Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 13:40 Notkun hraðprófa hefur minnkað til muna að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16
Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30