Óbólusettir gætu áfram sætt takmörkunum við landamærin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 17:52 Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið en starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta hefur komið að því. vísir/vilhelm Langtímafyrirkomulag sóttvarna á landamærum verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þar má vænta mikilla tilslakana og jafnvel algerra afléttinga fyrir bólusetta. Nokkrar útfærslur eru til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólusetta sem koma inn í landið. Við gildandi reglur verða bólusettir Íslendingar að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum eftir komuna til landsins. Bólusettir ferðamenn verða þá að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvél eða skip á leið til landsins. Óbólusettir verða hins vegar að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánudaginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta, forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hefur undanfarið unnið að tillögum um fyrirkomulag á landamærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niðurstöður hans til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hér er ekki um að ræða tillögur í formi minnisblaðs frá sóttvarnalækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niðurstöðunum eru nokkrar leiðir teknar til umfjöllunar. Heimildir fréttastofu herma að það verði líklegasta lendingin að afnema allar helstu takmarkanir við landamærin en ríkisstjórnin muni ræða það hvort halda eigi takmörkunum fyrir óbólusetta. Það myndi þá duga að framvísa gildu bólusetningarvottorði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Við gildandi reglur verða bólusettir Íslendingar að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum eftir komuna til landsins. Bólusettir ferðamenn verða þá að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvél eða skip á leið til landsins. Óbólusettir verða hins vegar að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánudaginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta, forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hefur undanfarið unnið að tillögum um fyrirkomulag á landamærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niðurstöður hans til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hér er ekki um að ræða tillögur í formi minnisblaðs frá sóttvarnalækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niðurstöðunum eru nokkrar leiðir teknar til umfjöllunar. Heimildir fréttastofu herma að það verði líklegasta lendingin að afnema allar helstu takmarkanir við landamærin en ríkisstjórnin muni ræða það hvort halda eigi takmörkunum fyrir óbólusetta. Það myndi þá duga að framvísa gildu bólusetningarvottorði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira