannréttindadómstólsins. Fórnarlömb fjársvikanna andmæltu endurupptöku Í beiðni sinni um endurupptöku vísaði Einar til dóms Mannréttindadómstólsins og að hann hefði verið ranglega sakfelldur. Ríkissaksóknari taldi ekki ástæðu til þess að skila umsögn um beiðnina í ljósi þess að endurupptökudómur hefur áður fallist á endurupptöku í málum þar sem eins stóð á. Hins vegar tjáðu ríkissaksóknari og lögmaður Einars sig sérstaklega um sjónarmið þeirra sem Einar var sakfelldur fyrir að svíkja fé út úr og gerðu einkaréttarkröfu í málinu. Kröfuhafarnir andmæltu endurupptöku málsins, sérstaklega að bótakröfur þeirra yrðu teknar upp aftur. Ríkissaksóknari taldi ekki annað hægt en að málið yrði tekið upp aftur í heild sinni enda væri beint samhengi á milli sakar í refsiþætti málsins og bótakrafnanna. Lögmaður Einars tók í sama streng, nauðsynlegt væri að dæma á ný um einkaréttarlegar kröfur samhliða öðrum þáttum. Endurupptökudómur var á sama máli og úrskurðaði að málið skyldi allt tekið upp aftur. Hins vegar ákvað hann að réttaráhrif upphaflega Landsréttardómsins hvað varðaði einkaréttarkröfurnar héldust þar til nýr dómur yrði kveðinn upp. Hluta dómsins sem laut að upptöku á fjármunum þrotabús Skajaquoda var ekki áfrýjað og því mun Landsréttur ekki fjalla um þann þátt þegar málið kemur aftur til kasta hans. Beiðni Einars fór fram á að nýr dómur yrði kveðinn upp um þennan þátt málsins jafnvel þó að honum hefði ekki verið áfrýjað til Landsréttar á sínum tíma. Einar og Ágúst Arnar Ágústsson bróðir hans voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi trúfélagsins Zuism í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar.
Dómsmál Landsréttarmálið Zuism Tengdar fréttir Zúistabróðir fer fram á endurupptöku á þungum fjársvikadómi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem héldu úti trúfélaginu Zuism, hefur óskað eftir því að þungur fangelsisdómur sem hann hlaut fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt verði tekinn upp aftur. Þeir bræður eru ákærðir fyrir peningaþvætti og fjársvik vegna Zuism. 30. nóvember 2021 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Zúistabróðir fer fram á endurupptöku á þungum fjársvikadómi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem héldu úti trúfélaginu Zuism, hefur óskað eftir því að þungur fangelsisdómur sem hann hlaut fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt verði tekinn upp aftur. Þeir bræður eru ákærðir fyrir peningaþvætti og fjársvik vegna Zuism. 30. nóvember 2021 08:00