Óttast endurkomu verðtryggðra lána Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2022 12:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/vilhelm Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37