Blikar fyrsta liðið í sextán ár með fullt hús eftir fimm leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 11:00 Blikar hafa byrjað mótið frábærlega. Hér fagna þeir einum af fimm sigrum sínum í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik komst í gærkvöldi í sannkallaðan úrvalshóp með átta öðrum liðum sem hafa náð fullkominni fimm leikja byrjun á Íslandsmótinu frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman sumarið 1959. Blikar unnu 3-2 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum í gær og hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína í Bestu-deildinni. Markatalan er sextán mörk skoruð gegn aðeins fjórum fengnum á sig. Blikar hafa unnið Keflavík, KR, FH, ÍA og svo Stjörnuna í þessum fyrstu leikjum tímabilsins. Það eru liðin sextán ár síðan lið náði slíkri byrjun í efstu deild og þetta er því metbyrjun hjá Breiðabliki í tólf liða deild. Síðasta lið á undan Blikum til að ná fullkominni fimm leikja byrjun voru FH-ingar sumarið 2006. Það FH-lið endaði á því að meistari sem og FH-liðið árið áður sem vann líka fimm fyrstu leiki sína. Sumarið 2005 vann líka annað lið fimm fyrstu leiki sína en það voru Valsmenn. Þeir eru eina liðið ásamt Keflavíkurliðinu sumarið 1997 sem hafa fengið fimmtán stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjunum en ekki náð að fylgja því eftir og verða Íslandsmeistarar. KR varð fyrsta liðið til að ná þessu sumarið 1959 en það lið vann alla tíu leiki sína á tímabilinu. Frá 1959 til 1995 bættust þrjú lið í hópinn, Keflavík 1973, Valur 1978 og ÍA 1995 en þau unnu öll Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi hætti. Það er ekki nóg með að Blikar hafi unnið fimm fyrstu leiki þessa tímabils því þeir unnu einnig átta af síðustu níu leikjum sumarsins í fyrra. Þetta eina tap kostaði þá titilinn en Blikar eru nú búnir að vinna þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum í efstu deild. Það er því óhætt að segja að Blikar hafi tekið upp þráðinn frá síðasta hausti og eru nú í góðri stöðu á toppi deildarinnar. Í raun allt annarri stöðu en í fyrrasumar þegar liðið vann bara tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og var með átta stigum færra eftir jafnmarga leiki og í ár. Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Blikar unnu 3-2 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum í gær og hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína í Bestu-deildinni. Markatalan er sextán mörk skoruð gegn aðeins fjórum fengnum á sig. Blikar hafa unnið Keflavík, KR, FH, ÍA og svo Stjörnuna í þessum fyrstu leikjum tímabilsins. Það eru liðin sextán ár síðan lið náði slíkri byrjun í efstu deild og þetta er því metbyrjun hjá Breiðabliki í tólf liða deild. Síðasta lið á undan Blikum til að ná fullkominni fimm leikja byrjun voru FH-ingar sumarið 2006. Það FH-lið endaði á því að meistari sem og FH-liðið árið áður sem vann líka fimm fyrstu leiki sína. Sumarið 2005 vann líka annað lið fimm fyrstu leiki sína en það voru Valsmenn. Þeir eru eina liðið ásamt Keflavíkurliðinu sumarið 1997 sem hafa fengið fimmtán stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjunum en ekki náð að fylgja því eftir og verða Íslandsmeistarar. KR varð fyrsta liðið til að ná þessu sumarið 1959 en það lið vann alla tíu leiki sína á tímabilinu. Frá 1959 til 1995 bættust þrjú lið í hópinn, Keflavík 1973, Valur 1978 og ÍA 1995 en þau unnu öll Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi hætti. Það er ekki nóg með að Blikar hafi unnið fimm fyrstu leiki þessa tímabils því þeir unnu einnig átta af síðustu níu leikjum sumarsins í fyrra. Þetta eina tap kostaði þá titilinn en Blikar eru nú búnir að vinna þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum í efstu deild. Það er því óhætt að segja að Blikar hafi tekið upp þráðinn frá síðasta hausti og eru nú í góðri stöðu á toppi deildarinnar. Í raun allt annarri stöðu en í fyrrasumar þegar liðið vann bara tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og var með átta stigum færra eftir jafnmarga leiki og í ár. Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari
Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira