Ísold, Anna og Ester hjá Vogue: „Spegilmyndin mín er ekki lengur óvinur minn“ Elísabet Hanna og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 8. mars 2022 14:39 Ísold fann sjálfstraustið fyrir framan myndavélina. Anna Margrét Ísold Halldórudóttir birti pistil hjá Vogue.com þar sem hún fer yfir vegferð sína að sjálfsást og upplifuninni á sjálfri sér í tískuheiminum. Lífið á Vísi hafði samband við Ísold og fékk að heyra nánar frá samstarfinu við Vogue og öðrum verkefnum. Lýsir vegferð Pistillinn rekur sögu Ísoldar frá því að hún var nýkomin á unglingsárin og átti sjálf erfitt með að sjá fegurðina sem bjó í sjálfri sér, út frá samfélagslegum fegurðarstöðlum, að deginum í dag, þar sem Ísold starfar sem fyrirsæta. Pistlinum fylgja myndir sem íslenski ljósmyndarinn Anna Margrét tók og Ester Olga Mondragon sá um förðunina. View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Samtal um fegurðarviðmið um allan heim Ísold hefur verið í ýmsum hátísku myndatökum í gegnum tíðina og hefur meðal annars birst í viðtali hjá tískutímaritinu Dazed. Þar kynntist hún Tish Weinstock, sem er ritstjóri hjá Vogue. „Ég kynntist Tish fyrst árið 2019, þegar hún vann hjá Dazed og þar tók hún viðtal við mig sem birtist á Dazed Beauty. Síðan þá hef ég haldið sambandi við Tish og hún hefur stutt mig í gegnum árin. Tish hafði samband við mig um að Vogue væri að vinna í seríu sem fjallar um líkamstjáningu og spurði hvort ég hafði áhuga á að vera með. Serían hjá Vogue talar til áframhaldandi samtals um fegurðarviðmið um allan heim, og sem aktivisti fyrir jákvæða líkamsímynd var ég spennt að segja frá minni reynslu og hvernig ég fann sjálfstraustið mitt fyrir framan myndavélina.“ View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Átti erfitt með að horfa í spegilinn Ísold byrjar pistilinn á því að fara á stað sem hún var á þegar hún var að hefja unglingsárin. Á þeim árum átti hún erfitt með spegilmyndina sem horfi á hana til baka og reyndi að forðast hana. Hún jafnvel faldi spegilinn með teppi til þess að þurfa ekki að horfa á sjálfan sig. „Það hjálpaði ekki að þegar ég var að alast upp sá ég aldrei myndir af fólki sem leit út eins og ég. Ekki í tísku, ekki neinsstaðar. Það var eins og feitt fólk ætti ekki skilið að vera séð sem fallegt,“ segir hún meðal annars. View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Setur nýja staðla í fegurð Í dag er Ísold komin langt frá þeim stað sem hún byrjaði á. Hún veitir mörgum innblástur í gegnum samfélagsmiðlana sína og hvetur aðra til þess að læra að elska sig eins og þeir eru. Í pistlinum lýsir hún því hvert vegferðin að sjálfsást hefur leitt hana í dag. „Spegilmyndin mín er ekki lengur óvinur minn heldur stuðningurinn sem ég þurfti svo innilega þegar ég var yngri. Hugsanirnar sem unnu einu sinni gegn mér hvetja mig núna áfram til þess að berjast fyrir hlutunum sem ég trúi á og setja nýja staðla fyrir hvað það þýðir að vera fallegur - eða enn fremur hvað það þýðir að vera feitur.“ View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Instagram samfélagið sterkt Ísold segir erfitt að segja til um hvort ferill sinn hafi þróast eða ekki en hefur þó náð að vekja mikla athygli. „Stundum finnst mér eins og enginn tími sé liðinn og ég er enn í svefnherberginu mínu að reyna að breyta heiminum. Á sama tíma hefur samfélagið sem ég hef byggt upp á Instagram hjálpað mér gríðarlega að stækka vettvang minn og þannig hef ég náð athygli frá fólki sem skipta máli í bransanum.“ View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Takmarkaður fjölbreytileiki Þrátt fyrir að oft sé talað um meiri fjölbreytileika á líkömum í tískuheiminum og vinsælli dægurmenningu segist Ísold ekki endilega sjá að fjölbreytileikinn hafi rutt sér til rúms. „Það er oft verið að talað um fjölbreytni en sjaldan sé ég raunverulegar breytingar.Að sjálfsögðu er einhver munur frá því að ég byrjaði að vinna sem fyrirsæta en það er ekki nógu mikið til þess að ég get farið út í fataverslun og keypt mér buxur í minni stærð. Sérstaklega íslensk hönnun. Eins og hún er frábær þá er hún ekki fyrir feitt fólk.“ View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Spennt að fylgjast með þróun á nýju verkefni Það er ýmislegt á döfinni hjá Ísold en hún var meðal annars að taka þátt í sínu fyrsta kvikmyndaverkefni sem leikkona. „Síðasta stóra verkefnið mitt var að vinna sem leikkona í þýskri kvikmynd. Eitthvað sem ég hef aldrei gert áður en fannst mjög áhugavert og krefjandi. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og er spennt að sjá hvernig þetta mun þróast með tímanum,“ segir Ísold að lokum. Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. 4. mars 2021 20:43 Ísold vill að feitt verði fallegt Ísold Halldórudóttir er í ítarlegu viðtal við breska miðilinn Dazed þar sem hún opnar sig um að hafa í gegnum tíðina upplifað sig út undan og ekki fundist hún falla inn í hópinn. 17. janúar 2019 11:30 Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Hin tvítuga Ísold Halldórudóttir er ein af 25 sem vann Instagramkeppni á vegum tímaritsins og Kendall Jenner. 6. febrúar 2017 20:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Lýsir vegferð Pistillinn rekur sögu Ísoldar frá því að hún var nýkomin á unglingsárin og átti sjálf erfitt með að sjá fegurðina sem bjó í sjálfri sér, út frá samfélagslegum fegurðarstöðlum, að deginum í dag, þar sem Ísold starfar sem fyrirsæta. Pistlinum fylgja myndir sem íslenski ljósmyndarinn Anna Margrét tók og Ester Olga Mondragon sá um förðunina. View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Samtal um fegurðarviðmið um allan heim Ísold hefur verið í ýmsum hátísku myndatökum í gegnum tíðina og hefur meðal annars birst í viðtali hjá tískutímaritinu Dazed. Þar kynntist hún Tish Weinstock, sem er ritstjóri hjá Vogue. „Ég kynntist Tish fyrst árið 2019, þegar hún vann hjá Dazed og þar tók hún viðtal við mig sem birtist á Dazed Beauty. Síðan þá hef ég haldið sambandi við Tish og hún hefur stutt mig í gegnum árin. Tish hafði samband við mig um að Vogue væri að vinna í seríu sem fjallar um líkamstjáningu og spurði hvort ég hafði áhuga á að vera með. Serían hjá Vogue talar til áframhaldandi samtals um fegurðarviðmið um allan heim, og sem aktivisti fyrir jákvæða líkamsímynd var ég spennt að segja frá minni reynslu og hvernig ég fann sjálfstraustið mitt fyrir framan myndavélina.“ View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Átti erfitt með að horfa í spegilinn Ísold byrjar pistilinn á því að fara á stað sem hún var á þegar hún var að hefja unglingsárin. Á þeim árum átti hún erfitt með spegilmyndina sem horfi á hana til baka og reyndi að forðast hana. Hún jafnvel faldi spegilinn með teppi til þess að þurfa ekki að horfa á sjálfan sig. „Það hjálpaði ekki að þegar ég var að alast upp sá ég aldrei myndir af fólki sem leit út eins og ég. Ekki í tísku, ekki neinsstaðar. Það var eins og feitt fólk ætti ekki skilið að vera séð sem fallegt,“ segir hún meðal annars. View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Setur nýja staðla í fegurð Í dag er Ísold komin langt frá þeim stað sem hún byrjaði á. Hún veitir mörgum innblástur í gegnum samfélagsmiðlana sína og hvetur aðra til þess að læra að elska sig eins og þeir eru. Í pistlinum lýsir hún því hvert vegferðin að sjálfsást hefur leitt hana í dag. „Spegilmyndin mín er ekki lengur óvinur minn heldur stuðningurinn sem ég þurfti svo innilega þegar ég var yngri. Hugsanirnar sem unnu einu sinni gegn mér hvetja mig núna áfram til þess að berjast fyrir hlutunum sem ég trúi á og setja nýja staðla fyrir hvað það þýðir að vera fallegur - eða enn fremur hvað það þýðir að vera feitur.“ View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Instagram samfélagið sterkt Ísold segir erfitt að segja til um hvort ferill sinn hafi þróast eða ekki en hefur þó náð að vekja mikla athygli. „Stundum finnst mér eins og enginn tími sé liðinn og ég er enn í svefnherberginu mínu að reyna að breyta heiminum. Á sama tíma hefur samfélagið sem ég hef byggt upp á Instagram hjálpað mér gríðarlega að stækka vettvang minn og þannig hef ég náð athygli frá fólki sem skipta máli í bransanum.“ View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Takmarkaður fjölbreytileiki Þrátt fyrir að oft sé talað um meiri fjölbreytileika á líkömum í tískuheiminum og vinsælli dægurmenningu segist Ísold ekki endilega sjá að fjölbreytileikinn hafi rutt sér til rúms. „Það er oft verið að talað um fjölbreytni en sjaldan sé ég raunverulegar breytingar.Að sjálfsögðu er einhver munur frá því að ég byrjaði að vinna sem fyrirsæta en það er ekki nógu mikið til þess að ég get farið út í fataverslun og keypt mér buxur í minni stærð. Sérstaklega íslensk hönnun. Eins og hún er frábær þá er hún ekki fyrir feitt fólk.“ View this post on Instagram A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir) Spennt að fylgjast með þróun á nýju verkefni Það er ýmislegt á döfinni hjá Ísold en hún var meðal annars að taka þátt í sínu fyrsta kvikmyndaverkefni sem leikkona. „Síðasta stóra verkefnið mitt var að vinna sem leikkona í þýskri kvikmynd. Eitthvað sem ég hef aldrei gert áður en fannst mjög áhugavert og krefjandi. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og er spennt að sjá hvernig þetta mun þróast með tímanum,“ segir Ísold að lokum.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. 4. mars 2021 20:43 Ísold vill að feitt verði fallegt Ísold Halldórudóttir er í ítarlegu viðtal við breska miðilinn Dazed þar sem hún opnar sig um að hafa í gegnum tíðina upplifað sig út undan og ekki fundist hún falla inn í hópinn. 17. janúar 2019 11:30 Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Hin tvítuga Ísold Halldórudóttir er ein af 25 sem vann Instagramkeppni á vegum tímaritsins og Kendall Jenner. 6. febrúar 2017 20:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. 4. mars 2021 20:43
Ísold vill að feitt verði fallegt Ísold Halldórudóttir er í ítarlegu viðtal við breska miðilinn Dazed þar sem hún opnar sig um að hafa í gegnum tíðina upplifað sig út undan og ekki fundist hún falla inn í hópinn. 17. janúar 2019 11:30
Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Hin tvítuga Ísold Halldórudóttir er ein af 25 sem vann Instagramkeppni á vegum tímaritsins og Kendall Jenner. 6. febrúar 2017 20:00