Hávaxnar undraverur og baðströnd í miðbænum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júní 2022 21:01 Fimmtíu tonnum af sandi hefur verið komið fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur þar sem tugir sóla sig á manngerðri baðströnd. Hávaxnar undraverur skálmuðu um miðbæinn í dag í tilefni af opnun listahátíðar. Það er ekki oft sem landsmenn geta sólað sig á sundfötunum einum saman hér á landi án þess að það hreyfi vind. Það geta þó leikarar í sýningunni Sun and Sea sem fram fer í listasafni Reykjavíkur um helgina. Í síðustu viku greindum við frá því þegar erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið. Sandurinn er kominn á sinn stað og allt tilbúið fyrir helgina. Fréttastofa leit við á lokaæfingu verksins sem er í senn myndlistarverk og samtímaópera. „Þetta verk hefur farið sigurför um heiminn og við erum ofsalega heppin að hafa þetta hér á Íslandi. Hvert sem verkið fer þá stendur fólk í löngum röðum til að komast að þannig þetta eru algjör forréttindi að hafa þetta verk hérna,“ sagði Kara Hergils, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Verkið vann til verðlaunar á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Verkið verður sýnt á milli klukkan 12 og 16 á laugardag og sunnudag og aðgangur ókeypis. „Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem er svartur sandur á ströndinni þannig að verkið hefur sérstöðu hér.“ Ertu spennt að taka til? „Minna, en við leggjumst á eitt og klárum það.“ Baðströndin er flóðlýst.einar árnason Opnunarhátíð listahátíðar í Reykjavík fór fram í dag þegar hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálmuðu um miðbæinn. Hollenskur leikhópur stóð að götuleikhúsinu en hópurinn hefur vakið athygli víða fyrir metnaðarfullar götusýningar. Götuleikhúsið fer aftur fram á morgun, klukkan tólf í Reykjanesbæ og klukkan 16 í Garðabæ. Listahátíð í Reykjavík Menning Reykjavík Myndlist Leikhús Söfn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Það er ekki oft sem landsmenn geta sólað sig á sundfötunum einum saman hér á landi án þess að það hreyfi vind. Það geta þó leikarar í sýningunni Sun and Sea sem fram fer í listasafni Reykjavíkur um helgina. Í síðustu viku greindum við frá því þegar erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið. Sandurinn er kominn á sinn stað og allt tilbúið fyrir helgina. Fréttastofa leit við á lokaæfingu verksins sem er í senn myndlistarverk og samtímaópera. „Þetta verk hefur farið sigurför um heiminn og við erum ofsalega heppin að hafa þetta hér á Íslandi. Hvert sem verkið fer þá stendur fólk í löngum röðum til að komast að þannig þetta eru algjör forréttindi að hafa þetta verk hérna,“ sagði Kara Hergils, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Verkið vann til verðlaunar á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Verkið verður sýnt á milli klukkan 12 og 16 á laugardag og sunnudag og aðgangur ókeypis. „Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem er svartur sandur á ströndinni þannig að verkið hefur sérstöðu hér.“ Ertu spennt að taka til? „Minna, en við leggjumst á eitt og klárum það.“ Baðströndin er flóðlýst.einar árnason Opnunarhátíð listahátíðar í Reykjavík fór fram í dag þegar hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálmuðu um miðbæinn. Hollenskur leikhópur stóð að götuleikhúsinu en hópurinn hefur vakið athygli víða fyrir metnaðarfullar götusýningar. Götuleikhúsið fer aftur fram á morgun, klukkan tólf í Reykjanesbæ og klukkan 16 í Garðabæ.
Listahátíð í Reykjavík Menning Reykjavík Myndlist Leikhús Söfn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira