Hvaða laun hafa hækkað? Indriði Stefánsson skrifar 11. mars 2022 08:00 Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim. Á vef Hagstofu Íslands má skoða hvernig tekjur þjóðfélagshópa hafa þróast. Þar má skoða þróun og samanburð tekna, eigna, skulda og fleiri hagstærða milli tíunda. Þessar tölur eru unnar upp úr skattframtölum og því er um að ræða opinberlega skráð gögn. Þær tölur sem koma hér fram miðast við þá niðurstöðu sem ég fékk úr reiknivél Hagstofunnar. Hér skoða ég tímabilið frá aldamótum, eins langt og gögnin ná. Lægsta tíundin nær ekki einu sinni að halda í verðbólguna Sé tímabilið frá aldamótum skoðað er verðbólgan á því tímabili hækkun upp á 142%. Ef við skoðum atvinnutekjur lægstu tíundarinnar hafa þær á tímabilinu hækkað um 98%, töluvert minna. Ef við skoðum á móti þróun ráðstöfunartekna er staðan skárri eða hækkun upp á 113% sem nær þó ekki að halda í við verðbólgu. Sé litið til breytinga milli ára sést að lægsta tíundin sker sig nokkuð úr og lækkar gjarnan milli ára. Svo hefur tilfellið verið undanfarin ár og voru ráðstöfunartekjur hennar árið 2020 einungis 87% af því sem þær voru 2018. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað um 357%. Eignir lægstu tíundanna í fasteignum dragast saman Þar sem fasteignaverð hefur þróast með talsvert öðrum hætti en laun lægstu tíundanna þarf ekki að koma á óvart að húsnæðiseign lægri tíundanna er minni en hinna. Sú þróun er sláandi, lægstu þrjár tíundirnar mælast vart í eignum en bæta lítillega við sig að nafnvirði. Sé litið til verðbólgu (ekki þróunar fasteignaverðs) dragast eignir þriðju, fjórðu og fimmtu tíundarinnar áberandi saman, svo mjög að segja má að húsnæðiseign lægstu fimm tíundanna mælist vart á meðan hinar hærri hafa hækkað mikið. Sé litið til þróunar húsnæðisverðs kemur svo í ljós að eignir sjöttu tíundarinnar standa að mestu í stað en aukast svo eftir því sem tíundirnar hækka. Húsnæðiseign hæstu tíundarinnar hefur til dæmis hækkað um 88% umfram þróun húsnæðisverðs eða rúmlega áttfaldast að nafnvirði. Hagur hæstu tíundarinnar vænkast mest Það er nánast sama hvaða mælikvarði er skoðaður, hæsta tíundin hefur aukið við sig umfram aðrar og ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð. Sennilega er munurinn mestur í fjármagnstekjum þar sem hæsta tíundin er nánast sú eina sem mælist. Heildareignir hennar aukast líka mest. Það er nánast sama hvar borið er niður, hæsta tíundin kemur best út. Frá 2015 hefur hún meira að segja skuldað minna en níunda tíundin og skuldar nú minna en sú áttunda. Hún borgar einnig minna í vexti af íbúðalánum en sjöunda, áttunda og níunda tíundin og svo hefur í raun verið frá 2011. Eðli málsins samkvæmt kemur hæsta tíundin best út úr slíkum samanburði sem hér um ræðir en það sem er áhyggjuefni er að hún bætir stöðu sína langt umfram aðrar tíundir. Hvað myndi kosta að laga kjör lægstu tíundanna? Við hljótum flest að vera sammála um að það gengur ekki að lægstu tíundirnar dragist aftur úr. Hér er í raun sama við hvaða mælikvarða miðað er, þróunin er engan veginn ásættanleg. Ef einhver hélt að það væri mjög dýrt að laga þetta, þá er það sorglega að ef hæsta tíundin hefði gefið eftir þriðjung hækkunar atvinnutekna sinna milli 2019 og 2020, þegar lægsta tíundin lækkaði um 17%, dygði það ekki bara til að leiðrétta skekkjuna milli ára heldur myndi það duga til að leiðrétta skekkjuna sem hefur verið að safnast upp frá aldamótum og svipað gildir um ráðstöfunartekjur. Hvað getum við þá gert í þessu? Það er í raun með ólíkindum að þegar við fréttum af kaupaukum og launakjörum stjórnenda fyrirtækja heyrist ekkert í þeim sem bregðast við af hörku þegar talið berst að launakjörum og launahækkunum almennings. Það er alveg ljóst að þróunin siglir í þá átt að á Íslandi fari þeim sífellt fækkandi sem njóti almennilegra lífskjara. Sú staða er þegar komin upp á ýmsum sviðum samfélagsins, eins og margir sem eru í húsnæðisleit finna nú fyrir. Þrátt fyrir að skoða þurfi almenn kjör allra landsmanna, er alveg ljóst að þörfin er brýnust hjá verst setta hópnum og þar verðum við að byrja. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Kjaramál Indriði Stefánsson Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim. Á vef Hagstofu Íslands má skoða hvernig tekjur þjóðfélagshópa hafa þróast. Þar má skoða þróun og samanburð tekna, eigna, skulda og fleiri hagstærða milli tíunda. Þessar tölur eru unnar upp úr skattframtölum og því er um að ræða opinberlega skráð gögn. Þær tölur sem koma hér fram miðast við þá niðurstöðu sem ég fékk úr reiknivél Hagstofunnar. Hér skoða ég tímabilið frá aldamótum, eins langt og gögnin ná. Lægsta tíundin nær ekki einu sinni að halda í verðbólguna Sé tímabilið frá aldamótum skoðað er verðbólgan á því tímabili hækkun upp á 142%. Ef við skoðum atvinnutekjur lægstu tíundarinnar hafa þær á tímabilinu hækkað um 98%, töluvert minna. Ef við skoðum á móti þróun ráðstöfunartekna er staðan skárri eða hækkun upp á 113% sem nær þó ekki að halda í við verðbólgu. Sé litið til breytinga milli ára sést að lægsta tíundin sker sig nokkuð úr og lækkar gjarnan milli ára. Svo hefur tilfellið verið undanfarin ár og voru ráðstöfunartekjur hennar árið 2020 einungis 87% af því sem þær voru 2018. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað um 357%. Eignir lægstu tíundanna í fasteignum dragast saman Þar sem fasteignaverð hefur þróast með talsvert öðrum hætti en laun lægstu tíundanna þarf ekki að koma á óvart að húsnæðiseign lægri tíundanna er minni en hinna. Sú þróun er sláandi, lægstu þrjár tíundirnar mælast vart í eignum en bæta lítillega við sig að nafnvirði. Sé litið til verðbólgu (ekki þróunar fasteignaverðs) dragast eignir þriðju, fjórðu og fimmtu tíundarinnar áberandi saman, svo mjög að segja má að húsnæðiseign lægstu fimm tíundanna mælist vart á meðan hinar hærri hafa hækkað mikið. Sé litið til þróunar húsnæðisverðs kemur svo í ljós að eignir sjöttu tíundarinnar standa að mestu í stað en aukast svo eftir því sem tíundirnar hækka. Húsnæðiseign hæstu tíundarinnar hefur til dæmis hækkað um 88% umfram þróun húsnæðisverðs eða rúmlega áttfaldast að nafnvirði. Hagur hæstu tíundarinnar vænkast mest Það er nánast sama hvaða mælikvarði er skoðaður, hæsta tíundin hefur aukið við sig umfram aðrar og ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð. Sennilega er munurinn mestur í fjármagnstekjum þar sem hæsta tíundin er nánast sú eina sem mælist. Heildareignir hennar aukast líka mest. Það er nánast sama hvar borið er niður, hæsta tíundin kemur best út. Frá 2015 hefur hún meira að segja skuldað minna en níunda tíundin og skuldar nú minna en sú áttunda. Hún borgar einnig minna í vexti af íbúðalánum en sjöunda, áttunda og níunda tíundin og svo hefur í raun verið frá 2011. Eðli málsins samkvæmt kemur hæsta tíundin best út úr slíkum samanburði sem hér um ræðir en það sem er áhyggjuefni er að hún bætir stöðu sína langt umfram aðrar tíundir. Hvað myndi kosta að laga kjör lægstu tíundanna? Við hljótum flest að vera sammála um að það gengur ekki að lægstu tíundirnar dragist aftur úr. Hér er í raun sama við hvaða mælikvarða miðað er, þróunin er engan veginn ásættanleg. Ef einhver hélt að það væri mjög dýrt að laga þetta, þá er það sorglega að ef hæsta tíundin hefði gefið eftir þriðjung hækkunar atvinnutekna sinna milli 2019 og 2020, þegar lægsta tíundin lækkaði um 17%, dygði það ekki bara til að leiðrétta skekkjuna milli ára heldur myndi það duga til að leiðrétta skekkjuna sem hefur verið að safnast upp frá aldamótum og svipað gildir um ráðstöfunartekjur. Hvað getum við þá gert í þessu? Það er í raun með ólíkindum að þegar við fréttum af kaupaukum og launakjörum stjórnenda fyrirtækja heyrist ekkert í þeim sem bregðast við af hörku þegar talið berst að launakjörum og launahækkunum almennings. Það er alveg ljóst að þróunin siglir í þá átt að á Íslandi fari þeim sífellt fækkandi sem njóti almennilegra lífskjara. Sú staða er þegar komin upp á ýmsum sviðum samfélagsins, eins og margir sem eru í húsnæðisleit finna nú fyrir. Þrátt fyrir að skoða þurfi almenn kjör allra landsmanna, er alveg ljóst að þörfin er brýnust hjá verst setta hópnum og þar verðum við að byrja. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun