Stoltur af því að hafa veitt öðrum fótboltamanni innblástur til að koma út úr skápnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 08:02 Josh Cavallo var um tíma eini atvinnufótboltamaðurinn sem var opinberlega samkynhneigður. Daniel Pockett/Getty Images Josh Cavallo, leikmaður Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segist vera virkilega stoltur af því að hann hafi veitt öðrum knattspyrnumanni innblástur og hugrekki til að segja frá kynhneigð sinni. Á seinasta ári birti þessi 22 ára Ástrali myndband á netinu þar sem hann tilkynnti að hann væri samkynhneigður. „Ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður,“ sagði Cavallo í upphafi myndbandsins. Á þeim tíma var hann eini núverandi fótboltamaðurinn í heiminum sem spilar í efstu deild sem var opinberlega samkynhneigður. „Þetta voru bara hráar tilfinningar. Ég vildi að fólk sæi hvernig mér leið,“ sagði Cavallo þegar hann var spurður út í myndbandið fyrr í vikunni. „Ég bjóst aldrei við því að sá dagur kæmi að ég myndi segja: „Ég heiti Josh Cavallo, ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður.“ Hann segir líka frá því hversu ánægður og stoltur hann sé að hafa veitt hinum 17 ára Jake Daniels, sem leikur með Blackpool á Englandi, innblástur til að koma út úr skápnum og segja frá kynhneigð sinni. „Að vita það að ég hafi haft svona áhrif á einhvern á svona stuttum tíma er algjörlega magnað,“ sagði Cavallo stoltur. Jake Daniels varð í seinustu viku fyrsti breski atvinnufótboltamaðurinn til að koma út úr skápnum í rúmlega 30 ár. Hann segir að Cavallo hafi veitt sér innblástur og að þeir tveir ræði reglulega saman. „Mín ráð til hans eru að fagna því hver þú ert,“ hélt Cavallo áfram. „Þú ert að hefja nýjan kafla í lífi þínu, þetta er lífið þitt núna, þannig að farðu út og lifðu því. Ég er virkilega spenntur fyrir hönd okkar beggja. Við eru rétt að byrja ferlana okkar.“ „Þetta er verk í vinnslu og þetta verða ekki allt gleðidagar. Það koma líka dagar þar sem þetta er erfitt. En hann er undirbúinn fyrir það,“ sagði Cavallo að lokum. Hinsegin Enski boltinn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Á seinasta ári birti þessi 22 ára Ástrali myndband á netinu þar sem hann tilkynnti að hann væri samkynhneigður. „Ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður,“ sagði Cavallo í upphafi myndbandsins. Á þeim tíma var hann eini núverandi fótboltamaðurinn í heiminum sem spilar í efstu deild sem var opinberlega samkynhneigður. „Þetta voru bara hráar tilfinningar. Ég vildi að fólk sæi hvernig mér leið,“ sagði Cavallo þegar hann var spurður út í myndbandið fyrr í vikunni. „Ég bjóst aldrei við því að sá dagur kæmi að ég myndi segja: „Ég heiti Josh Cavallo, ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður.“ Hann segir líka frá því hversu ánægður og stoltur hann sé að hafa veitt hinum 17 ára Jake Daniels, sem leikur með Blackpool á Englandi, innblástur til að koma út úr skápnum og segja frá kynhneigð sinni. „Að vita það að ég hafi haft svona áhrif á einhvern á svona stuttum tíma er algjörlega magnað,“ sagði Cavallo stoltur. Jake Daniels varð í seinustu viku fyrsti breski atvinnufótboltamaðurinn til að koma út úr skápnum í rúmlega 30 ár. Hann segir að Cavallo hafi veitt sér innblástur og að þeir tveir ræði reglulega saman. „Mín ráð til hans eru að fagna því hver þú ert,“ hélt Cavallo áfram. „Þú ert að hefja nýjan kafla í lífi þínu, þetta er lífið þitt núna, þannig að farðu út og lifðu því. Ég er virkilega spenntur fyrir hönd okkar beggja. Við eru rétt að byrja ferlana okkar.“ „Þetta er verk í vinnslu og þetta verða ekki allt gleðidagar. Það koma líka dagar þar sem þetta er erfitt. En hann er undirbúinn fyrir það,“ sagði Cavallo að lokum.
Hinsegin Enski boltinn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira