Viðskiptahalli ekki verið meiri frá hruni Árni Sæberg skrifar 1. júní 2022 16:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Viðskiptahalli á fyrsta ársfjórðungi ársins mældist hærri en hann hefur mælst frá fjármálakreppunni árið 2008. Aldrei þessu vant var halli á öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins en greiningardeild Íslandsbanka hefur ekki hringt viðvörunarbjöllum enda reiknar hún með því að þjóðarbúið rétti úr kútnum innan skamms. Í morgun gaf seðlabankinn út svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt henni var viðskiptahalli ríflega fimmtíu milljarðar króna en það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í pistli Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans segir að viðskiptahalli hafi ekki mælst meiri frá því að efnahagshrun varð landinu árið 2008, séu slitabú föllnu bankanna undanskilin. Þá segir hann að langt sé síðan halli hefur verið á viðskiptum í öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins. Í samtali við Vísi segir Jón Bjarki að þetta þýði einfaldlega að íslendingar hafi greitt umtalsvert hærri fjárhæðir til útlanda en streymdu inn í landið. Kemur á óvart en veldur ekki teljandi áhyggjum Í pistli Jóns Bjarka segir að svo mikill viðskiptahalli hafi komið greiningardeild Íslandsbanka nokkuð á óvart en greint var frá því á dögunum að útflutningsverðmæti landsins á fyrsta ársfjórðungi hefðu aukist mikið miðað við sama ársfjóðung í fyrra. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Til að mynda jukust útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar um 560 prósent. Jón Bjarki segir að niðurstöður dagsins bendi einfaldlega til þess að innlend neysla hafi verið enn meiri en útflutningur. „Við vorum bara að kaupa meiri þjónustu en við seldum. Ekki síst vegna vaxandi ferðagleði landans á fyrsta fjórðungi, sem var ansi myndarleg,“ segir hann. Þá segir hann að hækkandi verð á innflutningi ýti undir aukinn viðskiptahalla en verð hefur hækkað í allri aðfangakeðjunni, en þar má kenna innrás Rússa í Úkraínu og heimsfaraldri Covid-19 um. Þegar álverð hækkar eykst viðskiptahalli Jón Bjarki segir að mikill halli svokallaðs frumþáttatekjujafnaðar hafi mikið að segja um það hversu mikill viðskiptahallinn var á ársfjórðungnum. Frumþáttatekjujöfnuður endurspeglar launagreiðslur og fjármagnstekjur eða -gjöld á milli landa. Í skýrslu Seðlabankans segir að skýringin á miklum halla nú sé fyrst og fremst bætt afkoma fyrirtækja í erlendri eigu en arðgreiðslur og endurfjárfestur hagnaður til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja kemur fram á gjaldahlið í jöfnuði frumþáttatekna, að því er segir í pistli Jóns Bjarka. „Rekstur álveranna og kísilversins fyrir norðan er farinn að ganga miklu betur vegna verðhækkana. Og þó að það sé auðvitað gott fyrir útflutningstekjur af afurðunum sjálfum þýðir það líka að hagnaðurinn fer úr landi af því að þessi fyrirtæki eru öll í erlendri eigu. Þannig að þarna er orðinn viðsnúningur í bókhaldinu, svo skrýtið sem það nú er,“ segir Jón Bjarki. Missa ekki svefn yfir hallanum Jón Bjarki segir að greiningadeild Íslandsbanka hafi ekki hringt öllum viðvörunarbjöllum þar sem hún telji að þjóðarbúið muni rétta úr kútnum fyrir lok árs. Með öðrum orðum er búist við því að útflutningur muni taka fram úr innflutningi á næstunni, en Jón Bjarki segir mikinn vöxt vera á báðum hliðum en örlítið hraðari útflutningsmegin. „Þetta er fyrst og fremst merki um mikinn gang í hagkerfinu fremur en eitthvað ójafnvægi,“ segir hann. Hann segir að ef viðskiptahalli héldi áfram til lengri tíma væri það áhyggjuefni en að litlar líkur séu á því. „Við eigum sem betur fer nokkuð digran varasjóð svo það þyrfti allmarga fjórðunga til að vinda ofan af því en á endanum færi það að taka í hreina erlenda stöðu, nettóeign okkar erlendis, og fyrr eða síðar kæmi það niður á gengi krónunnar,“ segir Jón Bjarki. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Í morgun gaf seðlabankinn út svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt henni var viðskiptahalli ríflega fimmtíu milljarðar króna en það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í pistli Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans segir að viðskiptahalli hafi ekki mælst meiri frá því að efnahagshrun varð landinu árið 2008, séu slitabú föllnu bankanna undanskilin. Þá segir hann að langt sé síðan halli hefur verið á viðskiptum í öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins. Í samtali við Vísi segir Jón Bjarki að þetta þýði einfaldlega að íslendingar hafi greitt umtalsvert hærri fjárhæðir til útlanda en streymdu inn í landið. Kemur á óvart en veldur ekki teljandi áhyggjum Í pistli Jóns Bjarka segir að svo mikill viðskiptahalli hafi komið greiningardeild Íslandsbanka nokkuð á óvart en greint var frá því á dögunum að útflutningsverðmæti landsins á fyrsta ársfjórðungi hefðu aukist mikið miðað við sama ársfjóðung í fyrra. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Til að mynda jukust útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar um 560 prósent. Jón Bjarki segir að niðurstöður dagsins bendi einfaldlega til þess að innlend neysla hafi verið enn meiri en útflutningur. „Við vorum bara að kaupa meiri þjónustu en við seldum. Ekki síst vegna vaxandi ferðagleði landans á fyrsta fjórðungi, sem var ansi myndarleg,“ segir hann. Þá segir hann að hækkandi verð á innflutningi ýti undir aukinn viðskiptahalla en verð hefur hækkað í allri aðfangakeðjunni, en þar má kenna innrás Rússa í Úkraínu og heimsfaraldri Covid-19 um. Þegar álverð hækkar eykst viðskiptahalli Jón Bjarki segir að mikill halli svokallaðs frumþáttatekjujafnaðar hafi mikið að segja um það hversu mikill viðskiptahallinn var á ársfjórðungnum. Frumþáttatekjujöfnuður endurspeglar launagreiðslur og fjármagnstekjur eða -gjöld á milli landa. Í skýrslu Seðlabankans segir að skýringin á miklum halla nú sé fyrst og fremst bætt afkoma fyrirtækja í erlendri eigu en arðgreiðslur og endurfjárfestur hagnaður til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja kemur fram á gjaldahlið í jöfnuði frumþáttatekna, að því er segir í pistli Jóns Bjarka. „Rekstur álveranna og kísilversins fyrir norðan er farinn að ganga miklu betur vegna verðhækkana. Og þó að það sé auðvitað gott fyrir útflutningstekjur af afurðunum sjálfum þýðir það líka að hagnaðurinn fer úr landi af því að þessi fyrirtæki eru öll í erlendri eigu. Þannig að þarna er orðinn viðsnúningur í bókhaldinu, svo skrýtið sem það nú er,“ segir Jón Bjarki. Missa ekki svefn yfir hallanum Jón Bjarki segir að greiningadeild Íslandsbanka hafi ekki hringt öllum viðvörunarbjöllum þar sem hún telji að þjóðarbúið muni rétta úr kútnum fyrir lok árs. Með öðrum orðum er búist við því að útflutningur muni taka fram úr innflutningi á næstunni, en Jón Bjarki segir mikinn vöxt vera á báðum hliðum en örlítið hraðari útflutningsmegin. „Þetta er fyrst og fremst merki um mikinn gang í hagkerfinu fremur en eitthvað ójafnvægi,“ segir hann. Hann segir að ef viðskiptahalli héldi áfram til lengri tíma væri það áhyggjuefni en að litlar líkur séu á því. „Við eigum sem betur fer nokkuð digran varasjóð svo það þyrfti allmarga fjórðunga til að vinda ofan af því en á endanum færi það að taka í hreina erlenda stöðu, nettóeign okkar erlendis, og fyrr eða síðar kæmi það niður á gengi krónunnar,“ segir Jón Bjarki.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira