Fær hálfa milljón í bætur vegna uppsagnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2022 14:13 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar Vísir/Sigurjón. Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs gegn sveitarfélaginu. Þar krafðist hann þess að fá greidd biðlaun auk miskabóta vegna uppsagnar hans fyrir um ári síðan. Greint var frá því í apríl í fyrra að Strandabyggð hafði sagt Þorgeiri upp störfum. Þorgeir var ósáttur við þetta og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði engin rök hafa verið færð fyrir uppsögninni. Þorgeir höfðaði mál á hendur Strandabyggð þar sem hann taldi sig eiga rétt á biðlaunum, auk miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir ætti ekki rétt á biðlaunum. Dómurinn tók hins vegar til greina kröfu Þorgeirs um að uppsögn hans hefði verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að hún hafi orðið honum til álitshnekkis. Strandabyggð vildi hins vegar meina að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að segja honum upp. Staða sveitarstjóra væri pólitísk staða og byggja mætti á pólitískum sjónarmiðum vegna uppsagnar. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að það liggi ekki fyrir með skýrum hætti af hverju Þorgeiri hafi verið sagt upp, utan að hann hafi verið upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengu ekki í takt. Í dóminum er einnig vísað í bréf sem Þorgeir sendi sveitarstjórnarfulltrúm undir lok árs 2019, þar sem hann óskaði eftir því að samskipti á milli sveitarstjóra og sveitarstjórnar yrðu bætt. Bréfinu var ekki svarað. Úr Strandabyggð.Vísir/Vilhelm. Féllst héraðsdómur á að Þorgeiri hafi verið sagt upp án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starf sitt. Hann ætti því rétt á miskabótum. Sveitarstjórninni bar að verða við beiðni um að ræða samskiptin Segir í dómi héraðsdóms að sveitarstjórninni hafi borið að verða við beiðni Þorgeirs um að ræða samskipti aðila og þá eftir atvikum veita honum áminningu eða gefa honum færi á því að bæta úr því sem á að kynni að vanta að mati sveitarstjórnarinnar. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði séð að pólitískar breytingar hafi átt sér stað í sveitarstjórninni á þessum tíma. Að auki hafi ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur hafi verið sem á að hafa komið upp á milli Þorgeirs og sveitarstjórnarinnar. Telur dómurinn að uppsögn Þorgeirs hafi verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti, með því að vísa honum af vinnustað. Ekki hafi verið útskýrt hvers vegna þessi flýtir hafi verið nauðsynlegur. Þarf Strandabyggð því að greiða Þorgeiri fimm hundruð þúsund krónur en við ákvörðunar fjárhæðar miskabóta var litið til þeirrar röskunar á högum Þorgeirs og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að sveitarfélagið lauk ráðningarsambandinu áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju ekki takt. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Strandabyggð Tengdar fréttir Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs gegn sveitarfélaginu. Þar krafðist hann þess að fá greidd biðlaun auk miskabóta vegna uppsagnar hans fyrir um ári síðan. Greint var frá því í apríl í fyrra að Strandabyggð hafði sagt Þorgeiri upp störfum. Þorgeir var ósáttur við þetta og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði engin rök hafa verið færð fyrir uppsögninni. Þorgeir höfðaði mál á hendur Strandabyggð þar sem hann taldi sig eiga rétt á biðlaunum, auk miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir ætti ekki rétt á biðlaunum. Dómurinn tók hins vegar til greina kröfu Þorgeirs um að uppsögn hans hefði verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að hún hafi orðið honum til álitshnekkis. Strandabyggð vildi hins vegar meina að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að segja honum upp. Staða sveitarstjóra væri pólitísk staða og byggja mætti á pólitískum sjónarmiðum vegna uppsagnar. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að það liggi ekki fyrir með skýrum hætti af hverju Þorgeiri hafi verið sagt upp, utan að hann hafi verið upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengu ekki í takt. Í dóminum er einnig vísað í bréf sem Þorgeir sendi sveitarstjórnarfulltrúm undir lok árs 2019, þar sem hann óskaði eftir því að samskipti á milli sveitarstjóra og sveitarstjórnar yrðu bætt. Bréfinu var ekki svarað. Úr Strandabyggð.Vísir/Vilhelm. Féllst héraðsdómur á að Þorgeiri hafi verið sagt upp án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starf sitt. Hann ætti því rétt á miskabótum. Sveitarstjórninni bar að verða við beiðni um að ræða samskiptin Segir í dómi héraðsdóms að sveitarstjórninni hafi borið að verða við beiðni Þorgeirs um að ræða samskipti aðila og þá eftir atvikum veita honum áminningu eða gefa honum færi á því að bæta úr því sem á að kynni að vanta að mati sveitarstjórnarinnar. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði séð að pólitískar breytingar hafi átt sér stað í sveitarstjórninni á þessum tíma. Að auki hafi ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur hafi verið sem á að hafa komið upp á milli Þorgeirs og sveitarstjórnarinnar. Telur dómurinn að uppsögn Þorgeirs hafi verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti, með því að vísa honum af vinnustað. Ekki hafi verið útskýrt hvers vegna þessi flýtir hafi verið nauðsynlegur. Þarf Strandabyggð því að greiða Þorgeiri fimm hundruð þúsund krónur en við ákvörðunar fjárhæðar miskabóta var litið til þeirrar röskunar á högum Þorgeirs og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að sveitarfélagið lauk ráðningarsambandinu áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju ekki takt.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Strandabyggð Tengdar fréttir Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01