Top Gun, rauð flögg og tilhugalíf hænsna Heiðar Sumarliðason skrifar 22. maí 2022 09:04 Charlie og Maverick. Eftir tæpa viku mun Top Gun: Maverick koma í kvikmyndahús. Það er ótrúlegt að Paramount Pictures hafi beðið í heil 36 ár með að koma frá sér þessu framhaldi hinnar stjarnfræðilega vinsælu Top Gun, sem er orðin það gömul að leikstjórinn, annar aðalframleiðandinn og annar handritshöfundurinn eru allir látnir. Aldrei í kvikmyndasögunni hafa jafn mörg ár liðið á milli úgáfu upprunalegu myndar og framhaldsmyndar, þá á ég við alvöru framhaldsmyndir, þar sem eitthvað af sömu leikurunum snúa aftur (því tel ég ekki með teiknimyndir eins og Bambi 2, sem og framhaldsmyndir með öðrum leikurum, líkt og Mary Poppins Returns og The Return to Oz). Top Gun: Maverick tekur nafnbótina af Blade Runner 2049, sem kom út 35 árum og 120 dögum eftir þeirri upprunalegu. Næstum 36 ár eru síðan Top Gun kom í kvikmyndahús, en sú nýja bætir þó eingöngu metið vegna Covid seinkana, en hún átti upprunalega að koma út fyrir tæpum tveimur árum. Top Gun það eina sem var að gera Top Gun kom út á Íslandi föstudaginn 5. september árið 1986 og ef maður flettir í gegnum dagblöð frá þeim degi líður manni eins hún komi úr grárri forneskju. Enn var aðeins ein sjónvarpsstöð á Íslandi og hófst fyrsti dagskrárliðurinn ekki fyrr en klukkan 19:15, en það var ítarleg kynning sjónvarpsþulunnar á dagskrá kvöldsins. Hún tók sér þar heilar 10 mínútur í kynningu á vægast sagt sorglegri dagskrá. Ég geri því ráð fyrir að salurinn í Háskólabíói hafi verið troðfullur þetta kvöldið (það var bara einn salur í bíóinu á þessum tíma) og margir hafi þurft frá að hverfa. Háskólabíó auglýsti Top Gun sem stórkostlega mynd, spennandi, fyndna og vel leikna. Þar segja markaðsmenn bíósins einnig að í henni séu sýnd frábærustu flugatriði sem kvikmynduð hafa verið, bæta svo við að lífið sé ekki bara flug; gleði, sorg og ást séu einnig fylgifiskur flugkappanna. Þeir segja reyndar einnig að leikstjóri hennar Tony Scott heiti Tommy Scott, þannig að það er nú ýmislegt ónákvæmt þarna hjá þeim. Það stendur í raun aðeins eitt þessara kvikmyndahúsi í upprunalegri mynd, með sýningar í þeim sölum sem þarna voru í notkun. Stóri salur Háskólabíós, sem var þá eini salur bíósins, er ekki lengur í notkun undir kvikmyndasýningar. Líklega var markhópur myndarinnar, sem þá var ungt fólk sem nú nálgast óðfluga ellilífeyrisaldurinn, sammála þessum lýsingum. Ég var hins vegar aðeins ný orðinn sjö ára þegar þarna var komið við sögu og sá myndina ekki fyrr en foreldrar mínir leigðu hana í Snælandsvídeó við Snælandsskóla. Við biðum sennilega í margar vikur eftir því að fá hana í hendurnar, en í þá daga komu ekki nema tvö eintök af vinsælustu myndunum og þurfi fólk að skrá sig á biðlista (smá myndbandaleigusaga 101). Minning mín af myndinni er ekki sérlega jákvæð. Ef mig misminnir ekki gafst ég upp á horfinu, fannst hún leiðinleg og þótti hún ekki innihalda nægilega mikið af orrustuþotuatriðum. Næstu kynni mín af Top Gun voru einhverjum árum síðar, á sólríkum vordegi, þegar einn félaganna sagðist þurfa að fara inn, af því það var verið að endursýna hana á Stöð 2 (þá var Stöð 2 farin að sýna kvikmyndir síðdegis). Ég trúði hæpinu og skondraði inn, en varð aftur fyrir vonbrigðum og var farinn aftur út í fótbolta áður en hún var búin. Mikið vatn runnið til sjávar í sjónvarpsmálum þjóðarinnar síðan Top Gun var frumsýnd. Tvær stöðvar og Santa Barbara. Lífið gat ekki orðið betra. Síðan þá hef ég ekki reynt við Top Gun aftur...þar til nú! Hægt er að sjá hana á Stöð 2+. Offramboð á testósteróni Ég get ekki sagt að Top Gun hafi oft komið upp í huga mér síðan ég gafst upp á áhorfinu þarna um árið. Þegar ég horfi á hana aftur átta ég mig hins vegar á hvers vegna ég nennti henni engan veginn sem barn, því hún er að mörgu leyti þung. Ástarsagan milli Maverick (Tom Cruise) og Charlie (Kelly McGillis) tekur ansi mikið pláss, sem og vinátta Mavericks og Goose (Anthony Edwards), sem byrjar á léttu nótunum, en endar á mjög þungum. Fyrir utan flugorrustusenurnar er Top Gun fullorðinsmynd, og eilítið skringileg samsuða. Hún er hermynd án stríðs, jafn furðulega og það kann að hljóma. Hún fjallar um orrustuflugmenn í þjálfun, þá allra bestu og keppast þeir um nafnbótina Top Gun. Svo eru smá átök við Sovíetmenn í lokin, svona til að geta flaggað því hve frábær Bandaríkin eru nú og hífa myndina upp úr útfararstemningunni. Hún er svo uppfull af testósteróni að ekki verður komist hjá því að flissa. Það er ansi margt í henni sem eldist ekki vel, t.d. allt varðandi samband Mavericks og Charlie. Sérstaklega senan þar sem hún þýtur á eftir mótorhjóli hans á blæjubíl sínum, til að rífast við hann og svo segja að hún sé að falla fyrir honum. Elska konur ekki menn sem steyta hnefa í andlit þeirra? Samband þeirra er einhverskonar fantasía þar sem konur falla fyrir óábyrga óþekka stráknum, og eru öll samskipti Mavericks við Charlie sviðsetning. Hann er alltaf að reyna að skapa einhverskonar senur, er ávallt í einhverskonar hlutverki og myndin reynir ekkert að garfa í því hvers vegna hann getur hreinlega ekki hegðað sér eins og maður. Það er áhugavert að horfa á þetta með kynjagleraugunum og held ég að flestar konur myndu álíta Maverick lúða og hefðu enga þolinmæði fyrir svona náunga. En hann flýgur þotu sem fer rosa hratt, á mótorhjól sem segir vrúmm, er óheflaður, gefur yfirvaldinu puttann og klæðir sig í hvítan viðhafnarbúning flughersins á barnum. Top Gun skapar heim þar sem konur falla fyrir slíku, sérstaklega séu þær vel menntaðar og skynsamar. Persóna Tom Cruise er þó eitt stórt rautt flagg. Hann gerir mikið af óviðeigandi hlutum í tengslum við tilhugalífið, kemur inn á kvennklósett til að tala við Charlie, mætir alltof seint á fyrsta stefnumót þeirra og bætir gráu ofan á svart með því að vera kófsveittur því hann var að spila strandblak með vinum sínum. Svo vill hann fá að fara í sturtu heima hjá henni (!). Þetta gerir samband þeirra ótrúverðugt og grefur undan myndinni. Höfundarnir gengu of langt með persónu Mavericks, hann er alltaf einum of mikið. Ég las reyndar í gömlu Morgunblaði að Cruise hafi haft mikið með handrit myndarinnar að segja og mótað það eftir eigin höfði. Birtingarmynd Mavericks kemur kannski ekki á óvart miðað við þann mann sem við vitum nú að Tom Cruise hefur að geyma. Tilhugalíf hænsna Það er áhugaverður leikur að skoða barsenuna og kynni Mavericks og Charlie, og svo mökunarferli hænsfugla. Það er í raun nokkuð góð skemmtun að bera þetta tvennt saman en hér er útlistun Wikipedia á mökunarferli hænsna og svo myndband með senunni af barnum þar sem þau kynnast. Lýsingar af Wikipedia af mökunarvenjum hænsna. Ég er ekki frá því að svona framsetning á tilhugalífi hafi gefið ungu fólki einhverskonar brenglaða hugmynd um hvernig karlmenn eigi að nálgast konur og fékk sennilega margan manninn til að halda að slíkar aðfarir virkuðu raunverulega á kvenfólk. Persónulega hef ég ekki orðið var við að þetta virki sérlega vel og er það mín reynsla að hana-leg hegðun sé almennt ekki fallin til þess að ná hylli kvenna. Ég er reyndar með þá tilgátu að ástæða þess að samskipti karla við konur eru oft svona skrítin í sumum Hollywood-myndum (eftir karlmenn) sé sú að það gerist enginn karlmaður kvikmyndahandritshöfundur nema af því hann fær aldrei á broddinn. Þetta sannast með því að oft er ekki heil brú í því hvernig farið er frá fyrstu kynnum yfir í kynmök í ýmsum kvikmyndum. Því er það a.m.k. mín tilgáta að Top Gun sé í raun mjög toxic kvikmynd, sem gaf ungu fólki mjög furðulegar hugmyndir um karlmennsku og samskipti kynjanna. Á yfirborðinu virðist þetta að sjálfsögðu allt saklaust gaman, en svona lagað seytlar inn í samfélagslega meðvitund, því það vita allir sem ekki eru kjánar, að kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa gífurleg áhrif á tíðarandann og geta jafnvel haft áhrif á siðferðisvitund fólks. Það er ekkert tól jafn öflugt og haglega sögð saga, hvort sem það er á tjaldi, sviði, blaðsíðu eða munnlega. Förum hratt Annað vafasamt við Top Gun er hvernig hún upphefur áhættusækni; förum hratt og skeytum ekki um annað fólk. Þau lífsgildi sem eru upphafin í Top Gun snúa að því að fara upp á móti yfirvaldi, sama þó yfirvaldið hafi rétt fyrir sér. Það er samt áhugavert að skoða hvernig höfundarnir kynna Maverick, hann fremur hetjudáð og bjargar kollega sínum, þvert á skipanir yfirmanna. Hann er hetja! Því næst er hann tekinn á teppið, þar sem yfirmaður hans telur upp allt sem hann hefur gert af sér. Eftir þá útlistun hugsar maður hreinlega að Maverick sé fábjáni. Ég er hingað til að einhverju (eða öllu) leyti að gera lítið úr Top Gun, þetta er þó ekki alveg svo einfalt. Það er auðvitað mjög auðvelt að gantast með eldri kvikmyndir sem eru skrifaðar inn í einhvern tíðaranda löngu liðins tíma. Top Gun er hins vegar ekki slæm kvikmynd, hún er að mörgu leyti ótrúlega góð skemmtun (sem útskýrir vinsældirnar). Orrustusenurnar eru skemmtilegar (nema sú síðasta, þar sem maður vissi oft ekki hver var hvað) og fíflalætin í Maverick og Goose eru frábær skemmtun. Hins vegar er U-beygjan sem hún tekur í lok annars leikþáttar með dauða Goose, óráðleg og teygist að því virðist endalaust og algjörlega drepur myndina. Síðari hluti þriðja leikþáttar virkar eins og óþarfa viðskeyti í mynd sem gerist á friðartímum, en einhvernveginn varð þó að lífga líkið við og Maverick þurfti að komast í alvöru orrustu, annað væri svik við áhorfandann. „Cocky“ Upphafið af ferli Cruise gekk út á að leika hlutverk sjarmerandi manna með mótþróaþrjóskuröskun og „daddy issues.“ Náunga sem framkvæma hlutina á eigin forsendum, gefa skít í yfirvaldið, en gera það á sjarmerandi máta. Cruise tók gott tíu ára tímabil þar sem hann sérhæfði sig í þessari týpu. Í ansi langan tíma voru myndirnar hans næstum því eingöngu í þessum dúr. Fyrsta alvöru „Tom Cruise-myndin“ var sennilega Risky Business frá árinu frá árinu 1983, þar sem hann lék huglítinn framhaldsskólanema sem opnaði vændishús, Top Gun kom skömmu síðar en persónutýpan hafði þróast. Cruise var að færa sig yfir í persónur sem voru frá upphafi myndar hugaðar og kjaftforar. Á kjölfarið á Top Gun kom The Colour of Money, en persónu hans er á Imdb.com lýst sem „cocky,“ sem fellur eins og flís við rass við týpuna sem hann var að þróa (og hana-legan mökunardans persóna hans). Svo var það Cocktail, þar sem orðið „cock“ er m.a.s. í titlinum, og typpið var svo sannarlega uppi á barþjóninum Brian Flanagan sem Cruise lék þar. „Respect the cock,“ sagði Tom í Magnolia. Eftir þetta vildi Cruise greinilega taka að sér eilítið fullorðinslegri hlutverk, en typpið var þó enn uppi á hinum sjálfselska Charlie Babbit í Rain Man, sem og kappakstursbílstjóranum Cole Trickle í Days of Thunder. Cruise var þó farinn að daðra við enn fullorðinslegri hlutverk í Born on the Fourth of July, þar sem hann lék Víetnam hermann sem sneri aftur heim í hjólastól eftir stríðsátökin. Frá 1992 til 1994 var mikill meðbyr með Cruise sem leikara (fremur en kvikmyndastjörnu). Hann lék í þremur vel heppnuðum og vinsælum dramamyndum: A Few Good Men, The Firm og An Interview with a Vampire. Í raun var ferill hans ein löng sigurganga frá 1983 til ársins 2007 og sjaldan hefur kvikmyndastjarna átt annað eins skeið velgengni. Inn á milli komu lágpunktar eins og floppið Far and Away, og Days of Thunder var engin Top Gun á kappakstursbraut, þrátt fyrir að hafa skilað gróða. Tom Cruise er þó vafasöm týpa vegna sambands hans við Vísindakirkjuna, sem er ljóður á ímynd hans og kemur að einhverju leyti í veg fyrir að maður geti fyllilega sökkt sér ofan í myndir hans. Sjálfur næ ég aldrei að gleyma að þetta er Vísindakirkjugaurinn og öllu ruglinu tengdu því fyrirbæri. En svo er líka bara hægt að segja: Hættu að ofhugsa hlutina, grjóthaltu kjafti og njóttu bara Top Gun og þess að horfa á Tom Cruise. Það eru gildar og áhugaverðar leiðir til að horfa á Top Gun og njóta, bæði að skoða hana með nútímagleraugum og gagnrýna sem menningarlegt fyrirbæri, sem og að sleppa takinu og njóta (flug)ferðarinnar. Ætli það sé ekki hægt að segja það sama um Tom, maður getur haldið eða sleppt, krúsin hálf tóm eða hálf full, bæði má. Niðurstaða: Top Gun eldist ekki vel á menningarlegu stigi, hún upphefur eitraða hegðun á máta sem aðeins 100 milljón dollara 80´s Hollywood kvikmynd getur. En ef maður slekkur á heilanum og lítur á hana sem barn síns tíma er hún enn góð skemmtun og miðað við að Top Gun: Maverick fær miklu betri dóma gagnrýnenda en forrennari hennar, er aldrei að vita nema það sé vert að gefa henni gaum og skella sér í bíó. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Aldrei í kvikmyndasögunni hafa jafn mörg ár liðið á milli úgáfu upprunalegu myndar og framhaldsmyndar, þá á ég við alvöru framhaldsmyndir, þar sem eitthvað af sömu leikurunum snúa aftur (því tel ég ekki með teiknimyndir eins og Bambi 2, sem og framhaldsmyndir með öðrum leikurum, líkt og Mary Poppins Returns og The Return to Oz). Top Gun: Maverick tekur nafnbótina af Blade Runner 2049, sem kom út 35 árum og 120 dögum eftir þeirri upprunalegu. Næstum 36 ár eru síðan Top Gun kom í kvikmyndahús, en sú nýja bætir þó eingöngu metið vegna Covid seinkana, en hún átti upprunalega að koma út fyrir tæpum tveimur árum. Top Gun það eina sem var að gera Top Gun kom út á Íslandi föstudaginn 5. september árið 1986 og ef maður flettir í gegnum dagblöð frá þeim degi líður manni eins hún komi úr grárri forneskju. Enn var aðeins ein sjónvarpsstöð á Íslandi og hófst fyrsti dagskrárliðurinn ekki fyrr en klukkan 19:15, en það var ítarleg kynning sjónvarpsþulunnar á dagskrá kvöldsins. Hún tók sér þar heilar 10 mínútur í kynningu á vægast sagt sorglegri dagskrá. Ég geri því ráð fyrir að salurinn í Háskólabíói hafi verið troðfullur þetta kvöldið (það var bara einn salur í bíóinu á þessum tíma) og margir hafi þurft frá að hverfa. Háskólabíó auglýsti Top Gun sem stórkostlega mynd, spennandi, fyndna og vel leikna. Þar segja markaðsmenn bíósins einnig að í henni séu sýnd frábærustu flugatriði sem kvikmynduð hafa verið, bæta svo við að lífið sé ekki bara flug; gleði, sorg og ást séu einnig fylgifiskur flugkappanna. Þeir segja reyndar einnig að leikstjóri hennar Tony Scott heiti Tommy Scott, þannig að það er nú ýmislegt ónákvæmt þarna hjá þeim. Það stendur í raun aðeins eitt þessara kvikmyndahúsi í upprunalegri mynd, með sýningar í þeim sölum sem þarna voru í notkun. Stóri salur Háskólabíós, sem var þá eini salur bíósins, er ekki lengur í notkun undir kvikmyndasýningar. Líklega var markhópur myndarinnar, sem þá var ungt fólk sem nú nálgast óðfluga ellilífeyrisaldurinn, sammála þessum lýsingum. Ég var hins vegar aðeins ný orðinn sjö ára þegar þarna var komið við sögu og sá myndina ekki fyrr en foreldrar mínir leigðu hana í Snælandsvídeó við Snælandsskóla. Við biðum sennilega í margar vikur eftir því að fá hana í hendurnar, en í þá daga komu ekki nema tvö eintök af vinsælustu myndunum og þurfi fólk að skrá sig á biðlista (smá myndbandaleigusaga 101). Minning mín af myndinni er ekki sérlega jákvæð. Ef mig misminnir ekki gafst ég upp á horfinu, fannst hún leiðinleg og þótti hún ekki innihalda nægilega mikið af orrustuþotuatriðum. Næstu kynni mín af Top Gun voru einhverjum árum síðar, á sólríkum vordegi, þegar einn félaganna sagðist þurfa að fara inn, af því það var verið að endursýna hana á Stöð 2 (þá var Stöð 2 farin að sýna kvikmyndir síðdegis). Ég trúði hæpinu og skondraði inn, en varð aftur fyrir vonbrigðum og var farinn aftur út í fótbolta áður en hún var búin. Mikið vatn runnið til sjávar í sjónvarpsmálum þjóðarinnar síðan Top Gun var frumsýnd. Tvær stöðvar og Santa Barbara. Lífið gat ekki orðið betra. Síðan þá hef ég ekki reynt við Top Gun aftur...þar til nú! Hægt er að sjá hana á Stöð 2+. Offramboð á testósteróni Ég get ekki sagt að Top Gun hafi oft komið upp í huga mér síðan ég gafst upp á áhorfinu þarna um árið. Þegar ég horfi á hana aftur átta ég mig hins vegar á hvers vegna ég nennti henni engan veginn sem barn, því hún er að mörgu leyti þung. Ástarsagan milli Maverick (Tom Cruise) og Charlie (Kelly McGillis) tekur ansi mikið pláss, sem og vinátta Mavericks og Goose (Anthony Edwards), sem byrjar á léttu nótunum, en endar á mjög þungum. Fyrir utan flugorrustusenurnar er Top Gun fullorðinsmynd, og eilítið skringileg samsuða. Hún er hermynd án stríðs, jafn furðulega og það kann að hljóma. Hún fjallar um orrustuflugmenn í þjálfun, þá allra bestu og keppast þeir um nafnbótina Top Gun. Svo eru smá átök við Sovíetmenn í lokin, svona til að geta flaggað því hve frábær Bandaríkin eru nú og hífa myndina upp úr útfararstemningunni. Hún er svo uppfull af testósteróni að ekki verður komist hjá því að flissa. Það er ansi margt í henni sem eldist ekki vel, t.d. allt varðandi samband Mavericks og Charlie. Sérstaklega senan þar sem hún þýtur á eftir mótorhjóli hans á blæjubíl sínum, til að rífast við hann og svo segja að hún sé að falla fyrir honum. Elska konur ekki menn sem steyta hnefa í andlit þeirra? Samband þeirra er einhverskonar fantasía þar sem konur falla fyrir óábyrga óþekka stráknum, og eru öll samskipti Mavericks við Charlie sviðsetning. Hann er alltaf að reyna að skapa einhverskonar senur, er ávallt í einhverskonar hlutverki og myndin reynir ekkert að garfa í því hvers vegna hann getur hreinlega ekki hegðað sér eins og maður. Það er áhugavert að horfa á þetta með kynjagleraugunum og held ég að flestar konur myndu álíta Maverick lúða og hefðu enga þolinmæði fyrir svona náunga. En hann flýgur þotu sem fer rosa hratt, á mótorhjól sem segir vrúmm, er óheflaður, gefur yfirvaldinu puttann og klæðir sig í hvítan viðhafnarbúning flughersins á barnum. Top Gun skapar heim þar sem konur falla fyrir slíku, sérstaklega séu þær vel menntaðar og skynsamar. Persóna Tom Cruise er þó eitt stórt rautt flagg. Hann gerir mikið af óviðeigandi hlutum í tengslum við tilhugalífið, kemur inn á kvennklósett til að tala við Charlie, mætir alltof seint á fyrsta stefnumót þeirra og bætir gráu ofan á svart með því að vera kófsveittur því hann var að spila strandblak með vinum sínum. Svo vill hann fá að fara í sturtu heima hjá henni (!). Þetta gerir samband þeirra ótrúverðugt og grefur undan myndinni. Höfundarnir gengu of langt með persónu Mavericks, hann er alltaf einum of mikið. Ég las reyndar í gömlu Morgunblaði að Cruise hafi haft mikið með handrit myndarinnar að segja og mótað það eftir eigin höfði. Birtingarmynd Mavericks kemur kannski ekki á óvart miðað við þann mann sem við vitum nú að Tom Cruise hefur að geyma. Tilhugalíf hænsna Það er áhugaverður leikur að skoða barsenuna og kynni Mavericks og Charlie, og svo mökunarferli hænsfugla. Það er í raun nokkuð góð skemmtun að bera þetta tvennt saman en hér er útlistun Wikipedia á mökunarferli hænsna og svo myndband með senunni af barnum þar sem þau kynnast. Lýsingar af Wikipedia af mökunarvenjum hænsna. Ég er ekki frá því að svona framsetning á tilhugalífi hafi gefið ungu fólki einhverskonar brenglaða hugmynd um hvernig karlmenn eigi að nálgast konur og fékk sennilega margan manninn til að halda að slíkar aðfarir virkuðu raunverulega á kvenfólk. Persónulega hef ég ekki orðið var við að þetta virki sérlega vel og er það mín reynsla að hana-leg hegðun sé almennt ekki fallin til þess að ná hylli kvenna. Ég er reyndar með þá tilgátu að ástæða þess að samskipti karla við konur eru oft svona skrítin í sumum Hollywood-myndum (eftir karlmenn) sé sú að það gerist enginn karlmaður kvikmyndahandritshöfundur nema af því hann fær aldrei á broddinn. Þetta sannast með því að oft er ekki heil brú í því hvernig farið er frá fyrstu kynnum yfir í kynmök í ýmsum kvikmyndum. Því er það a.m.k. mín tilgáta að Top Gun sé í raun mjög toxic kvikmynd, sem gaf ungu fólki mjög furðulegar hugmyndir um karlmennsku og samskipti kynjanna. Á yfirborðinu virðist þetta að sjálfsögðu allt saklaust gaman, en svona lagað seytlar inn í samfélagslega meðvitund, því það vita allir sem ekki eru kjánar, að kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa gífurleg áhrif á tíðarandann og geta jafnvel haft áhrif á siðferðisvitund fólks. Það er ekkert tól jafn öflugt og haglega sögð saga, hvort sem það er á tjaldi, sviði, blaðsíðu eða munnlega. Förum hratt Annað vafasamt við Top Gun er hvernig hún upphefur áhættusækni; förum hratt og skeytum ekki um annað fólk. Þau lífsgildi sem eru upphafin í Top Gun snúa að því að fara upp á móti yfirvaldi, sama þó yfirvaldið hafi rétt fyrir sér. Það er samt áhugavert að skoða hvernig höfundarnir kynna Maverick, hann fremur hetjudáð og bjargar kollega sínum, þvert á skipanir yfirmanna. Hann er hetja! Því næst er hann tekinn á teppið, þar sem yfirmaður hans telur upp allt sem hann hefur gert af sér. Eftir þá útlistun hugsar maður hreinlega að Maverick sé fábjáni. Ég er hingað til að einhverju (eða öllu) leyti að gera lítið úr Top Gun, þetta er þó ekki alveg svo einfalt. Það er auðvitað mjög auðvelt að gantast með eldri kvikmyndir sem eru skrifaðar inn í einhvern tíðaranda löngu liðins tíma. Top Gun er hins vegar ekki slæm kvikmynd, hún er að mörgu leyti ótrúlega góð skemmtun (sem útskýrir vinsældirnar). Orrustusenurnar eru skemmtilegar (nema sú síðasta, þar sem maður vissi oft ekki hver var hvað) og fíflalætin í Maverick og Goose eru frábær skemmtun. Hins vegar er U-beygjan sem hún tekur í lok annars leikþáttar með dauða Goose, óráðleg og teygist að því virðist endalaust og algjörlega drepur myndina. Síðari hluti þriðja leikþáttar virkar eins og óþarfa viðskeyti í mynd sem gerist á friðartímum, en einhvernveginn varð þó að lífga líkið við og Maverick þurfti að komast í alvöru orrustu, annað væri svik við áhorfandann. „Cocky“ Upphafið af ferli Cruise gekk út á að leika hlutverk sjarmerandi manna með mótþróaþrjóskuröskun og „daddy issues.“ Náunga sem framkvæma hlutina á eigin forsendum, gefa skít í yfirvaldið, en gera það á sjarmerandi máta. Cruise tók gott tíu ára tímabil þar sem hann sérhæfði sig í þessari týpu. Í ansi langan tíma voru myndirnar hans næstum því eingöngu í þessum dúr. Fyrsta alvöru „Tom Cruise-myndin“ var sennilega Risky Business frá árinu frá árinu 1983, þar sem hann lék huglítinn framhaldsskólanema sem opnaði vændishús, Top Gun kom skömmu síðar en persónutýpan hafði þróast. Cruise var að færa sig yfir í persónur sem voru frá upphafi myndar hugaðar og kjaftforar. Á kjölfarið á Top Gun kom The Colour of Money, en persónu hans er á Imdb.com lýst sem „cocky,“ sem fellur eins og flís við rass við týpuna sem hann var að þróa (og hana-legan mökunardans persóna hans). Svo var það Cocktail, þar sem orðið „cock“ er m.a.s. í titlinum, og typpið var svo sannarlega uppi á barþjóninum Brian Flanagan sem Cruise lék þar. „Respect the cock,“ sagði Tom í Magnolia. Eftir þetta vildi Cruise greinilega taka að sér eilítið fullorðinslegri hlutverk, en typpið var þó enn uppi á hinum sjálfselska Charlie Babbit í Rain Man, sem og kappakstursbílstjóranum Cole Trickle í Days of Thunder. Cruise var þó farinn að daðra við enn fullorðinslegri hlutverk í Born on the Fourth of July, þar sem hann lék Víetnam hermann sem sneri aftur heim í hjólastól eftir stríðsátökin. Frá 1992 til 1994 var mikill meðbyr með Cruise sem leikara (fremur en kvikmyndastjörnu). Hann lék í þremur vel heppnuðum og vinsælum dramamyndum: A Few Good Men, The Firm og An Interview with a Vampire. Í raun var ferill hans ein löng sigurganga frá 1983 til ársins 2007 og sjaldan hefur kvikmyndastjarna átt annað eins skeið velgengni. Inn á milli komu lágpunktar eins og floppið Far and Away, og Days of Thunder var engin Top Gun á kappakstursbraut, þrátt fyrir að hafa skilað gróða. Tom Cruise er þó vafasöm týpa vegna sambands hans við Vísindakirkjuna, sem er ljóður á ímynd hans og kemur að einhverju leyti í veg fyrir að maður geti fyllilega sökkt sér ofan í myndir hans. Sjálfur næ ég aldrei að gleyma að þetta er Vísindakirkjugaurinn og öllu ruglinu tengdu því fyrirbæri. En svo er líka bara hægt að segja: Hættu að ofhugsa hlutina, grjóthaltu kjafti og njóttu bara Top Gun og þess að horfa á Tom Cruise. Það eru gildar og áhugaverðar leiðir til að horfa á Top Gun og njóta, bæði að skoða hana með nútímagleraugum og gagnrýna sem menningarlegt fyrirbæri, sem og að sleppa takinu og njóta (flug)ferðarinnar. Ætli það sé ekki hægt að segja það sama um Tom, maður getur haldið eða sleppt, krúsin hálf tóm eða hálf full, bæði má. Niðurstaða: Top Gun eldist ekki vel á menningarlegu stigi, hún upphefur eitraða hegðun á máta sem aðeins 100 milljón dollara 80´s Hollywood kvikmynd getur. En ef maður slekkur á heilanum og lítur á hana sem barn síns tíma er hún enn góð skemmtun og miðað við að Top Gun: Maverick fær miklu betri dóma gagnrýnenda en forrennari hennar, er aldrei að vita nema það sé vert að gefa henni gaum og skella sér í bíó.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira