Valskonur áberandi í uppgjöri fyrri hluta tímabilsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 14:01 Arna Sif var valin best á fyrri hluta tímabilsins. Vísir/Vilhelm Besta deild kvenna í fótbolta er hálfnuð og því ákváðu Bestu mörkin að fara yfir fyrri helming mótsins og gera hann upp. Var lið fyrri helmingsins valið, besti leikmaðurinn, besta markið og besta stoðsendingin. Besta deild kvenna í fótbolta er hálfnuð og því ákváðu Bestu mörkin að fara yfir fyrri helming mótsins og gera hann upp. Var lið fyrri helmingsins valið .. „Allir hér í setti sammála því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, um lið fyrir helmingsins. Stillt er upp í 4-4-1-1 leikkerfi og er liðið þannig skipað: Sigurðardóttir (Valur) er í markinu. Þar fyrir framan eru Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) og Sif Atladóttir (Selfoss) í miðverði á meðan Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) er í hægri bakverði og Elísa Viðarsdóttir (Valur) í vinstri bakverði. Á fjögurra manna miðju eru þær Hildur Antonsdóttir (Breiðablik), Katla Tryggvadóttir (Þróttur Reykjavík), Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) og Olga Sevcova (ÍBV). Tiffany McCarty (Þór/KA) er svo aðeins fyrir aftan Brennu Loveru (Selfoss) sem er ein upp á topp. Þá er þjálfari fyrri helmingsins Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, en lið hans situr í 3. sæti deildarinnar með 17 stig sem stendur. Lið fyrri hluta tímabilsins.Bestu mörkin Arna Sif, miðvörður Vals, var svo valin besti leikmaður fyrri helmings Íslandsmótsins. Valur hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu níu umferðunum og þá hefur Arna Sif skorað þrjú mörk, þar á meðal sigurmarkið er Valur vann Breiðablik 1-0 í Kópavogi. „Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg fyrir þetta Valslið og lykilmaður í þeirra velgengni það sem af er sumri. Gaman að sjá að hún er að færa leik sinn upp á annað plan,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um þennan öfluga miðvörð. Besta mark fyrri umferðarinnar kom svo úr 9-1 sigri Íslandsmeistara Vals á KR. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði þá með glæsilegu skoti lengst utan af velli. Klippa: Bestu mörkin: Uppgjör fyrri hluta tímbils Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Besta deild kvenna í fótbolta er hálfnuð og því ákváðu Bestu mörkin að fara yfir fyrri helming mótsins og gera hann upp. Var lið fyrri helmingsins valið .. „Allir hér í setti sammála því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, um lið fyrir helmingsins. Stillt er upp í 4-4-1-1 leikkerfi og er liðið þannig skipað: Sigurðardóttir (Valur) er í markinu. Þar fyrir framan eru Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) og Sif Atladóttir (Selfoss) í miðverði á meðan Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) er í hægri bakverði og Elísa Viðarsdóttir (Valur) í vinstri bakverði. Á fjögurra manna miðju eru þær Hildur Antonsdóttir (Breiðablik), Katla Tryggvadóttir (Þróttur Reykjavík), Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) og Olga Sevcova (ÍBV). Tiffany McCarty (Þór/KA) er svo aðeins fyrir aftan Brennu Loveru (Selfoss) sem er ein upp á topp. Þá er þjálfari fyrri helmingsins Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, en lið hans situr í 3. sæti deildarinnar með 17 stig sem stendur. Lið fyrri hluta tímabilsins.Bestu mörkin Arna Sif, miðvörður Vals, var svo valin besti leikmaður fyrri helmings Íslandsmótsins. Valur hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu níu umferðunum og þá hefur Arna Sif skorað þrjú mörk, þar á meðal sigurmarkið er Valur vann Breiðablik 1-0 í Kópavogi. „Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg fyrir þetta Valslið og lykilmaður í þeirra velgengni það sem af er sumri. Gaman að sjá að hún er að færa leik sinn upp á annað plan,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um þennan öfluga miðvörð. Besta mark fyrri umferðarinnar kom svo úr 9-1 sigri Íslandsmeistara Vals á KR. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði þá með glæsilegu skoti lengst utan af velli. Klippa: Bestu mörkin: Uppgjör fyrri hluta tímbils
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira