Götulistakonan Miss. Tic er látin Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2022 08:51 Miss. Tic er af mörgum talin vera ein af stöfnendum stensillistar. Getty Franska stensil-og götulistakonan Miss. Tic er látin, 66 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu listakonunnar, sem hét Radhia Novat réttu nafni, segir að hún hafi andast í París í gær eftir að hafa glímt við veikindi. BBC segir frá því að Miss. Tic sé talin ein af stofnendum stensillistar og er graffið hennar – oft myndir af torræðum og dularfullum konum – algeng sjón í frönsku höfuðborginni. Stensill er í raun skapalón úr málmi eða öðru efni með útskorinni mynd eða mynstri sem notaður er til að gera mörg eintök af sömu mynd. Miss. Tic var handtekin árið 1997 í kjölfar kvartana um að hún væri að eyðileggja almannaeigur með myndum sínum. Þegar leið á myndlistarferilinn áttu myndir hennar eftir að verða sýndar á listasöfnum í Frakklandi og víða um heim. Á ferli sínum vann hún einnig með tískuframleiðendum á borð við Kenzo og Louis Vuitton. Miss. Tic fæddist í Montmartre í París árið 1956 og var faðir hennar túnískur innflytjandi og móðir hennar frá Normandí. View this post on Instagram A post shared by - (@missticofficiel) Frakkland Andlát Myndlist Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í tilkynningu frá fjölskyldu listakonunnar, sem hét Radhia Novat réttu nafni, segir að hún hafi andast í París í gær eftir að hafa glímt við veikindi. BBC segir frá því að Miss. Tic sé talin ein af stofnendum stensillistar og er graffið hennar – oft myndir af torræðum og dularfullum konum – algeng sjón í frönsku höfuðborginni. Stensill er í raun skapalón úr málmi eða öðru efni með útskorinni mynd eða mynstri sem notaður er til að gera mörg eintök af sömu mynd. Miss. Tic var handtekin árið 1997 í kjölfar kvartana um að hún væri að eyðileggja almannaeigur með myndum sínum. Þegar leið á myndlistarferilinn áttu myndir hennar eftir að verða sýndar á listasöfnum í Frakklandi og víða um heim. Á ferli sínum vann hún einnig með tískuframleiðendum á borð við Kenzo og Louis Vuitton. Miss. Tic fæddist í Montmartre í París árið 1956 og var faðir hennar túnískur innflytjandi og móðir hennar frá Normandí. View this post on Instagram A post shared by - (@missticofficiel)
Frakkland Andlát Myndlist Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið