Hadwin leiðir eftir fyrsta hring | Mickelson meðal neðstu manna á afmælisdaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2022 23:31 Adam Hadwin spilaði manna best á Opna bandaríska meistaramótinu í dag. Warren Little/Getty Images Kanadamaðurinn Adam Hadwin er í forystu eftir fyrsta dag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi. Hann lék holurnar 66 höggum í dag, eða fjórum höggum undir pari vallarins. Afmælisbarnið Phil Mickelson átti hins vegar afleitan dag og lék á átta höggum yfir pari. Hadwin lék fyrri níu holur dagsins af mikilli snilld, en eftir skolla á þriðju holu náði hann í fimm fugla á næstu sex holum. Hann fékk svo einn skolla og einn fugl á seinni níu og kláraði daginn því á fjórum höggum undir pari. Well, that's one way to hit it 336. 🤷♂️@ahadwingolf | #USOpen pic.twitter.com/okeHSYPZDa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Á eftir Hadwin eru fimm kylfingar sem spiluðu hringinn á 67 höggum, einu höggi meira en Kanadamaðurinn. Þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Callum Tarren, en á tveimur höggum undir pari eru menn á borð við Dustin Johnson, Justin Rose og Matt Fitzpatrick. A timely 3️⃣ for @MattFitz94 at the 17th hole. #USOpen pic.twitter.com/eUg73efE5P— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Hinn gamalreyndi Phil Mickelson náði sér hins vegar ekki á strik í dag, sjálfan 52 ára afmælisdaginn sinn. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu sex holunum og var í brasi í allan dag. Síðari níu holurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann fékk skolla á tíundu, náði loksins fyrsta fuglinum á elleftu, en fylgdi því svo eftir með tvöföldum skolla á tólftu. Hann lokaði hringnum á skolla og spilaði hringinn á samtals 78 höggum, eða átta höggum yfir pari vallarins. Mickelson er því jafn fjórum örðum kylfingum í 145. sæti mótsins af 156 keppendum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hadwin lék fyrri níu holur dagsins af mikilli snilld, en eftir skolla á þriðju holu náði hann í fimm fugla á næstu sex holum. Hann fékk svo einn skolla og einn fugl á seinni níu og kláraði daginn því á fjórum höggum undir pari. Well, that's one way to hit it 336. 🤷♂️@ahadwingolf | #USOpen pic.twitter.com/okeHSYPZDa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Á eftir Hadwin eru fimm kylfingar sem spiluðu hringinn á 67 höggum, einu höggi meira en Kanadamaðurinn. Þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Callum Tarren, en á tveimur höggum undir pari eru menn á borð við Dustin Johnson, Justin Rose og Matt Fitzpatrick. A timely 3️⃣ for @MattFitz94 at the 17th hole. #USOpen pic.twitter.com/eUg73efE5P— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Hinn gamalreyndi Phil Mickelson náði sér hins vegar ekki á strik í dag, sjálfan 52 ára afmælisdaginn sinn. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu sex holunum og var í brasi í allan dag. Síðari níu holurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann fékk skolla á tíundu, náði loksins fyrsta fuglinum á elleftu, en fylgdi því svo eftir með tvöföldum skolla á tólftu. Hann lokaði hringnum á skolla og spilaði hringinn á samtals 78 höggum, eða átta höggum yfir pari vallarins. Mickelson er því jafn fjórum örðum kylfingum í 145. sæti mótsins af 156 keppendum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira