Kynfæralimlestingar stúlkna viðvarandi heilsufarsvá í heimsfaraldri Heimsljós 23. desember 2021 10:10 UNFPA Verkefnið er leitt af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Nýlokið er úttekt á samstarfsverkefni sem Ísland styður með tveimur stofnunum Sameinuðu þjóðanna um upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna fyrir árið 2030. Meginniðurstöður benda til þess að verkefnið sé vel til þess fallið að bregðast við því vandamáli sem kynfæralimlestingar stúlkna og kvenna eru á heimsvísu. Verkefnið er leitt af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Það nær til sautján ríkja. Samkvæmt úttektinni hefur verkefnið stuðlað að aukinni þjónustu við fórnarlömbin auk þess að bæta forvarnir og umönnun þeirra sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda. Þá er bent á mikilvægi þess að setja málefnið í forgang hjá stjórnvöldum og svæðisbundnum stofnunum. Um er að ræða þriðju úttekt á framkvæmd verkefnisins, frá 2018 til 2021. Fulltrúi Íslands sat í samráðshópi framlagsríkja um úttektina, ásamt fulltrúum Noregs og Austurríkis. „Í COVID-19 faraldrinum hefur komið í ljós að viðvarandi vandamál aukast, og gjarnan er vísað til „krísu innan krísu“, og má segja að sú sé raunin með kynfæralimlestingar stúlkna. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tengdri þjónustu er ábótavant og enn sem komið er, taka fáar alhliða stefnur mið af menntun, heilsu og kyni. Þá hefur leiðum til að auka fræðslu og stuðning við stúlkur og fjölskyldur þeirra fækkað, meðal annars vegna þess að skólahald er skert,“ segir María Mjöll Jónsdóttir skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hún segir að Ísland hafi lagt áherslu á baráttuna gegn limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna í alþjóðlegu þróunarsamvinnu um árabil. „Limlestingar á kynfærum kvenna ná til allra aðgerða sem fela í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að hluta til eða algerlega, og þeirra áverka sem koma til sökum slíkra aðgerða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur bent á að slíkar limlestingar hafi engan heilsufarslegan ábata í för með sér, en felur í sér margvíslega áhættu, meðal annars hættu á alvarlegum blæðingum, sýkingum, vandkvæðum við fæðingar og fjölgun andvana fæddra barna. Menningarlegar ástæður og siðir liggja til grundvallar og styðja við þá hugmynd að limlestingar á kynfærum kvenna séu öllum stúlkum nauðsynlegar sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir hjónaband og fullorðinsár. Limlestingar á kynfærum kvenna er heilbrigðisvandamál, brot á mannréttindum og birtingarmynd á kynbundnu misrétti og ofbeldi. Þá helst þessi siður oft í hendur við barnahjónabönd og veldur því að stúlkur hætta fyrr í skóla en kynfæralimlestingar eru gerðar á stúlkubörnum, allt frá ungbörnum til 15 ára aldurs. Talið er að yfir 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum hafa undirgengist kynfæralimslestingar,“ segir María Mjöll. Ísland heldur áfram að styðja samstarfsverkefnið í fjórða framkvæmdaáfanga þess sem hefst á næsta ári og sá stuðningur er hluti af skuldbindingum Íslands á vettvangi verkefnisins „Kynslóð jafnréttis“ þar sem Ísland leiðir alþjóðlegt aðgerðarbandalag um kynbundið ofbeldi. Skuldbindingar Íslands voru kynntar af forsætisráðherra í júlí í París á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent
Nýlokið er úttekt á samstarfsverkefni sem Ísland styður með tveimur stofnunum Sameinuðu þjóðanna um upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna fyrir árið 2030. Meginniðurstöður benda til þess að verkefnið sé vel til þess fallið að bregðast við því vandamáli sem kynfæralimlestingar stúlkna og kvenna eru á heimsvísu. Verkefnið er leitt af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Það nær til sautján ríkja. Samkvæmt úttektinni hefur verkefnið stuðlað að aukinni þjónustu við fórnarlömbin auk þess að bæta forvarnir og umönnun þeirra sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda. Þá er bent á mikilvægi þess að setja málefnið í forgang hjá stjórnvöldum og svæðisbundnum stofnunum. Um er að ræða þriðju úttekt á framkvæmd verkefnisins, frá 2018 til 2021. Fulltrúi Íslands sat í samráðshópi framlagsríkja um úttektina, ásamt fulltrúum Noregs og Austurríkis. „Í COVID-19 faraldrinum hefur komið í ljós að viðvarandi vandamál aukast, og gjarnan er vísað til „krísu innan krísu“, og má segja að sú sé raunin með kynfæralimlestingar stúlkna. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tengdri þjónustu er ábótavant og enn sem komið er, taka fáar alhliða stefnur mið af menntun, heilsu og kyni. Þá hefur leiðum til að auka fræðslu og stuðning við stúlkur og fjölskyldur þeirra fækkað, meðal annars vegna þess að skólahald er skert,“ segir María Mjöll Jónsdóttir skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hún segir að Ísland hafi lagt áherslu á baráttuna gegn limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna í alþjóðlegu þróunarsamvinnu um árabil. „Limlestingar á kynfærum kvenna ná til allra aðgerða sem fela í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að hluta til eða algerlega, og þeirra áverka sem koma til sökum slíkra aðgerða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur bent á að slíkar limlestingar hafi engan heilsufarslegan ábata í för með sér, en felur í sér margvíslega áhættu, meðal annars hættu á alvarlegum blæðingum, sýkingum, vandkvæðum við fæðingar og fjölgun andvana fæddra barna. Menningarlegar ástæður og siðir liggja til grundvallar og styðja við þá hugmynd að limlestingar á kynfærum kvenna séu öllum stúlkum nauðsynlegar sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir hjónaband og fullorðinsár. Limlestingar á kynfærum kvenna er heilbrigðisvandamál, brot á mannréttindum og birtingarmynd á kynbundnu misrétti og ofbeldi. Þá helst þessi siður oft í hendur við barnahjónabönd og veldur því að stúlkur hætta fyrr í skóla en kynfæralimlestingar eru gerðar á stúlkubörnum, allt frá ungbörnum til 15 ára aldurs. Talið er að yfir 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum hafa undirgengist kynfæralimslestingar,“ segir María Mjöll. Ísland heldur áfram að styðja samstarfsverkefnið í fjórða framkvæmdaáfanga þess sem hefst á næsta ári og sá stuðningur er hluti af skuldbindingum Íslands á vettvangi verkefnisins „Kynslóð jafnréttis“ þar sem Ísland leiðir alþjóðlegt aðgerðarbandalag um kynbundið ofbeldi. Skuldbindingar Íslands voru kynntar af forsætisráðherra í júlí í París á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent