Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,1 prósent í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 09:36 Áætlað er að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 4,8 prósent í fyrra. Vísir/Vilhelm Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um 7,5 prósent árið 2021 samanborið við árið á undan. Rástöfunartekjur á mann numu rúmlega 4,4 milljónum króna og jukust um 5,6 prósent frá árinu áður. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,1 prósent á sama tímabili. Þá er áætlað að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist enn meira á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða um rúmlega 9,3 prósent, borið saman við sama tímabil fyrra árs en áætlað er að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið rúmlega 1,1 milljón króna á ársfjórðungnum og aukist um 1,1 prósent frá sama tímabili í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands að teknu tilliti til verðlagsþróunar sé áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 2,2 prósent á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent á sama tímabili. Útgjöld heimilanna jukust og skattar sömuleiðis Heildartekjur heimilanna jukust þá um 8,6 prósent árið 2021 frá árinu áður. Liðurinn sem þyngst vegur í hækkun á heildartekjum heimilanna eru launatekjur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 155 milljarða frá fyrra ári eða sem nemur tæplega 10 prósentum. Á sama tímabili jukust skattar á laun um ríflega 67 milljarða eða um rúmlega 14 prósent. Þá er áætlað að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hafi heildartekjur heimilanna aukis tum 11 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Launatekjur hafi þar af aukist um 14,8 prósent og eignatekjur um 7,7 prósent. Heildargjöld heimilanna hafi á sama tímabili aukist um 13,3 prósent saman borið við sama tímabil árið áður og þar af jukust skattar á laun um 19,3 prósent og vaxtagjöld um rúmlega 26,9 prósent. Þá skýrist aukning launatekna bæði af launahækkunum og minnkandi atvinnuleysi. Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hækkuðu laun að meðaltali um 8,3 prósent á árinu borið saman við fyrra ár en starfandi einstaklingum fjölgaði um 2,1 prósent á sama tímabili. Vaxtagjöld heimilanna jukust sömuleiðis um 20,3 prósent í fyrra borið saman við árið 2020 en það skýrist bæði af auknum útlánum til heimila og hærri vöxtum. Þá jukust eignatekjur heimila um 6 prósent meðal annars af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 8 prósent á tímabilinu. Lífeyristekjur jukust um tæp 4 prósent Áætlað er að lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur til heimilanna hafi aukist um tæpa 19 milljarða frá fyrra ári, sem nemur tæplega 4 prósenta aukningu milli ára. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu tæplega 17 prósentum af heildartekjum heimilanna árið 2021 samanborið við rúmlega 17 prósent árið 2020 og 14 prósent árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna heimilanna á árunum 2018 til 2021.Hagstofa Íslands Þá jukust tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans um rúmlega 4 prósent samanborið við 1 prósent samdrátt á árinu 2020. Það skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Frestun þess stóð hluta launagreiðenda enn til boða í fyrra. Þá drógust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur saman um 1 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við sama ársfjórðung 2020 og námu 16 prósentum af heildartekjum heimilanna á ársfjórðungnum. Þá jukust tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans um 10 prósent á ársfjórðungnum samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þá er áætlað að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist enn meira á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða um rúmlega 9,3 prósent, borið saman við sama tímabil fyrra árs en áætlað er að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið rúmlega 1,1 milljón króna á ársfjórðungnum og aukist um 1,1 prósent frá sama tímabili í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands að teknu tilliti til verðlagsþróunar sé áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 2,2 prósent á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent á sama tímabili. Útgjöld heimilanna jukust og skattar sömuleiðis Heildartekjur heimilanna jukust þá um 8,6 prósent árið 2021 frá árinu áður. Liðurinn sem þyngst vegur í hækkun á heildartekjum heimilanna eru launatekjur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 155 milljarða frá fyrra ári eða sem nemur tæplega 10 prósentum. Á sama tímabili jukust skattar á laun um ríflega 67 milljarða eða um rúmlega 14 prósent. Þá er áætlað að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hafi heildartekjur heimilanna aukis tum 11 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Launatekjur hafi þar af aukist um 14,8 prósent og eignatekjur um 7,7 prósent. Heildargjöld heimilanna hafi á sama tímabili aukist um 13,3 prósent saman borið við sama tímabil árið áður og þar af jukust skattar á laun um 19,3 prósent og vaxtagjöld um rúmlega 26,9 prósent. Þá skýrist aukning launatekna bæði af launahækkunum og minnkandi atvinnuleysi. Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hækkuðu laun að meðaltali um 8,3 prósent á árinu borið saman við fyrra ár en starfandi einstaklingum fjölgaði um 2,1 prósent á sama tímabili. Vaxtagjöld heimilanna jukust sömuleiðis um 20,3 prósent í fyrra borið saman við árið 2020 en það skýrist bæði af auknum útlánum til heimila og hærri vöxtum. Þá jukust eignatekjur heimila um 6 prósent meðal annars af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 8 prósent á tímabilinu. Lífeyristekjur jukust um tæp 4 prósent Áætlað er að lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur til heimilanna hafi aukist um tæpa 19 milljarða frá fyrra ári, sem nemur tæplega 4 prósenta aukningu milli ára. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu tæplega 17 prósentum af heildartekjum heimilanna árið 2021 samanborið við rúmlega 17 prósent árið 2020 og 14 prósent árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna heimilanna á árunum 2018 til 2021.Hagstofa Íslands Þá jukust tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans um rúmlega 4 prósent samanborið við 1 prósent samdrátt á árinu 2020. Það skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Frestun þess stóð hluta launagreiðenda enn til boða í fyrra. Þá drógust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur saman um 1 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við sama ársfjórðung 2020 og námu 16 prósentum af heildartekjum heimilanna á ársfjórðungnum. Þá jukust tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans um 10 prósent á ársfjórðungnum samanborið við sama ársfjórðung í fyrra.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00
Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03
Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30