Segja óásættanlegt að þurfa að kynda hús með olíu Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 15:27 Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Foto: Egill Aðalsteinsson/Egill Aðalsteinsson Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir óásættanlegt að brenna þurfi olíu til að kynda hús á Vestfjörðum. Bæjarráðið lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Ráðið kom saman á fundi í gær og á þeim fundi voru raforkumál tekin fyrir. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri, kynnti bæjarráði stöðu raforkumála á Vestfjörðum og það að orkuskerðing til fjarvarmaveitna hafi þau áhrif að Orkubú Vestfjarða þarf að brenna olíu svo hægt sé að kynda hús á Vestfjörðum. Í bókun bæjarráðs segir að þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðastofu undanfarin ár þörfina á uppbyggingu nútímalegra og örugga innviða rafmagns hafi ekki verið brugðist við því. „Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á dísilolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn,“ segir í bókuninni. Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Bendir ráðið á að Vestfirðingar hafi tekið þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“ Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ráðið kom saman á fundi í gær og á þeim fundi voru raforkumál tekin fyrir. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri, kynnti bæjarráði stöðu raforkumála á Vestfjörðum og það að orkuskerðing til fjarvarmaveitna hafi þau áhrif að Orkubú Vestfjarða þarf að brenna olíu svo hægt sé að kynda hús á Vestfjörðum. Í bókun bæjarráðs segir að þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðastofu undanfarin ár þörfina á uppbyggingu nútímalegra og örugga innviða rafmagns hafi ekki verið brugðist við því. „Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á dísilolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn,“ segir í bókuninni. Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Bendir ráðið á að Vestfirðingar hafi tekið þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira