Erlingur: Eiginlega bara ekkert sár með neitt Einar Kárason skrifar 28. maí 2022 19:12 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir að Valsmenn hafi fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í dag þrátt fyrir ósigur sem skilaði Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum í handbolta. „Ég er eiginlega bara ekkert sár með neitt, nema kannski tvö fráköst hérna í lokin sem falla til þeirra. Þar kannski liggur munurinn að lokum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og get eiginlega ekki kvartað yfir neinu.” „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með titilinn. Þeir voru einu marki betri í dag. Ég var ánægður með hvernig liðið óx í úrslitakeppninni. Þó við höfum ekki komið inn í fyrsta leikinn eins og við vildum þar sem við áttum lélegar þrjátíu mínútur.” „Ég verð að segja að frammistaða dómaranna í dag var frábær. Þetta er besta parið og átti auðvitað að vera á öllum leikjunum. Þar klikkaði HSÍ að mínu viti og hefðu getað gert betur þar. En liðin sýndu frábæran leik og frábæra leiki. Sérstaklega þegar línan er alveg á hreinu.” ,,Við erum búnir að breikka hópinn og ég held að við séum fullir tilhlökkunnar að byrja næsta tímabil. Menn séu staddir þar að þeir vilji mæta strax á æfingu á morgun þrátt fyrir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. Persónulega líka hjá mér sjálfum. Nú er að koma júní svo þetta er kannski aðeins of langt. Við erum nokkuð sáttur með frammistöðuna.” Stigu upp eftir áramót. „Okkur var spáð sjötta sæti í deildinni. Kári [Kristján Kristjánsson] var ekki sáttur við það og sagði að það væri eiginlega bara dónaskapur. Það var bara fínt. Hann ýtti við mannskapnum enda stór karakter í hópnum. Við erum óheppnir með meiðsli heilt yfir en við erum að leggja inn.” „Ég vil hrósa báðum félögum fyrir uppeldisstefnu sem þau eru með. Það eru auðvitað reynsluboltar í liðunum til að hjálpa til og miðla til þeirra yngri. Við erum að fara í úrslitaeinvígi með fullt af ungum strákum. Hrós til Eyjamanna og einnig til Valsmanna.” „Ég reikna með því,” sagði Erlingur aðspurður hvort hann héldi áfram með liðið. „Maður fer ekkert frá Eyjunni fögru. Hér er best að vera og við erum með frábæran hóp í höndunum. Vonandi fæ ég að stýra honum.” Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
„Ég er eiginlega bara ekkert sár með neitt, nema kannski tvö fráköst hérna í lokin sem falla til þeirra. Þar kannski liggur munurinn að lokum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og get eiginlega ekki kvartað yfir neinu.” „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með titilinn. Þeir voru einu marki betri í dag. Ég var ánægður með hvernig liðið óx í úrslitakeppninni. Þó við höfum ekki komið inn í fyrsta leikinn eins og við vildum þar sem við áttum lélegar þrjátíu mínútur.” „Ég verð að segja að frammistaða dómaranna í dag var frábær. Þetta er besta parið og átti auðvitað að vera á öllum leikjunum. Þar klikkaði HSÍ að mínu viti og hefðu getað gert betur þar. En liðin sýndu frábæran leik og frábæra leiki. Sérstaklega þegar línan er alveg á hreinu.” ,,Við erum búnir að breikka hópinn og ég held að við séum fullir tilhlökkunnar að byrja næsta tímabil. Menn séu staddir þar að þeir vilji mæta strax á æfingu á morgun þrátt fyrir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. Persónulega líka hjá mér sjálfum. Nú er að koma júní svo þetta er kannski aðeins of langt. Við erum nokkuð sáttur með frammistöðuna.” Stigu upp eftir áramót. „Okkur var spáð sjötta sæti í deildinni. Kári [Kristján Kristjánsson] var ekki sáttur við það og sagði að það væri eiginlega bara dónaskapur. Það var bara fínt. Hann ýtti við mannskapnum enda stór karakter í hópnum. Við erum óheppnir með meiðsli heilt yfir en við erum að leggja inn.” „Ég vil hrósa báðum félögum fyrir uppeldisstefnu sem þau eru með. Það eru auðvitað reynsluboltar í liðunum til að hjálpa til og miðla til þeirra yngri. Við erum að fara í úrslitaeinvígi með fullt af ungum strákum. Hrós til Eyjamanna og einnig til Valsmanna.” „Ég reikna með því,” sagði Erlingur aðspurður hvort hann héldi áfram með liðið. „Maður fer ekkert frá Eyjunni fögru. Hér er best að vera og við erum með frábæran hóp í höndunum. Vonandi fæ ég að stýra honum.”
Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48