Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2022 11:06 Veðurstofan er með sólarhringsvakt og náttúruvársérfræðingur segir að grannt verði fylgst með virkninni. Vísir/Egill Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03