Veggfóður verða lykiltrend 2022 Sérefni 11. apríl 2022 14:01 „Það skemmtilega í dag er fjölbreytnin. Það fást alls konar ólík veggfóður fyrir alla." Veggfóður verður sífellt vinsælla. Árný Helga Reynisdóttir, markaðsstjóri og eigandi Sérefna, segir samband okkar Íslendinga við veggfóður dálítið kaflaskipt meðan aðrar þjóðir skipti ekki eins ört um skoðun. Úrvalið í dag bjóði upp á óteljandi möguleika. „Það skemmtilega í dag er fjölbreytnin. Það fást alls konar ólík veggfóður fyrir alla og fylgir veggfóðrið stefnunni í innanhússhönnun sem gildir í dag að margt er í gangi, margar stílstefnur ríkja og gömlu og nýju er blandað fallega saman. Það þýðir að heimili eru að verða fjölbreyttari og endurspegla meira karakter þeirra sem þar búa. Annars höfum Íslendingar verið svolítið sér á báti með veggfóður, fólk hefur ýmist elskað eða hatað það eftir tímabilum á meðan mikil veggfóðurshefð hefur ætíð haldist í gegnum tíðina í nágrannalöndunum,“ segir Árný Helga. Áttundi áratugurinn hafi verið sérstaklega skrautlegur. Árný Helga Reynisdóttir, markaðsstjóri og eigandi Sérefna. „Þá voru t.d. litsterk og stórmynstruð veggfóður inni á hverju heimili. Þau komu frá örfáum framleiðendum sem stuðlaði síðan að því að það var eins og allir hafi fengið nóg í sömu vikunni og rifið niður. Veggfóður hefur síðan átt fremur erfitt uppdráttar í innanhússhönnun á Íslandi. Nú horfir öðruvísi við með gríðarlegri fjölbreytni og ég hef trú á að veggfóður eigi eftir að festa sig í sessi hér á landi til frambúðar,“ segir Árný. Náttúrumótíf langvinsælust Mildir jarðlitir eru langvinsælastir í málningu og í veggfóðri er að sama skapi mest sótt í náttúruliti og náttúrumótíf, t.d. plöntur, blóm og áferð sem minnir á náttúrutrefjar og stein. Árný segir dempaða tóna njóta mestra vinsælda en einnig hressileg mynstur. „Í raun er hægt að skipta viðskiptavinum nokkurn veginn í tvennt. Annars vegar þá sem leita að áreitislausum og ljúfum bakgrunni fyrir innbúið, t.d. mild blómamótíf í ljósum jarðlitum. Hins vegar eru þeir sem vilja að veggurinn veki mikla athygli og framkalli glæsileika í rýminu og „vá“-tilfinningu, t.d. með risastórum mótífum og myndum sem blekkja augað til að skynja þrívídd. Slík mynstur dýpka eða stækka rýmið. Mynstur með gróskumiklum pálmum og risablómum eru vinsæl, þetta eru oftast heilmyndir en ekki mynstur sem endurtaka sig. Stóru mynstrin eru mikið tekin í verslanir, veitingahús, hárgreiðslustofur og allra handa biðstofur, svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Árný. Barnaherbergin litríkust Hún segir tilraunagleðina oftast mesta í barnaherbergjum. „Þegar eitthvað nýtt og spennandi er að gerast í innanhússhönnun er fólk oft tilbúið til að byrja tilraunir í barnaherbergjum. Þar sjáum við nostrað við og breytt um liti og innanstokksmuni oftar en annars staðar í húsinu. Þetta á einnig við um veggfóður, barnafólkið byrjar þar áður en það tekur ákvörðun um veggfóður sem valkost í önnur rými. Í barnaherbergjum eru dýr og blóm alltaf vinsælust, gott dæmi er Newbie-línan okkar, sem er yndislega ljúf og í svo fallegum litum. Töluvert er líka um að barnamynstrin sýni sögu- og ævintýraheima þar sem allt getur gerst. Virkilega falleg, fræðandi og auðvitað örvandi mynstur fyrir ímyndunaraflið.“ Yfir tvö þúsund mynstur í boði hjá Sérefni „Mér finnst að sumu leyti orðið „áferð“ vera lykilorð í hönnun heimila í dag. Fólk er mikið að brjóta upp áferð einsleitra, sléttra veggja, t.d. með veggþiljum, textíl, náttúrusteini og veggfóðri af mörgum gerðum. Þetta sé ég líka í aukinni sölu á listum, veggþiljum og steinefnaspartlinu (stucco) okkar. Veggfóður passar vel með slíkum veggefnum en fást svo líka sjálf með samskonar útliti , s.s. viðaráferð, marmara-, stein- og kalkáferð, hör-, silki- og abaca-áferð og svo framvegis. Eini vandinn er að velja! Á heimasíðunni okkar serefni.is eru yfir tvö þúsund mynstur með íslenskum lýsingum og er hægt að sjá þau uppsett á heimilum. Þar er líka reiknivél til að slá inn stærð veggja og fá verðið fram og ganga svo frá kaupum heima hjá sér. Hins vegar mælum við alltaf með að koma í verslunina á Dalvegi til að sjá mynstrin berum augum og jafnvel fá prufu áður en endanleg ákvörðun er tekin.“ Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira
„Það skemmtilega í dag er fjölbreytnin. Það fást alls konar ólík veggfóður fyrir alla og fylgir veggfóðrið stefnunni í innanhússhönnun sem gildir í dag að margt er í gangi, margar stílstefnur ríkja og gömlu og nýju er blandað fallega saman. Það þýðir að heimili eru að verða fjölbreyttari og endurspegla meira karakter þeirra sem þar búa. Annars höfum Íslendingar verið svolítið sér á báti með veggfóður, fólk hefur ýmist elskað eða hatað það eftir tímabilum á meðan mikil veggfóðurshefð hefur ætíð haldist í gegnum tíðina í nágrannalöndunum,“ segir Árný Helga. Áttundi áratugurinn hafi verið sérstaklega skrautlegur. Árný Helga Reynisdóttir, markaðsstjóri og eigandi Sérefna. „Þá voru t.d. litsterk og stórmynstruð veggfóður inni á hverju heimili. Þau komu frá örfáum framleiðendum sem stuðlaði síðan að því að það var eins og allir hafi fengið nóg í sömu vikunni og rifið niður. Veggfóður hefur síðan átt fremur erfitt uppdráttar í innanhússhönnun á Íslandi. Nú horfir öðruvísi við með gríðarlegri fjölbreytni og ég hef trú á að veggfóður eigi eftir að festa sig í sessi hér á landi til frambúðar,“ segir Árný. Náttúrumótíf langvinsælust Mildir jarðlitir eru langvinsælastir í málningu og í veggfóðri er að sama skapi mest sótt í náttúruliti og náttúrumótíf, t.d. plöntur, blóm og áferð sem minnir á náttúrutrefjar og stein. Árný segir dempaða tóna njóta mestra vinsælda en einnig hressileg mynstur. „Í raun er hægt að skipta viðskiptavinum nokkurn veginn í tvennt. Annars vegar þá sem leita að áreitislausum og ljúfum bakgrunni fyrir innbúið, t.d. mild blómamótíf í ljósum jarðlitum. Hins vegar eru þeir sem vilja að veggurinn veki mikla athygli og framkalli glæsileika í rýminu og „vá“-tilfinningu, t.d. með risastórum mótífum og myndum sem blekkja augað til að skynja þrívídd. Slík mynstur dýpka eða stækka rýmið. Mynstur með gróskumiklum pálmum og risablómum eru vinsæl, þetta eru oftast heilmyndir en ekki mynstur sem endurtaka sig. Stóru mynstrin eru mikið tekin í verslanir, veitingahús, hárgreiðslustofur og allra handa biðstofur, svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Árný. Barnaherbergin litríkust Hún segir tilraunagleðina oftast mesta í barnaherbergjum. „Þegar eitthvað nýtt og spennandi er að gerast í innanhússhönnun er fólk oft tilbúið til að byrja tilraunir í barnaherbergjum. Þar sjáum við nostrað við og breytt um liti og innanstokksmuni oftar en annars staðar í húsinu. Þetta á einnig við um veggfóður, barnafólkið byrjar þar áður en það tekur ákvörðun um veggfóður sem valkost í önnur rými. Í barnaherbergjum eru dýr og blóm alltaf vinsælust, gott dæmi er Newbie-línan okkar, sem er yndislega ljúf og í svo fallegum litum. Töluvert er líka um að barnamynstrin sýni sögu- og ævintýraheima þar sem allt getur gerst. Virkilega falleg, fræðandi og auðvitað örvandi mynstur fyrir ímyndunaraflið.“ Yfir tvö þúsund mynstur í boði hjá Sérefni „Mér finnst að sumu leyti orðið „áferð“ vera lykilorð í hönnun heimila í dag. Fólk er mikið að brjóta upp áferð einsleitra, sléttra veggja, t.d. með veggþiljum, textíl, náttúrusteini og veggfóðri af mörgum gerðum. Þetta sé ég líka í aukinni sölu á listum, veggþiljum og steinefnaspartlinu (stucco) okkar. Veggfóður passar vel með slíkum veggefnum en fást svo líka sjálf með samskonar útliti , s.s. viðaráferð, marmara-, stein- og kalkáferð, hör-, silki- og abaca-áferð og svo framvegis. Eini vandinn er að velja! Á heimasíðunni okkar serefni.is eru yfir tvö þúsund mynstur með íslenskum lýsingum og er hægt að sjá þau uppsett á heimilum. Þar er líka reiknivél til að slá inn stærð veggja og fá verðið fram og ganga svo frá kaupum heima hjá sér. Hins vegar mælum við alltaf með að koma í verslunina á Dalvegi til að sjá mynstrin berum augum og jafnvel fá prufu áður en endanleg ákvörðun er tekin.“
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira